Fréttir Lífið í bænum
Sátan hefst í dag
Sátan er þriggja daga rokkhátíð sem haldin er í íþróttamiðstöðinni í Stykkishólmi dagana 5. - 7. júní. Hátíðin var fyrst haldin í fyrrasumar og tókst vel til. Hátíðin leggur áherslu á að bjóða upp á fjölbreytt úrval af fremstu rokkhljómsveitum Íslands. Tónleikar hefjast í íþróttamiðstöðinni kl. 16:00 dagana þrjá og standa fram yfir miðnætti. Óhætt er því að gera ráð fyrir blómlegu mannlífi í Stykkishólmi næstu daga. Meðal hljómsveita sem koma fram á hátíðinni í ár eru Sororicide, Brain Police, The vintage caravan og Skálmöld.
05.06.2025