Fréttir Þjónusta
Stjórnun stuðningsþjónustu færist til Félags- og skólaþjónustu í tengslum við Gott að eldast
Bæjarstjórn samþykkti á 5. fundi sínum þann 28. apríl sl. að færa ábyrgð og stjórnun á stuðningsþjónustu í sveitarfélaginu skv. lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga (heimaþjónustu o.fl.) til Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, en stýring þjónustunnar hefur undanfarin ár farið fram á Höfðaborg. Yfirfærslan mun taka gildi frá og með 1. júní nk. Þessi ákvörðun byggir á samþykktum breytingum á skipulagi á þjónustu við eldra fólk í tengslum við þátttöku sveitarfélagsins í verkefninu Gott að eldast. Ekki er gert ráð fyrir breytingum á daglegum rekstri eða þjónustu á Höfðaborg, enda áhersla á að tryggja megi áfram sambærilegt þjónustustig við eldra fólk á Höfðaborg eins og það var fyrir breytingarnar.
07.05.2025