Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Silfurgatan í Stykkishólmi
Fréttir

Umferðaröryggi bætt á Silfurgötu

Sveitarfélagið hefur undanfarið, í samvinnu við VSÓ, kannað leiðir til að bæta umferðaöryggi á Silfurgötu með hraðatakmarkandi aðgerðum. Starfsmenn sveitarfélagsins munu setja upp umferðaröryggisbúnað í götunni (umferðareyjar/þrengingar) nk. föstudag, 1. ágúst. Með því er leitast eftir að auka öryggi bæði gangandi og akandi vegfarenda eins og best verður á kosið.
30.07.2025
Mynd úr safni. Jón Beck, fyrrum verkstjóri Þjónustumiðstöðvar, styður sig við skóflu.
Fréttir

Rotþrær tæmdar

Þriðjudaginn 5. ágúst nk. mun fyrirtækið Hreinsitækni ehf. hefjast handa við hreinsun rotþróa í sveitarfélaginu Stykkishólmi. Verkið verður unnið eins og veður og aðstæður leyfa. Húseigendur/lóðarhafar sem málið varðar eru hvattir til að hafa gott aðgengi að rotþróm til að tryggja að hreinsunin gangi greiðlega fyrir sig (ólæst hlið, grisja trjágreinar og reita gróður frá stútnum ef þarf og merkja stút með fána eða stiku ef hann sést illa).
30.07.2025
Stykkishólmshöfn
Fréttir

Gjaldtaka á bílastæðum við höfnina í Stykkishólmi

Sveitarfélagið Stykkishólmur hefur ákveðið að innleiða gjaldtöku fyrir bílastæði á tilteknum merktum svæðum við höfnina frá og með 30. júlí nk. Tilgangur gjaldtökunnar er að bæta nýtingu bílastæða, stýra umferð og tryggja tekjur til að viðhalda og bæta aðstöðu á svæðinu.
26.07.2025
Framkvæmdir við Aðalgötu
Fréttir

Framkvæmdir við Aðalgötu

Eins og vegfarendur hafa eflaust tekið eftir standa nú yfir framkvæmdir við Aðalgötuna í Stykkishólmi. Verið er að endurnýja gamla lögn undir Aðalgötu en framkvæmdin er liður í undirbúningi fyrir umfangsmiklar framkvæmdir Vegagerðarinnar við endurbætur á Aðalgötunni í Stykkishólmi síðar í sumar.
25.07.2025
Þessi glæsilegi klefi er kominn á sinn stað
Fréttir

Sauna- og infrarauður klefi kominn á bakkann

Nú hefur nýjum sauna- og infrarauðum klefa verið komið fyrir á sundlaugarbakkanum. Klefinn verður tekinn í notkun mánudaginn næstkomandi, þann 28. júlí. Gestir sundlaugarinnar geta því heldur betur látið vel um sig fara í nýrri og endurbættri aðstöðu við sundlaugina.
25.07.2025
Breyting á Aðalskipulagi Helgafellssveitar  og nýtt deiliskipulag fyrir Hóla 5a
Fréttir Skipulagsmál

Breyting á Aðalskipulagi Helgafellssveitar og nýtt deiliskipulag fyrir Hóla 5a

Þann 28. apríl síðastliðinn, samþykkti bæjarstjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Hóla 5a samanber 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
16.07.2025
Malbikun Akureyrar verður á Snæfellsnesi í sumar
Fréttir

Malbikun Akureyrar verður á Snæfellsnesi í sumar

Malbikun Akureyrar verður á Snæfellsnesi og nágrenni í sumar. Áætlaður verktími er 14. - 31. júlí 2025. Tilboðsfyrirspurnir: 854 2211
14.07.2025
Nýir heitir pottar í sundlaug Stykkishólms.
Fréttir

Pottasvæðið opnað að nýju í Sundlaug Stykkishólms

Undanfarið hafa staðið yfir umfangsmiklar framkvæmdir á sundlaugarsvæðinu í Stykkishólmi, sem margir íbúar og gestir hafa eflaust tekið eftir. Stærstur hluti vinnunnar fór fram neðanjarðar, þar sem meðal annars var lagt nýtt snjóbræðslukerfi undir hellulögnina og unnið að endurbótum á lagnakerfum. Aðgengi að sundlaugarsvæðinu hefur verið opnað í áföngum eftir því sem verkinu hefur miðað áfram, en útisvæðið opnaði að nýju 5. júní síðastliðinn. Nú er framkvæmdum við nýju pottana lokið og pottasvæðið opið á ný. Þar má nú finna tvo nýja potta – annars vegar hefðbundinn klórpott og hins vegar pott með hinu einstaka heilsuvatni sem við í Stykkishólmi státum af, en sá pottur er heitari.
05.07.2025
Valdimar spilaði í gömlu verbúðinni á Reitarvegi í fyrra.
Fréttir Lífið í bænum

Tónlistarhátíðin Heima í Hólmi 2025

Dagana 11 - 12. júlí verður tónlistarhátíðin Heima í Hólmi haldin í annað sinn. Hátíðin er hugarfóstur Hjördísar Pálsdóttur sem sér um undirbúning og skipulag. Á hátíðinni fara fram tónleikar í heimahúsum, heimagörðum eða á óvenjulegum stöðum vísvegar um bæinn. Fjöldi vandaðra listamanna koma fram á hátíðinni og ætti enginn tónlistarunnandi að láta þennan stórskemmtilega viðburð framhjá sér fara. Meðal þeirra sem fram koma á hátíðinni í ár eru Svavar Knútur, Soffía, Snorri Helgason, Katla Njálsdóttir, Hólmararnir Birta og Friðrik Sigþórsbörn, Svenni Davíðs, hljómsveitin Skelbót og hinn eini sanni Herbert Guðmundsson. 
27.06.2025
Víkurhverfi
Fréttir Stjórnsýsla

Leitað eftir áhugasömum til samtals um uppbyggingu á lóð R1 í Víkurhverfi

Á 34. fundi bæjarráðs var lagt til að lóðin R1 í Víkurhverfi verði auglýst laus til umsóknar með það að markmiði að umsækjandi sæki til sveitarfélagsins um heimild til uppbyggingar á lóðinni á grunni gr. 4.2. í lóðarreglum sveitarfélagsins með þeirri forsendu að miðað verði við 600 fm2 byggingarmagn, bílastæði snúi að Borgarbraut og íbúðir verði allt að fjórar með bílskúrsheimild. Forgangsröðun úthlutunnar til áhugasamra aðila skuli byggja á gr. 4.2.2. í lóðarreglum sveitarfélagsins.
27.06.2025
Getum við bætt efni síðunnar?