Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Valdimar spilaði í gömlu verbúðinni á Reitarvegi í fyrra.
Fréttir Lífið í bænum

Tónlistarhátíðin Heima í Hólmi 2025

Dagana 11 - 12. júlí verður tónlistarhátíðin Heima í Hólmi haldin í annað sinn. Hátíðin er hugarfóstur Hjördísar Pálsdóttur sem sér um undirbúning og skipulag. Á hátíðinni fara fram tónleikar í heimahúsum, heimagörðum eða á óvenjulegum stöðum vísvegar um bæinn. Fjöldi vandaðra listamanna koma fram á hátíðinni og ætti enginn tónlistarunnandi að láta þennan stórskemmtilega viðburð framhjá sér fara. Meðal þeirra sem fram koma á hátíðinni í ár eru Svavar Knútur, Soffía, Snorri Helgason, Katla Njálsdóttir, Hólmararnir Birta og Friðrik Sigþórsbörn, Svenni Davíðs, hljómsveitin Skelbót og hinn eini sanni Herbert Guðmundsson. 
27.06.2025
Víkurhverfi
Fréttir Stjórnsýsla

Leitað eftir áhugasömum til samtals um uppbyggingu á lóð R1 í Víkurhverfi

Á 34. fundi bæjarráðs var lagt til að lóðin R1 í Víkurhverfi verði auglýst laus til umsóknar með það að markmiði að umsækjandi sæki til sveitarfélagsins um heimild til uppbyggingar á lóðinni á grunni gr. 4.2. í lóðarreglum sveitarfélagsins með þeirri forsendu að miðað verði við 600 fm2 byggingarmagn, bílastæði snúi að Borgarbraut og íbúðir verði allt að fjórar með bílskúrsheimild. Forgangsröðun úthlutunnar til áhugasamra aðila skuli byggja á gr. 4.2.2. í lóðarreglum sveitarfélagsins.
27.06.2025
Stykkishólmshöfn
Fréttir

Gjaldtaka á hafnarsvæðinu í Stykkishólmi

Gjaldtaka fyrir bílastæði á höfninni í Stykkishólmi hefur verið til umræðu í stjórnsýslu sveitarfélagsins um nokkurt skeið en bæjarstjórn samþykkti samþykkt um bílastæðasjóð Stykkishólms og gjaldskrá bílastæðasjóðs á fundi sínum í júní 2024. Nú hefur verið samið við Parka lausnir ehf. um að sjá um gjaldheimtu fyrir bílastæði á hafnarsvæðinu sem hefst nú í sumar.
27.06.2025
Helstu fréttir komnar út
Fréttir

Helstu fréttir komnar út

Helstu fréttir eru komnar út. Tilgangur blaðsins er að bæta aðgengi íbúa að tilkynningum og fréttum frá sveitarfélaginu. Í því samhengi er sérstaklega horft til eldra fólks sem notast ekki við tölvur og liggur blaðið því frammi á Höfðaborg og Systraskjóli.
27.06.2025
Fræðslu- og forvarnarátak um öryggi barna í sundi
Fréttir

Fræðslu- og forvarnarátak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um öryggi barna í sundi. Átakið er unnið í samstarfi við Reykjavíkurborg og Samtök forstöðumanna sundstaða á Íslandi (SFSÍ) og er því beint að öllu landinu.
26.06.2025
38. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms
Fréttir Stjórnsýsla

38. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms

38. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms fer fram fimmtudaginn 26. júní 2025 kl. 17:00 í bæjarstjórnarsal. Smelltu á hnappinn hér að neðan til að kynna þér dagská fundar.
24.06.2025
Skotthúfan haldin 28. júní
Lífið í bænum

Skotthúfan haldin 28. júní

Skotthúfan verður haldin í Stykkishólmi laugardaginn 28. júní. Í ár er því fagnað að þjóðbúningadagur hefur verið haldinn í Stykkishólmi í 20 ár og verður dagskráin vegleg af því tilefni. Norska húsið verður opið frá kl. 11:00 til 17:00 en yfir daginn verður meðal annars ýmislegt að sjá við Tang og Riis og í gamla frystihúsinu við Aðalgötu 1. Auk þess munu félagar úr þjóðdansafélagi Reykjavíkur kenna áhugasömum íslenska þjóðdansa fyrir utan Norska húsið kl. 16:15.
24.06.2025
Mynd úr safni
Fréttir

Dorgveiðin vinsæl

Undanfarin kvöld hefur nokkuð borið á því að ungmenni í Stykkishólmi stundi dorgveiði á bryggjunni. Sveitarfélagið vill biðla til foreldra og forráðamanna að brýna fyrir börnum sínum að fara ekki um borð í báta þegar þau eru að veiða á höfninni og kasta frekar út frá bryggjukantinum.
20.06.2025
Mynd úr safni
Fréttir Lífið í bænum

Góð þátttaka í sumarnámskeiðum

Foreldrar og forráðamenn eru minntir á að ganga frá skráningu fyrir leikjanámskeið næstu viku fyrir hádegi föstudags, 20. júní. Skráning í leikjanámskeið fyrir 1.-3. bekk (árg. 2016 - 2018) er í netfangið klaudia@stykk.is. Þá er einnig minnt á að námskeiðum fyrir 4.- 6. bekk er lokið.
19.06.2025
Ívar Sindir Karvelsson, annar upphafsmaður SCW
Fréttir Lífið í bænum

Stykkishólmur cocktail week stendur nú yfir

Undanfarin ár hefur kokteilahátíðin Stykkishólmur cocktail weekend verið haldin hátíðleg í kringum páskana. Þetta árið er hinsvegar breyting þar á og verður hátíðin að vikulöngum viðburði sem stendur nú yfir, dagana 16.-21. júní.
18.06.2025
Getum við bætt efni síðunnar?