Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
36. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms
Fréttir Stjórnsýsla

36. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms

36. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms fer fram fimmtudaginn 8. maí 2025 kl. 17:00 í bæjarstjórnarsal. Smelltu á hnappinn hér að neðan til að kynna þér dagská fundar.
06.05.2025
Jón Ingi landar þeim gula
Fréttir

Strandveiðar hófust í dag

Strandveiðar hófust í dag, 5. maí, en 30 bátar með heimahöfn í Stykkishólmi hafa fengið standveiðileyfi. Alls hefur Fiskistofa gefið út 779 leyfi til strandveiða á landinu fyrir þetta sumar. Báturinn Jón afi var fyrstur til að landa í Stykkishólmi á tólfta tímanum nú í morgun og vigtaði aflinn 934 kg.
05.05.2025
Sundlaug Stykkishólms
Fréttir Laus störf

Sumarafleysing í íþróttamiðstöð

Sveitarfélagið Stykkishólmur óskar eftir að ráða sundlaugarvörð, (karl) til sumarafleysinga í íþróttamiðstöð Stykkishólms. Um er að ræða tímabundna 100% sumarafleysingu. Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri.
02.05.2025
Framkvæmdir við Sundlaug Stykkishólms
Fréttir

Framkvæmdir við Sundlaug Stykkishólms

Vegna framkvæmda verður útisvæðið við Sundlaug Stykkishólms lokað dagana 5. - 7.maí næstkomandi, innilaugin verður opin. Eins og kunnugt er stendur til að endurnýja heitu pottana og þarf að loka umrædda daga vegna lagnavinnu. Frá og með 8. maí verður sundlaugin og vaðlaug opin en pottasvæði lokað vegna framkvæmda. Opnað verður fyrir pottana þegar búið er að fjarlægja þá gömlu og koma nýjum og stærri pottum fyrir. Gert er ráð fyrir að verkið verði klárað undir lok maímánaðar.
30.04.2025
Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga óskar eftir fólki
Fréttir Laus störf

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga óskar eftir fólki

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga leitar að fólki í stuðningsþjónustu fyrir fólk með fötlun. Óskað er eftir fólki sem er tilbúið til að gerast stuðningsfjölskylda. Hlutverkið felst í að annast og styðja barn með fötlun inn á heimili stuðningsfjölskyldu eina helgi í mánuði.
29.04.2025
Opnunartími á Amtsbókasafninu í Stykkishólmi
Fréttir

Opnunartími á Amtsbókasafninu í Stykkishólmi

Af óviðráðanlegum ástæðum verður opnunartími Amtsbókasafnins í Stykkishólmi skertur í þessari og næstu viku. Safnið verður lokað fimmtudaginn 1. maí, föstudaginn 2. maí og þriðjudaginn 6. maí. Engar sektir reiknast á þessum dögum.
28.04.2025
35. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms
Fréttir

35. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms

35. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms fer fram mánudaginn 28. apríl kl. 13:00 í bæjarstjórnarsal. Smelltu á hnappinn hér að neðan til að kynna þér dagská fundar.
26.04.2025
Stóri plokkdagurinn í Stykkishólmi
Fréttir

Stóri plokkdagurinn í Stykkishólmi

Stóri plokkdagurinn verður haldinn um land allt sunnudaginn 27. apríl og eru íbúar hvattir til að plokka og fegra nærumhverfi sitt í tilefni dagsins. Umhverfis- og náttúruverndarnefnd samþykkti á 5. fundi sínum að halda utan um og skipuleggja stóra plokkdaginn 2025 í sveitarfélaginu og tryggja þannig þátttöku sveitarfélagsins í þessu mikilvæga verkefni.
25.04.2025
Stykkishólmur
Fréttir

Sumardagurinn fyrsti í Stykkishólmi

Sumardagurinn fyrsti verður haldin hátíðlegur um land allt fimmtudaginn 24. apríl. Verðurspá fyrir Stykkishólm gerir ráð fyrir 11 stiga hita, sól og mildri austangolu. Foreldrafélag Grunnskólans í Stykkishólmi stendur fyrir fjölskylduskemmtun af tilefni dagsins. Fjörið hefst kl. 11:00 á íþróttavellinum þar sem byrjað verður á léttu hlaupi áður en farið verður í leiki. Þá mun formaður foreldrafélagsins grilla pylsur fyrir börnin og leika um leið sínar alkunnu listir á grillspaðann.
22.04.2025
Undirbúningur á lóð Grunnskólans
Fréttir

Grunnskólinn stækkar og meira til

Eins og kunnugt er festi sveitarfélagið nýverið kaup á færanlegum húseiningum. Húseiningarnar voru seldar á uppboði frá Reykjavíkurborg og stóðu áður við Dalskóla. Einingarnar eru um 480 fermetrar að stærð, en þar af er 178 fermetra einingahús úr timbri sem nýtt verður sem tvær kennslustofur, sérkennslurými og opið rými til kennslu. Þar að auki er salerni í húsinu. Búið er að undirbúa fyrir komu húsanna en flutningur hófst á mánudagskvöldið 14. apríl. Hluti húsanna er nú þegar kominn í Hólminn en beðið er betra veðurs til að flytja rest.
16.04.2025
Getum við bætt efni síðunnar?