Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Verkalýðsdagurinn í Stykkishólmi
Fréttir

Verkalýðsdagurinn í Stykkishólmi

Verkalýðsdagurinn verður haldinn hátíðlegur 1. maí um land allt eins og vant er. i Verkalýðsfélag Snæfellinga, Kjölur og Sameyki standa fyrir hátíðahöldum á Snæfellsnesi. Dagskráin hefst í Stykkishólmi verður haldin á Fosshótel Stykkishólmi og hefst kl. 13:30. Kynnir: Þóra Sonja Helgadóttir, verkefnastjóri Kjalar í Stykkishólmi. Ræðumaður: Saga Kjartansdóttir, verkefnastjóri vinnustaðaeftirlits hjá ASÍ
30.04.2024
Óveruleg breyting á deiliskipulagi við Nónvík – Hjallatangi 48
Fréttir Skipulagsmál

Óveruleg breyting á deiliskipulagi við Nónvík – Hjallatangi 48

Á 23. fundi bæjarstjórnar samþykkti bæjarstjórn að grenndarkynna tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi við Nónvík vegna breytinga á lóðinni við Hjallatanga 48 fyrir lóðarhöfum Hjallatanga 44 og 46, skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/201, sbr. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bæjarstjórn Stykkishólms fól bæjarstjóra á 23. fundi sínum, í samræmi við afgreiðslu skipulagsnefndar og bæjarráðs, að afgreiða tillögu um óverulega breytingu á deiliskipulagi til Skipulagsstofnunar hafi engar athugasemdir borist við grenndarkynningu eða ef þeir sem hagsmuna eiga að gæta hafa lýst skriflega yfir með áritun sinni á kynningargögn að þeir geri ekki athugasemdir við skipulagstillöguna. Tillagan var grenndarkynnt 18. mars til 16. apríl 2024. Engar athugasemdir bárust og telst því tillagan staðfest af hálfu bæjarstjórnar.
29.04.2024
Rekstur sveitarfélagsins styrkist milli ára samkvæmt ársreikningi 2023
Fréttir

Rekstur sveitarfélagsins styrkist milli ára samkvæmt ársreikningi 2023

Rekstur Sveitarfélagsins Stykkishólms styrkist milli ára samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2023 sem tekin var til fyrri umræðu á bæjarstjórnarfundi þann 24. apríl sl., en um var að ræða fyrsta ársreikning sveitarfélagsins frá stofnun þess á árinu 2022 sem nær yfir heilt ár eftir sameiningu Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar. Endurspeglar ársreikningurinn að reksturinn sé að ná jafnvægi og er að styrkjast til muna frá fyrra ári. Rekstrarniðurstaða fyrir fyrir afskriftir og fjármagnsliði var jákvæð um 283 millj. kr. og rekstrarniðurstaða án fjármunatekna og fjármagnsgjalda var jákvæð um 179 millj. kr. Fjárfestingahreyfingar A og B hluta á árinu 2023 námu 293 millj. kr. Lántökur á árinu námu 160 millj. kr. og afborganir langtímalána voru 219 millj. kr. Skuldaviðmið A og B hluta Sveitarfélagsins Stykkishólmur í árslok 2023 var 104% og er langt undir lögbundnu hámarki sem er 150% samkvæmt sveitarstjórnarlögum. Veltufé frá rekstri nam á árinu 2023 307 millj. kr. samanborið við 244 millj. kr. árið áður og ljóst að reksturinn stendur vel undir afborgunum skulda og skuldbindinga líkt og endurspeglast í fyrirliggjandi ársreikningi. Handbært fé í árslok nam 98 millj. kr. og lækkaði um 37 millj. kr. á árinu.
26.04.2024
Stóri plokkdagurinn 2024
Fréttir Lífið í bænum

Stóri plokkdagurinn 2024

Sunnudaginn 28. apríl nk. verður Stóri plokkdagurinn haldinn hátíðlegur um land allt. Þá er fólk hvatt til að ganga um umhverfi sitt og tína upp plast, pappa og annað rusl sem fallið hefur til og liggur á víðavangi, á girðingum, í gróðri og í skurðum eftir veturinn. Það eru samtökin Plokk á Íslandi sem standa að Stóra plokkdeginum. Dagurinn er hugsaður sem upphaf plokktímabilsins og sem vitundarvakning og hvatning til okkar allra um að huga að umhverfi okkar og neyslu. Íbúar eru hvattir til að láta til sín taka í og plokka í tilefni dagsins.
26.04.2024
FSN
Fréttir

Hoppukastalar við FSN í dag

Nemendafélag Fjölbrautaskóla Snæfellinga stendur fyrir  hoppukastalafjöri í dag, miðvikudaginn 24. apríl kl. 16:00-17:30 á lóð skólans. Á staðnum verða tveir hoppukastalar og sjoppa, það kostar 500 kr. inn á svæðið.
24.04.2024
Sumarstörf í Stykkishólmi
Fréttir

Sumarstörf í Stykkishólmi

Vilt þú vinna úti í fallegu umhverfi og góðu veðri? Sveitarfélagið Stykkishólmur auglýsir eftir kraftmiklu fólki í skemmtileg störf sumarið 2024. Nánari upplýsingar um störfin veitir Jón Beck Agnarsson, bæjarverkstjóri í síma 892-1189.
23.04.2024
Fundurinn fer fram á Amtsbókasafninu
Fréttir

24. fundur bæjarstjórnar - Opinn kynningarfundur vegna ársreiknings

24. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms fer fram miðvikudaginn 24. apríl kl. 16:45 á Amtsbókasafninu í Stykkishómi. Síðasti dagskrárliður fundar er Ársreikningur sveitarfélagsins fyrir árið 2023. En sá liður er sérstaklega auglýstur sem kynning fyrir íbúa og hefst kl.17: 30. Að lokinni kynningu á ársreinkning verður bæjarstjórnarfundi slitið og upptöku fundar hætt. Að því loknu gefst íbúum kostur á því að spyrja eða leggja til athugasemdir vegna ársreikningsins.
22.04.2024
Rafmagnsleysi vegna vinnu við dreifikerfið
Fréttir

Rafmagnsleysi vegna vinnu við dreifikerfið

Rafmagnslaust verður hluta af Stykkishólmi í da, 08. apríl 2024 frá kl. 13:00 til kl. 14:00 vegna vinnu við dreifikerfið. Þetta kemur fram á vef Rarik, nánari upplýsingar veitir Stjórnstöð RARIK í síma 528 9000.
08.04.2024
Úthlutun leikskólaplássa fer fram í maí
Fréttir

Úthlutun leikskólaplássa fer fram í maí

Leikskólinn í Stykkishólmi minnir á að umsóknir um leikskólavistun að hausti 2024, þurfa samkvæmt skráningar og innritunarreglum að hafa borist fyrir 1. maí. Umsóknareyðublöð má nálgast í leikskólanum og á íbúagátt Stykkishólms. Úthlutun leikskólaplássa fer fram í maí næstkomandi.
03.04.2024
27. mars 2024
Fréttir

Helstu fréttir komnar út

Helstu fréttir eru komnar út. Blaðinu er ætlað að bæta upplýsingaflæði frá sveitarfélaginu og ná til þeirra sem ekki nota tölvur. Stór hluti markhópsins er eldra fólk en blaðið liggur frammi á Höfðaborg og Systraskjóli.
27.03.2024
Getum við bætt efni síðunnar?