Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Austurgata 6A
Fréttir

Lóðirnar Austurgata 6A og Aðalgata 5A lausar til úthlutunar

Lóðirnar Austurgata 6A og Aðalgata 5A eru hér með auglýstar til úthlutunar í samræmi við reglur sveitarfélagsins um úthlutun á lóðum fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði og bætast þar með á úthlutunarlista yfir lausar lóðir í Stykkishólmi. Umsóknarfrestur er til og með 3. apríl 2023.
24.03.2023
Sorphirða í dymbilviku
Fréttir

Sorphirða í dymbilviku

Samkvæmt sorphirðudagatali ætti að losa almennt og lífrænt sorp miðvikudaginn 5. apríl nk. Starfsmenn Gámafélagsins koma hins vegar snemma til byggða í apríl og ætla að byrja að losa íbúa við almennt og lífrænt sorp deginum áður, þriðjudaginn 4. apríl. Íbúum sem sníða venjur sínar eftir sorphiðudagatali Gámafélagsins er því bent á að snjallt væri að tæma lífrænu- og almennuílátin innanhús út í tunnu að kveldi mánudagsins eða snemma á þriðjudeginum.
23.03.2023
Sumarstörf í Stykkishólmi
Fréttir Laus störf

Sumarstörf í Stykkishólmi

Sveitarfélagið Stykkishólmur auglýsir eftir starfsfólki í Þjónustumiðstöð, flokkstjórum og aðstoðar- og stuðningsfólk við sumarnámskeið sumarið 2023. Flokkstjórar stjórna daglegu starfi vinnuflokka skólans og stuðla að reglusemi, ástundun og góðri umgengni starfsmanna. Flokkstjórar vinna með unglingunum og sýna þeim hvernig staðið skuli að verki og leiðbeina um notkun á áhöldum og tækjum.
23.03.2023
Æðarbliki kemur inn til lendingar í Landeyjarsundi
Fréttir

Ljósmyndasýningin Fuglar á Snæfellsnesi í Norska húsinu

Laugardaginn 25. mars kl. 17:00 opnar í Norska húsinu - Byggðasafni Snæfellinga og Hnappdæla ljósmyndasýningin - Fuglar á Snæfellsnesi eftir Daníel Bergmann. Daníel Bergmann náttúruljósmyndari hefur lengi fylgst með fuglalífinu á Snæfellsnesi og myndað fuglana sem má finna á nesinu, bæði þá algengu og sjaldséðu. Á sýningunni eru myndir af nokkrum þessara fuglategunda ásamt ýmiss konar upplýsandi fróðleik um tilveru þeirra á Snæfellsnesi. Það er vel við hæfi að gefa fuglunum gaum um þetta leyti árs því nú gengur brátt í garð varptími sumra staðfugla og farfuglarnir byrja að streyma til landsins í apríl.
21.03.2023
Alma Möller og Jakob Björgvin takast í hendur.
Fréttir

Sveitarfélagið Stykkishólmur er nú formlega heilsueflandi samfélag

Í gær, mánudaginn 20. mars, kom Alma Möller landlæknir í Stykkishólm og ritaði fyrir hönd Embættis landlæknis undir samning við sveitarfélagið um þátttöku þess í verkefninu Heilsueflandi samfélag. Góð mæting var í íþróttahúsið þegar undirskriftin fór fram. Bæjarstjóri flutti ávarp og landlæknir kynnti verkefnið. Í ávarpi bæjarstjóra kom fram að með undirritun samningsins væri í raun verið að formfesta eitthvað sem Stykkishólmur hefur verið um árabil, þ.e. heilsueflandi samfélag. Bæjarstjóri fór stuttlega yfir íþróttasögu sveitarfélagsins og uppbyggingu þeirra góðu innviða sem Hólmarar og Helgfellingar búa við.
21.03.2023
Hallgerður og rest
Fréttir

Hólmarar sigra söngkeppni Samvest annað árið í röð

Fimmtudaginn 16. mars sl. fór fram söngkeppni SamVest 2023 í Dalbúð, Búðardal. Tvö atriði kepptu fyrir hönd Félagsmiðstöðvarinnar X-ið. Melkorka Líf Jónsdóttir söng lagið All of me eftir John Legend og hljómsveitin Hallgerður og rest en þau fluttu Bond lagið Skyfall eftir Adele.
17.03.2023
Framkvæmdir við höfnina
Fréttir

Framkvæmdir á Hafnarsvæði í Stykkishólmi

Í liðinni viku stóðu yfir töluverðar framkvæmdir á hafnarsvæðinu í Stykkishólmi. Vegagerðin stendur fyrir framkvæmdunum sem snúa að því að bæta grjóti í hafnarbarðið og tryggja öryggi á svæðinu.
17.03.2023
Fundurinn verður haldinn í Grundarfirði.
Fréttir

Aðalfundur Krabbameinsfélags Snæfellsness

Aðalfundur Krabbameinsfélags Snæfellsness verður haldinn í Samkomuhúsi Grundarfjarðar sunnudaginn 19. mars 2023 kl. 20:00. Öll velkomin.
16.03.2023
Viðburðurinn verður í íþróttasalnum
Fréttir

Alma Möller undirritar samning um heilsueflandi samfélag

Mánudaginn 20. mars nk. kemur Alma Möller, landlæknir, í Stykkishólm og ritar undir samning við sveitarfélagið um þátttöku þess í verkefninu Heilsueflandi samfélag. Heilsueflandi samfélag er samfélag þar sem heilsa og vellíðan allra íbúa er höfð í fyrirrúmi í stefnumótun og aðgerðum á öllum sviðum. Meginmarkmið verkefnisins er að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan allra íbúa.
16.03.2023
Ráðhúsið í Stykkishólmi
Fréttir

Viðvera atvinnuráðgjafa og menningarfulltrúa SSV

Helga Guðjónsdóttir, atvinnuráðgjafi SSV, og Sigursteinn Sigurðsson, menningarráðgjafi SSV, verða í Ráðhúsi Stykkishólms þriðjudaginn 14. mars frá kl. 10:00 - 12:00.
10.03.2023
Getum við bætt efni síðunnar?