Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Brjóstaskimun í Stykkishólmi
Fréttir

Brjóstaskimun í Stykkishólmi

Brjóstamiðstöð Landspítala verður í samstarfi við Heilsugæsluna á ferð um landið haustið 2023 með brjóstaskimun. Lögð er rík áhersla á að konur nýti sér þessa þjónustu, sjá leiðbeiningar um bókun hér að neðan. Skimun verður í Stykkishólmi 25. og 26. sept og í Ólafsvík og Grundarfirði 2. - 4. okt.
11.09.2023
Kosið í dreifbýlisráð
Fréttir

Kosið í dreifbýlisráð

Kosið verður í dreifbýlisráð dagana 9. og 23. september í Félagsheimilinu Skildi í Helgafellssveit. Kosningarrétt í kosningu til dreifbýlisráðs hafa íbúar innan sveitarfélagamarka Helgafellssveitar eins og þeim er lýst á sveitarfélagakorti Landmælinga Íslands frá 2014 og íbúar með búsetu í Ögri.
08.09.2023
Stykkishólmur í ágústmánuði 2023
Fréttir

Helstu fréttir komnar út

Fimmta tölublað kom út í dag, 1. september. Rafræn útgáfa blaðsins er öllum aðgengileg á vefsíðu sveitarfélagsins en hana má nálgast hér að neðan. Í upphafi var íbúum boðið að skrá sig og fá blaðið sent heim en líkt og fram kom í síðasta blaði verður upplag blaðsins framvegis aðgengilegt í Miðstöð öldrunarþjónustu/ Skólastíg 14. Áhugasömum er bent á að næla sér í eintak þar.
01.09.2023
Siglingadeildin naut vinsælda í sumar
Fréttir

Siglingadeildin naut vinsælda í sumar

Í júnímánuði hélt Siglingadeild Snæfells fjörgur námskeið fyrir börn á aldrinum 10 – 15 ára þar sem farið var í grunnþætti siglinga á Topaz skútum, kynnst kajak siglingum og sullað í sjónum. Námskeiðin voru öll vel sótt og tókst vel til. Leiðbeinendur á námskeiðununum voru ungmenni á vegum vinnuskóla sveitarfélagsins. Ungmennin, þau Ágústa, Íris Ísafold, Guðmundur Gísli, fóru á fjögurra daga þjálfaranámskeið á vegum Siglingasambands Íslands í apríl ásamt Sigrúnu Erlu Eyjólfsdóttur og Ásdísi Árnadóttur.
29.08.2023
Ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðræði
Fréttir

Ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðræði

Sveitarfélagið óskar eftir áhugasömum ungmennum til að taka þátt í ungmennaráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði sem fer fram dagana 22. – 24. september á Reykjum í Hrútafirði. Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er, að jörðu skaltu aftur verða og vísar hún til umhverfis- og loftlagsmála.
28.08.2023
Íbúakosning í dreifbýlisráð 9. og 23. september
Fréttir Stjórnsýsla

Íbúakosning í dreifbýlisráð 9. og 23. september

Kosið verður í dreifbýlisráð dagana 9. og 23. september í Félagsheimilinu Skildi í Helgafellssveit. Kosningarrétt í kosningu til dreifbýlisráðs hafa íbúar innan sveitarfélagamarka Helgafellssveitar eins og þeim er lýst á sveitarfélagakorti Landmælinga Íslands frá 2014 og íbúar með búsetu í Ögri. Kjörgengur í dreifbýlisráð er hver sá sem hefur skráð lögheimili í þeim hluta sveitarfélagsins sem lýst er hér að ofan.
24.08.2023
Jón Aðalsteinsson að störfum í Súgandisey.
Fréttir

Framkvæmdir í Súgandisey

Eins og þekkt er hefur sveitarfélagið fengið rausnarlega styrki úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða til uppbyggingar og framkvæmda í Súgandisey. Í upphafi fékkst tæplega 4 milljóna króna styrkur fyrir hönnunarsamkeppni á útsýnisstað í Súgandisey, efnt var til samkeppni og varð tillagan Fjöregg hlutskörpust í þeirri keppni. þegar vinningstillagan lá fyrir fékk sveitarfélagið tæpar 25 milljónir króna úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða til deiliskipulagsgerðar og við gerð útsýnissvæðis á Súgandisey. Síðar fékk sveitarfélagið annan styrk, tæpar 16 milljónir, úr sjóðnum fyrir áframhaldandi vinnu í samræmi við vinningstillöguna.
23.08.2023
16. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms
Stjórnsýsla

16. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms

16. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms fer fram fimmtudaginn 24. ágúst kl. 17:00 í bæjarstjórnarsal. Smelltu á hnappinn hér að neðan til að kynna þér dagská fundar.
22.08.2023
Umhyggjudagurinn 26. ágúst 2023
Fréttir

Umhyggjudagurinn á laugardaginn

Umhyggja, félag langveikra barna og fjölskyldna þeirra, stendur fyrir umhyggjudeginum sem haldinn er víðsvegar um land laugardaginn 26. ágúst næstkomandi. Markmið umhyggjudagsins er að vekja athygli á félaginu og því góða starfi sem þar er unnið. Í tilefni dagsins verður boðið frítt í sundlaugina í Stykkishólmi á milli kl. 14:00 og 16:00. Börn sem mæta í sund á þessum tíma fá sundpoka merktan umhyggju að gjöf á meðan birgðir endast.
22.08.2023
Sendiherra Bandaríkjanna í heimsókn í Stykkishólmi
Fréttir

Sendiherra Bandaríkjanna í heimsókn í Stykkishólmi

Sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Carrin F. Patman, heimsótti Stykkishólm í dag. Patman tók við embætti sendiherra 7. ágúst 2022. Áður hafði hún verið stjórn­ar­formaður al­menn­ings­sam­gangna í Harris-sýslu í Texas sem er sú þriðja fjöl­menn­asta í Banda­ríkj­un­um. Einnig var hún einn eig­enda lög­fræðistof­unn­ar Bracewell LLP og starfaði þar í þrjá ára­tugi.
18.08.2023
Getum við bætt efni síðunnar?