Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Gamlar filmur sýndar í Stykkishólmi
Fréttir Lífið í bænum

Gamlar filmur sýndar í Stykkishólmi

Kvikmyndasafn Íslands kemur í heimsókn föstudaginn 19. september og verður með sýningu á myndefni frá Stykkishólmi í samstarfi við Amtsbókasafnið. Í myndefninu kennir ýmissa grasa, meðal annars sjást forsetaheimsóknir, ferming, sjómannadagur og fiskvinnsla í bænum um og eftir miðja síðustu öld. Sýnt verður í Setrinu á Höfðaborg kl. 15:00 og á Amtsbókasafninu kl. 17:00. Sýningin stendur í um 30 mínútur. Myndefnið er yfirleitt ekki með hljóði en mun Gunnar Kristófersson, frá Kvikmyndasafni Íslands, segja stuttlega frá efninu. Einnig verður gaman að sjá hvort viðstaddir þekki staðhætti og fólk á myndefninu.
16.09.2025
Ráðhúsið lokar kl. 12 á föstudag
Fréttir

Ráðhúsið lokar kl. 12 á föstudag

Ráðhúsið í Stykkishólmi lokar kl. 12:00 föstudaginn 12. september vegna jarðarfarar.
11.09.2025
Ný dagskrá fyrir félagsstarf eldra fólks
Fréttir

Ný dagskrá fyrir félagsstarf eldra fólks

Félagsstarf eldra fólks í Stykkishólmi er komið aftur af stað eftir sumarið. Ný dagskrá fyrir starfið er komin út en þar ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Dagskránna má sjá hér að neðan. Hægt er að smella á myndina til að sækka hana.
10.09.2025
Framkvæmdir við Aðalgötu
Fréttir

Framkvæmdir við Aðalgötu

Umfangsmiklar framkvæmdir standa nú yfir við Aðalgötuna í Stykkishólmi en verið er að bæta undirlag götunnar áður en nýtt malbik verður lagt á hana. Á meðan framkvæmdum stendur er bílaumferð beint um Tjarnarás og Búðanesveg framhjá leikskólanum.
10.09.2025
Staða vaktstjóra í Íþróttamiðstöð Stykkishólms laus til umsóknar
Fréttir Laus störf

Staða vaktstjóra í Íþróttamiðstöð Stykkishólms laus til umsóknar

Sveitarfélagið Stykkishólmur óskar eftir að ráða vaktstjóra (karl) í Íþróttamiðstöð Stykkishólms. Um er að ræða framtíðarstarf og æskilegt að umsækjandi geti hafið störf 29. desember. Vaktstjóri er yfirmaður á vaktinni og hefur umsjón með daglegum störfum starfsfólks og stýrir verkskiptingu. Vaktstjóri er leiðbeinandi og veitir starfsfólki leiðsögn og/eða tilsögn um framkvæmd vinnunnar. Vaktstjóri stuðlar að góðum samskiptum og upplýsingaflæði á vinnustaðnum og á í samskiptum við Íþrótta- og tómstundafulltrúa.
10.09.2025
Leikskólinn lokar kl. 12:00 á föstudag
Fréttir

Leikskólinn lokar kl. 12:00 á föstudag

Á vef Leikskólans í Stykkishólmi kemur fram að leikskólinn loki kl. 12:00 föstudaginn 12. september vegna jarðarfarar. Þann dag verður Inga (Árný Ingibjörg Ólafsdóttir) jarðsungin frá Stykkishólmskirkju kl. 13:00, en hún starfaði í leikskólanum í Stykkishólmi til fjölda ára.
09.09.2025
Mynd frá umhverfisgöngunni árið 2019
Fréttir

Umhverfisganga bæjarstjóra

Umhverfisganga verður í Stykkishólmi dagana 15. til 18. september. Ástæða þess að gangan er í seinna falli þetta árið er að ákveðið var að bíða eftir að nýjir starfsmenn væru komnir til starfa og búnir að kynnast starfseminni áður en farið væri í umhverfisgönguna. Í göngunni mun bæjarstjóri ásamt öðrum fulltrúum sveitarfélagsins, ganga með íbúum um hverfi Stykkishólms og huga að nánasta umhverfi. Tilgangur með umhverfisgöngunni er að efna til samtals um nánasta umhverfi, hvað megi betur fara í frágangi og umhirðu bæjarins, auk þess að miðla upplýsingum um fyrirhugaðar framkvæmdir.
08.09.2025
Klippt á bremsuvíra reiðhjóla: Lögreglu gert viðvart
Fréttir

Klippt á bremsuvíra reiðhjóla: Lögreglu gert viðvart

Undanfarna daga hafa foreldrar og forráðamenn í Stykkishólmi orðið þess varir að óprúttnir aðilar hafi klippt á bremsuvíra á reiðhjólum barna. Eins og gefur að skilja er hér um að ræða stórhættulegt atferli sem þarf að stemma stigum við hið snarasta. Foreldrar og forráðamenn eru því hvattir til að ræða alvarleika málsins heima fyrir, skoða reiðhjól barna sinna og brýna fyrir börnunum að vera á varðbergi hvað þetta varðar.
05.09.2025
Helstu fréttir komnar út
Fréttir

Helstu fréttir komnar út

Helstu fréttir eru komnar út. Tilgangur blaðsins er að bæta aðgengi íbúa að tilkynningum og fréttum frá sveitarfélaginu. Í því samhengi er sérstaklega horft til eldra fólks sem notast ekki við tölvur og liggur blaðið því frammi á Höfðaborg og Systraskjóli.
03.09.2025
Hjáleið vegna framkvæmda
Fréttir

Hjáleið vegna framkvæmda

Fimmtudaginn 4. september hefjast undirbúningur fyrir malbikun á  Stykkishólmishólmsvegi/Aðalgötu. Um er að ræða samstarfsverkefni Vegagerðarinnar og sveitarfélagsins en skipt verður um burðarlag á veginum og verður umferð því beint um hjáleið á meðan framkvæmdum stendur. Hjáleiðin liggur um Búðanesveg og Tjarnarás og verður vel merkt með þar til gerðum skiltum. Hér að neðan má sjá mynd af hjáleiðinni. Gula línan merkir hjáleið en rauða framkvæmdasvæði.
03.09.2025
Getum við bætt efni síðunnar?