Fréttir
Jákvæð afkoma Sveitarfélagsins Stykkishólms samkvæmt ársreikningi 2024
Rekstur Sveitarfélagsins Stykkishólms skilar hagnaði samkvæmt ársreikningi 2024 sem tekin var til fyrri umræðu á bæjarstjórnarfundi þann 28. apríl sl. og jákvæðri rekstrarafkomu en áætlanir gerðu ráð fyrir. Endurspeglar ársreikningurinn að reksturinn sé að ná jafnvægi eftir krefjandi rekstrarumhverfi síðustu ár. Rekstrarniðurstaða fyrir afskriftir og fjármagnsliði var jákvæð um 286 millj. kr. og rekstrarniðurstaða án fjármunatekna og fjármagnsgjalda var jákvæð um 180 millj. kr. Rekstrarniðurstaða A og B hluta var jákvæð um 22 millj. kr. en fjárhagsáætlun með viðaukum hafði gert ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu að fjárhæð 11 millj. kr.
31.05.2025