Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Þrettándinn 2026
Fréttir

Helstu fréttir komnar út

Helstu fréttir eru komnar út. Blaðinu er ætlað að bæta upplýsingaflæði frá sveitarfélaginu og ná m.a. betur til eldra fólks og þeirra sem ekki nota tölvur. Blaðið er gefið út mánaðarlega og liggur m.a. frammi á Höfðaborg og í Ráðhúsinu þar sem hægt er að nálgast eintak. Þá liggur blaðið einnig frammi á Systraskjóli.
14.01.2026
Danskir dagar 2024
Fréttir Lífið í bænum

Leitað eftir fólki í undirbúningsnefnd Danskra daga

Danskir dagar verða næst haldnir 14.-16. ágúst 2026, þetta kemur fram á facebook síðu Danskra daga en þar er óskað eftir hressu fólki í undirbúningsnefnd fyrir hátíðina. Áhugasamir geta sent línu á danskirdagar@stykkisholmur.is eða sett sig í samband við Ólöfu Ingu Stefánsdóttur, formann félags atvinnulífs í Stykkishólmi.
13.01.2026
Sorphirðudagatal 2026
Fréttir Þjónusta

Sorphirðudagatal 2026

Sorphirðudagatal fyrir árið 2026 er komið út og má nálgast það hér að neðan. Vakin er athygli á því að losunardagar geta breyst án fyrirvara, t.d. vegna veðurs. Komi sú staða upp verður upplýst um það á vef sveitarfélagsins og losað við fyrsta tækifæri.
06.01.2026
Þrettándabrenna 2025
Fréttir

Þrettándabrenna og friðarganga

Á þrettándanum, þriðjudaginn 6. janúar, kl. 17:30, verður gengin friðarganga frá Hólmgarði að brennu við Vatnsás fyrir innan tjaldsvæði. Í Stykkishólmi er hefð fyrir friðargöngu á Þorláksmessu en sökum veðurs var göngunni frestað til þrettándans. Rafkertasala á vegum 9. bekkjar verður við upphaf friðargöngu í fjáröflunarskyni, kertið er selt á 1.600 kr. Kveikt verður í þrettándabrennu í kjölfar göngu. Nemendur 7. bekkjar selja svo heitt súkkulaði við brennu, bollinn á 600 kr. Veitt verður viðurkenning fyrir best skreytta jólahúsið 2025 en nemendur 9. bekkjar sáu um valið. Fólk er hvatt til þess að rifja upp þrettándalögin vinsælu eða hafa söngtexta klára í símanum og taka undir.
02.01.2026
Friðargöngu frestað
Fréttir

Friðargöngu frestað

Í Stykkishólmi er hefð fyrir friðargöngu á Þorláksmessu en vegna slæmrar veðurspár hefur verið ákveðið að fresta göngunni. Stefnt er að því að ganga friðargöngu á þrettándanum þess í stað, áður en kveikt verður í þrettándabrennunni. Nemendur níunda bekkjar hafa undanfarin ár veitt viðurkenningu fyrir best skreytta húsið að lokinni friðargöngu á Þorláksmessu en tilkynnt verður um valið á þrettándanum að þessu sinni. Nánari upplýsingar þegar nær dregur.
23.12.2025
Jólatré við Skipavík
Fréttir Lífið í bænum

Jólatré á hafnarsvæði við Skipavík

Undanfarið hefur mikil breyting orðið á hafnarsvæði við Skipavík. Sveitarfélagið auglýsti í lok síðasta sumars að til stæði að ráðast í tiltekt á svæðinu. Í frétt á vef sveitarfélagsins var greint frá áherslu hafnarstjórnar á þörf á að fegra og snytra hafnarsvæðið við Skipavíkurhöfn, sér í lagi hvað varðar óhreyfða báta og vagna sem liggja jafnvel undir skemmdum. Umhverfis- og náttúruverndarnefnd Stykkishólms fjallaði jafnframt um málið á sömu nótum og benti á heimildir heilbrigðisnefndar Vesturlands til að hlutast til um að lausafjármunir séu fjarlægðir. Á þeim grunni samþykkti hafnarstjórn að leita eftir formlegu samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Vesturlands um hreinsun á hafnarsvæði Skipavíkur.
23.12.2025
Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2026–2029 – jákvæður og stöðugur rekstur
Fréttir Stjórnsýsla

Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2026–2029 – jákvæður og stöðugur rekstur

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms hefur samþykkt fjárhagsáætlun fyrir árið 2026 og þriggja ára áætlun 2027–2029. Áætlunin er unnin út frá forsendum og markmiðum sem bæjarstjórn setti í upphafi vinnu við gerð fjárhagsáætlunar og er afrakstur góðrar samvinnu kjörinna fulltrúa og starfsfólks sveitarfélagsins og endurspeglar ábyrga fjármálastjórn, jákvæðan rekstur og nauðsynlegar en hóflegar innviðafjárfestingar. Í fyrirliggjandi fjárhagsáætlun er lögð rík áhersla á aðhald og ábyrgð í rekstri sveitarfélagsins á sama tíma og þjónusta við íbúa er tryggð og efld. Fjárhagsáætlunin byggir á jafnvægi í rekstri, sterku veltufé frá rekstri og markvissri lækkun skulda og skuldaviðmiðs á næstu árum.
22.12.2025
Leiðakerfi Strætó á landsbyggðinni
Fréttir

Stoppistöð Strætó færist að íþróttamiðstöðinni

Strætó hefur tilkynnt um breytingar á leiðakerfi sínu sem taka gildi 1. janúar 2026. Með breyttu leiðakerfi er stigið skref í átt að betri og aðgengilegri almenningssamgöngum á landsbyggðinni, segir á vef Strætó. Með breytingunum verður stoppistöð sem áður var við Bensó/Skúrinn færð að íþróttamiðstöðinni.
22.12.2025
Friðarganga
Fréttir Lífið í bænum

Friðarganga

Friðarganga verður gengin á Þorláksmessu og hefst hún samkvæmt venju kl. 18.00. Gengið verður frá Hólmgarði niður á Pláss og mun Sr. Hilda María Sigurðardóttir  í fylgd með bæjarstjóra leiða gönguna. Níundi bekkur grunnskólans verður með sölu á rafkertum við upphaf göngu á kr. 1.600, og heitt súkkulaði að lokinni friðagöngu. Að venju mun 9. bekkur einnig veita viðurkenningu fyrir fallegustu jólaskreytinguna í bænum sem nemendur sjá um að velja.
19.12.2025
Stykkishólmskirkja
Fréttir

Lista- og menningarsjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í lista- og menningarsjóð Stykkishólms. Samkvæmt reglum um styrkveitingar er hlutverk sjóðsins meðal annars að: Styðja og styrkja lista og menningarstarf í Stykkishólmi og hvetja til nýsköpunar á sviði lista og menningar er tengjast Stykkishólmi. Styðja við útgáfustarfsemi er varðar sögu, menningu og atvinnuhætti bæjarins. Styðja við varðveislu menningarminja.
18.12.2025
Getum við bætt efni síðunnar?