Fréttir
Pottasvæðið opnað að nýju í Sundlaug Stykkishólms
Undanfarið hafa staðið yfir umfangsmiklar framkvæmdir á sundlaugarsvæðinu í Stykkishólmi, sem margir íbúar og gestir hafa eflaust tekið eftir. Stærstur hluti vinnunnar fór fram neðanjarðar, þar sem meðal annars var lagt nýtt snjóbræðslukerfi undir hellulögnina og unnið að endurbótum á lagnakerfum. Aðgengi að sundlaugarsvæðinu hefur verið opnað í áföngum eftir því sem verkinu hefur miðað áfram, en útisvæðið opnaði að nýju 5. júní síðastliðinn. Nú er framkvæmdum við nýju pottana lokið og pottasvæðið opið á ný. Þar má nú finna tvo nýja potta – annars vegar hefðbundinn klórpott og hins vegar pott með hinu einstaka heilsuvatni sem við í Stykkishólmi státum af, en sá pottur er heitari.
05.07.2025