Fréttir & tilkynningar

Fréttir
Afkoma sveitarfélagsins umfram væntingar samkvæmt ársreikningi 2022
Á bæjarstjórnarfundi þann 4. maí 2023 var ársreikningur Sveitarfélagsins Stykkishólms fyrir árið 2022 tekinn til fyrri umræðu. Síðari umræða fór fram á fundi bæjarstjórnar 11. maí sl.
26.05.2023

Fréttir
Lengdur útboðsfrestur - Gatnagerð í Stykkishólmi - Víkurhverfi
Sveitafélagið Stykkishólmur, Veitur ohf., Rarik ohf. og Míla ehf. óska eftir tilboðum í verkið: Gatnagerð í Stykkishólmi – 1. áfangi – Víkurhverfi, Gatnagerð og lagnir. Verkið felur í sér jarðvinnu gatna–og gangstétta fyrir nýtt hverfi ásamt mótun og frágang regnvatnslautar. Verktaki skal einnig annast alla vinnu við lagnir veitufyrirtækja á svæðinu.
26.05.2023

Fréttir
Afleiðingar verkfalls á leikskólastarf
Vegna fyrirhugaðs verkfalls Kjalar dagana 30. maí - 1. júní í næstu viku, þ.e. þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag, skerðist starfsemi leikskólans í Stykkishólmi umtalsvert. Alls fara 19 starfsmenn leikskólans í verkfall.
26.05.2023

Fréttir
Opinn fundur vegna verkefnis um móttöku skemmtiferðaskipa
Undanfarnar vikur hefur áfangastaða- og Markaðssviðs SSV unnið með sveitarfélögum á Snæfellsnesi að gerð móttökuleiðbeininga fyrir skemmtiferðaskip og farþega þeirra. Nú er komið að því að kynna niðurstöður úr verkefninu og verður það gert á opnum fundi í Amtsbókasafninu í Stykkishólmi kl. 16:30 þriðjudaginn 30. maí.
26.05.2023
Láttu hólminn heilla þig
Stykkishólmur er staðsettur á Snæfellsnesi og er tilvalinn stökkpallur og bækistöð fyrir þig og fjölskylduna á ferðalagi.
Njóttu þess að dvelja í Stykkishólmi og fara jafnvel í ævintýralegar dagsferðir um Vesturlandið.

Hvað er í Stykkishólmi

Sundlaugin
Glæsileg sundlaugaraðstaða var tekin í notkun árið 1999. Innilaug, 25 metra útilaug með vatnsrennibraut ásamt vaðlaug og heitum pottum.

Súgandisey
Súgandisey er órjúfanlegur partur af ásýnd hafnarsvæðisins og er án efa eitt af þekktustu kennileitum Stykkishólms.

Stykkishólmskirkja
Kirkjan er eitt af kennileitum Stykkishólms og önnur tveggja kirkja í Stykkishólmi í eigu Stykkishólmssafnaðar.

Leikvellir
Í Stykkishólmi er alltaf stutt í næsta leikvöll. Þeir stærstu eru leikvellirnir við grunnskólann og leikskólann, þar að auki eru vel búnir leikvellir við Skúlagötu og Lágholt sem henta öllum aldurshópum. Á Garðaflöt er nýjasti völlurinn í leikflóru Stykkishólms sem hentar vel fyrir yngstu börnin.

Gömlu húsin
Oft er vísað til miðbæjar Stykkishólms sem safns gamalla húsa en húsin í bænum gefa Stykkishólmi sérstakt yfirbragð þar sem tekist hefur að varðveita gömlu bæjarmyndina.

Amtsbókasafn og Ljósmyndasafn Stykkishólms
Á bókasafninu má m.a. nálgast bækur og tímarit til útláns eða til aflestrar á safninu, fá kaffisopa og aðgang að þráðlausu neti.

Norska húsið
Byggðasafn Snæfellinga, sem nefnist Norska húsið, er staðsett í Stykkishólmi og þangað er bæði skemmtilegt og fróðlegt að koma.

Vatnasafn
Vatnasafnið - Library of Water er rekið í samstarfi við breska listafyrirtækið Artangel og er innsetningarverk bandarísku listakonunnar Roni Horn.

Klifurveggur
Íþróttamiðstöðin í Stykkishólmi skartar 8 metra háum klifurvegg sem er frábær afþreying. Á veggnum eru margar miserfiðar klifurleiðir og hentar hann því bæði byrjendum og lengra komnum en klifurleiðirnar eru skilgreindar eftir litum á gripunum. Áhugasömum klifrurum er bent á að hægt er að kaupa aðgang að íþróttasalnum og spreyta sig á veggnum.

Stykkishólmshöfn
Stykkishólmshöfn veitir þjónustu við allar stærðir báta og skipa upp að 130 m. lengd.
Hafnarstjóri: Jakob Björgvin Jakobsson
Hafnarvörður, lóðs-, og vigtarmaður: Kjartan Karvelsson, hs. 438-1657
Verndarfulltrúi: Kjartan Karvelsson hs. 438-1657
Til vara Símon Már Sturluson, hs. 438-1474.