Fréttir
Guðni Sumarliðason ráðinn í stöðu verkstjóra í áhaldahúsi
Guðni Sumarliðason hefur verið ráðinn í starf verkstjóra í áhaldahúsi Stykkishólms sem auglýst var 7. mars sl. Guðni lauk sveinsprófi í bifvélavirkjun árið 2014 frá Borgarholtsskóla. Hann hefur starfað við alhliða bílaviðgerðir hjá Dekk og smur frá árinu 2018, en hann starfaði hjá Toyota á árunum 2016 til 2018. Guðni starfaði hjá Golfklúbbi Akureyrar frá 2015 til 2016 við almennt viðhald golfvalla, sá um umgangi og viðhald ýmissa tækja á golfvellinum. Guðni starfaði sem sumarstarfsmaður hjá Golfklúbbi Reykjavíkur á árunum 2008 til 2014 við almennt viðhald golfvalla, notkun og umgengi tækja.
11.04.2025