Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Nýjir stígar við Grensás teknir út.
Fréttir

Nýir göngustígar við Grensás

Mikill kraftur hefur verið í Skógræktarfélagi Stykkishólms undanfarið en nú í sumar hefur göngustígakerfi í Nýræktinni vaxið mikið. Sveitarfélagið hefur síðastliðin ár unnið með félaginu að uppbyggingu á skógræktarsvæðinu við Grensás með það að markmiði að auka útivistarmöguleika í og við Stykkishólm. Í sumar tók til hendinni sjálfboðaliðahópur frá Skógræktarfélagi Íslands auk þess sem samfélagsflokkurinn lét til sín taka á svæðinu. Samfélagsflokkurinn samanstóð af nokkrum kraftmiklum og hraustum ungmennum úr eldri bekkjum grunnskólans og flokkstjóra þeirra, Páli Margeiri Sveinssyni. Að sögn drengjanna var vinnan við göngustígagerðina erfið en gefandi. Þá höfðu þeir orð á því að í skóginum væri alltaf skjól og gott veður og útiveran afar skemmtileg.
11.09.2024
Sú gula er tíður gestur í Stykkishólmi
Fréttir

Gulur dagur 10. september

Átakið gulur september stendur nú yfir en um er að ræða samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Á síðastliðnu ári var í fyrsta skipti heill mánuður tileinkaður þessu brýna málefni á Íslandi. Markmiðið er að auka meðvitund fólks um mikilvægi geðræktar og sjálfsvígsforvarna.
09.09.2024
Laus staða leikskólakennara
Fréttir Laus störf

Laus staða leikskólakennara

Leikskólinn í Stykkishólmi auglýsir lausa 100% stöðu leikskólakennara. Gerð er krafa um góða tölvu-og íslensku kunnáttu, færni í samskiptum er nauðsynleg og metnaður fyrir leikskólakennslu. Vakin er athygli á því að ef ekki fást leikskólakennarar til starfa, munu aðrar umsóknir koma til greina. Reynsla og menntun af uppeldis-og kennslustörfum með ungum börnum er æskileg og viðkomandi þarf að geta unnið undir miklu álagi.
03.09.2024
Heilsuefling 60+ hefst á ný
Fréttir

Heilsuefling 60+ hefst á ný

Í dag, mánudaginn 2. september, hefst heilsuefling 60+ aftur eftir sumarfrí. Vakin er sérstök athygli á breyttum tímasetningum í tækjasal. Dagskrá vetrarins er eftirfarandi:
02.09.2024
Sundlaug Stykkishólms
Fréttir

Vetraropnun tekur gildi í sundlauginni

Vetraropnunartími í Sundlaug Stykkishólms tekur gildi frá 1. september og gildir til 31. maí. Nýverið lauk viðhaldsframkvæmdum á vaðlauginni en einnig var skipt um yfirboðsefni á lauginni sjálfri í sumar. Þar að auki var sá hluti laugarinnar sem vatnsrennibrautin leiðir út í stúkkaður af og hitinn keyrður upp svo hægt sé að ná góðum hita áður en farið er í rennibrautina. Hólmarar og gestir eru hvattir til að nýta þá góðu aðstöðu sem við búum við og iðka sund sem er bæði gott fyrir líkama og sál.
30.08.2024
Mynd af vefsjá Stykkishólms
Fréttir

H-Lóð í Víkurhverfi laus til úthlutunar

Sveitarfélagið Stykkishólmur auglýsir nýja lóð til úthlutunar H-lóð skv. deiliskipulagi við Bauluvík í Víkurhverfi í Stykkishólmi í samræmi við reglur Stykkishólms um úthlutun á lóða fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði og bætist þar með á úthlutunarlista yfir lausar lóðir í Stykkishólmi. Á lóðinni er heimilt að byggja 3-5 íbúða fjölbýlishús, allt að 375 fm. Umsóknarfrestur er til og með 13. september 2024. Gatnagerð á svæðinu er á lokastigi.
30.08.2024
Mynd frá svæðinu.
Fréttir

Tiltekt á hafnarsvæði Skipavíkur - Eigendur báta og lausafjármuna athugið

Hafnarstjórn Stykkishólms hefur undanfarin ár lagt áherslu á að fara þurfi í átak til að fegra og snyrta hafnarsvæðið við Skipavíkurhöfn, sér í lagi hvað varðar óhreyfða báta og vagna sem liggja jafnvel undir skemmdum. Umhverfis- og náttúruverndarnefnd Stykkishólms fjallaði jafnframt um málið á sömu nótum og benti á heimildir heilbrigðisnefndar Vesturlands til að hlutast til um að lausafjármunir séu fjarlægðir. Á þeim grunni samþykkti hafnarstjórn að leita eftir formlegu samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Vesturlands um hreinsun á hafnarsvæði Skipavíkur.
29.08.2024
Fjölbrautarskóli Snæfellinga
Fréttir

20 ára afmæli Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Fjölbrautaskóli Snæfellinga fagnar 20 ára afmæli og verður opið hús í skólanum föstudaginn 30. ágúst frá kl. 9:00 - 12:00. Öll velkomin. Það verður ýmislegt skemmtilegt í gangi í tilefni af afmæli skólans. Það verður meðal annars:
28.08.2024
Vaðlaugin opnaði í dag.
Fréttir

Viðgerð á vaðlaug lokið

Í sumar var ráðist í viðhaldsframkvæmdir á Sundlaug Stykkishólms. Eftir að framkvæmdir hófust var ákveðið að skipta um yfirborðsefni í vaðlauginni líka í ljósi þess að flísar á henni voru orðnar lélegar. Eftir að flísar voru fjarlægðar komu í ljós skemmdir á steypu og var undirbúningsvinna því tímafrekari en áætlað var. Verkefnið dróst svo á langinn vegna verkefnastöðu hjá verktaka. Þá þurfti einnig að byggja yfir laugina til að forða henni frá bleytu á meðan framkvæmdum stóð. Verkinu er nú lokið og búið að opna vaðlaugina á ný.
27.08.2024
27. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms
Fréttir Stjórnsýsla

27. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms

27. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms fer fram fimmtudaginn 29. ágúst kl. 17:00 í bæjarstjórnarsal. Smelltu á hnappinn hér að neðan til að kynna þér dagská fundar.
27.08.2024
Getum við bætt efni síðunnar?