Fréttir
Sundlaug áfram lokuð
Eins og fram hefur komið er útisvæðið við Sundlaug Stykkishólms lokað vegna frramkvæmda. Framkvæmdir hófust 5. maí síðastliðinn og var upphaflega gert ráð fyrir að opna laugina þegar þessum áfanga yrði lokið og hafa sundlaug og vaðlaug opna á meðan unnið væri í að endurnýja heita potta. Verkið reyndist þó tímafrekara en áætlanir gerðu ráð fyrir og er nú útlit fyrir að allt útisvæðið verið lokað þangað til framkvæmdum er lokið að fullu. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa í för með sér. Opnað verður eins fljótt og auðið er og allt kapp lagt á að klára framkvæmdina sem fyrst.
16.05.2025