Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Leikjanámskeið 2020
Fréttir Lífið í bænum

Sumarnámskeiðin hefjast 10. júní

Í sumar verður boðið upp á leikjanámskeið fyrir 1.-3. bekk og skylmingar- og smíðanámskeið fyrir 4.-7. bekk. Á námskeiðunum er lögð áhersla á gleði, hreyfingu og útiveru. Allar helstu upplýsingar má finna hér að neðan.
15.05.2025
Opið fyrir skráningu í Vinnuskóla og Samfélagsflokk
Fréttir

Opið fyrir skráningu í Vinnuskóla og Samfélagsflokk

Sveitarfélagið Stykkishólmur býður ungmennum með lögheimili í sveitarfélaginu sumarvinnu í Vinnuskólanum og Samfélagsflokknum.
14.05.2025
37. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms
Fréttir Stjórnsýsla

37. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms

37. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms fer fram fimmtudaginn 15. maí 2025 kl. 17:00 í bæjarstjórnarsal. Smelltu á hnappinn hér að neðan til að kynna þér dagská fundar.
13.05.2025
Lóðin Nesvegur 14a laus til umsóknar
Fréttir

Lóðin Nesvegur 14a laus til umsóknar

Lóðin Nesvegur 14a er hér með auglýst til úthlutunar í samræmi við reglur um úthlutun lóða í Stykkishólmi og bætist þar með á úthlutunarlista yfir lausar lóðir í Stykkishólmi. Umsóknarfrestur er til og með 23. maí 2024.
09.05.2025
Mynd frá sumardeginum fyrsta.
Fréttir

Helstu fréttir komnar út

Helstu fréttir eru komnar út. Tilgangur blaðsins er að bæta aðgengi íbúa að tilkynningum og fréttum frá sveitarfélaginu. Í því samhengi er sérstaklega horft til eldra fólks sem notast ekki við tölvur og liggur blaðið því frammi á Höfðaborg og Systraskjóli.
09.05.2025
Framkvæmdir við sundlaug
Fréttir

Framkvæmdir við sundlaug

Vegna framkvæmda er útisvæðið við Sundlaug Stykkishólms lokað. Framkvæmdir hófust 5. maí síðastliðinn og var upphaflega gert ráð fyrir að þessum fyrsta áfanga yrði lokið fyrir 8. maí. Nú liggur fyrir að verkið tekur lengri tíma og sundlaugin lokuð á meðan. Opnað verður eins fljótt og auðið er og allt kapp lagt á að klára framkvæmdina sem fyrst.
09.05.2025
Dagur Emilsson og Höskuldur Reynir byggingarfulltrúi sem líkur stöfum í sumar.
Fréttir

Dagur Emilsson ráðinn í stöðu verkefnastjóra framkvæmda og eigna

Dagur Emilsson hefur verið ráðinn í starf verkefnastjóra framkvæmda og eigna hjá Sveitarfélaginu Stykkishólmi sem auglýst var 28. mars síðastliðinn.
08.05.2025
Stjórnun stuðningsþjónustu færist til Félags- og skólaþjónustu í tengslum við Gott að eldast
Fréttir Þjónusta

Stjórnun stuðningsþjónustu færist til Félags- og skólaþjónustu í tengslum við Gott að eldast

Bæjarstjórn samþykkti á 5. fundi sínum þann 28. apríl sl. að færa ábyrgð og stjórnun á stuðningsþjónustu í sveitarfélaginu skv. lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga (heimaþjónustu o.fl.) til Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, en stýring þjónustunnar hefur undanfarin ár farið fram á Höfðaborg. Yfirfærslan mun taka gildi frá og með 1. júní nk. Þessi ákvörðun byggir á samþykktum breytingum á skipulagi á þjónustu við eldra fólk í tengslum við þátttöku sveitarfélagsins í verkefninu Gott að eldast. Ekki er gert ráð fyrir breytingum á daglegum rekstri eða þjónustu á Höfðaborg, enda áhersla á að tryggja megi áfram sambærilegt þjónustustig við eldra fólk á Höfðaborg eins og það var fyrir breytingarnar.
07.05.2025
36. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms
Fréttir Stjórnsýsla

36. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms

36. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms fer fram fimmtudaginn 8. maí 2025 kl. 17:00 í bæjarstjórnarsal. Smelltu á hnappinn hér að neðan til að kynna þér dagská fundar.
06.05.2025
Jón Ingi landar þeim gula
Fréttir

Strandveiðar hófust í dag

Strandveiðar hófust í dag, 5. maí, en 30 bátar með heimahöfn í Stykkishólmi hafa fengið standveiðileyfi. Alls hefur Fiskistofa gefið út 779 leyfi til strandveiða á landinu fyrir þetta sumar. Báturinn Jón afi var fyrstur til að landa í Stykkishólmi á tólfta tímanum nú í morgun og vigtaði aflinn 934 kg.
05.05.2025
Getum við bætt efni síðunnar?