Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Starfamessa í Fjölbrautaskóla Snæfellinga
Fréttir

Starfamessa í Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Starfamessa er viðburður þar sem fyrirtæki, stofnanir og menntastofnanir kynna störf, starfsgreinar og menntunartækifæri fyrir nemendum grunn- og framhaldsskóla og öðrum áhugasömum. Slíkar messur hafa verið vinsælar meðal grunn- og framhaldsskólanema sem vilja kynna sér framtíðarmöguleika betur, bæði varðandi nám og störf.  Starfamessa verður haldin í Fjölbrautaskóla Snæfellinga þriðjudaginn 30. september. Almenninguri er boðin velkomin á viðburðinn frá 12:00 - 13:30.
29.09.2025
Snæfellsnes er fyrsti UNESCO vistvangurinn á Íslandi
Fréttir

Snæfellsnes er fyrsti UNESCO vistvangurinn á Íslandi

Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) staðfesti í dag, laugardaginn 27. september 2025, umsókn Íslands um að gera Snæfellsnes að vistvangi. Er þetta fyrsta svæðið á Íslandi sem hlýtur þessa alþjóðlegu viðurkenningu.
27.09.2025
Auglýsing um skipulag - Agustsonreitur
Fréttir Skipulagsmál

Auglýsing um skipulag - Agustsonreitur

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms samþykkti á 36. fundi sínum 8. maí 2025 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 vegna breytinga á landnotkun á svokölluðum Agustsonreit, við Aðalgötu 1, Austurgötu 1 og 2. Breytingin felur í sér að landnotkun breytist úr athafnasvæði í verslun- og þjónustu og íbúðarsvæði. (Mál nr. 40/2024)
24.09.2025
Auglýsing um skipulag - Hamraendi & Kallhamar
Fréttir Skipulagsmál

Auglýsing um skipulag - Hamraendi & Kallhamar

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms samþykkti á 35. fundi sínum 28. apríl 2025 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 vegna stækkunar athafnasvæðis við Hamraenda og grænna iðngarða við Kallhamar, ásamt breytingu á flugvelli. Breyting felur í sér að stækka núverandi athafnasvæði (A1) við Hamraenda norðvestan flugvallarins, að skilgreina stækkun á athafnasvæði A3 við Kallhamar, suðvestur af flugvellinum í Stykkishólmi, inn á svæði sem nú er skilgreint óbyggt svæði í aðalskipulagi, og gera ráð fyrir nýrri hafnaraðstöðu (H3). Þar byggist upp grænn iðngarður með áherslu á sjálfbæra nýtingu auðlinda í og við Breiðafjörð, haftengda starfsemi og nýsköpun og að endurskoða og breyta lengd flugbrautar og helgunarsvæði hennar í samráði við ISAVIA og aðlaga að aðliggjandi landnotkun. Ekki eru reglulegar flugsamgöngur við Stykkishólm, en flugbrautin nýtist m.a. fyrir sjúkraflug. (Mál nr. 1027/2024)
24.09.2025
40. fundur bæjarstjórnar
Fréttir Stjórnsýsla

40. fundur bæjarstjórnar

40. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms fer fram fimmtudaginn 25. september 2025 kl. 17:00 í bæjarstjórnarsal. Smelltu á hnappinn hér að neðan til að kynna þér dagská fundar.
23.09.2025
Heilsudagar í Hólminum 2025
Fréttir Lífið í bænum

Heilsudagar í Hólminum 2025

Heilsudagar í Hólminum eru haldnir dagana 22. - 30. september í tilefni af íþróttaviku Evrópu. Markmið vikunnar er að kynna íþróttir og hreyfingu fyrir almenningi sem getur hentað öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi og sporna þannig við auknu hreyfingarleysi meðal almennings. Meginmarkmið sveitarfélagsins með heilsudögum er að kynna allt það góða starf sem nú þegar er í boði í Stykkishólmi og jafnframt vekja athygli á öðrum möguleikum til hreyfingar á svæðinu.
19.09.2025
Malbikunarframkvæmdir
Fréttir

Malbikunarframkvæmdir

Miklar framkvæmdir standa nú yfir við Aðalgötu og víðar í Stykkishólmi. Unnið er að því að malbika Aðalgötuna frá Pósthúsi fram yfir gatnamót Borgarbrautar. Þá stendur einnig til að malbika hluta Borgarbrautar auk minniháttar viðgerða hér og þar í bænum. Óhjákvæmilega fylgja framkvæmdum lokanir á götum en hjáleiðir eru merktar með skiltum. Á meðan framkvæmdum stendur við gatnamót Borgarbrautar og Aðalgötu er opið inn á bílaplan við Bónus frá Laufásvegi.
18.09.2025
Réttir í Arnarhólsrétt
Fréttir

Réttað í Arnarhólsrétt á sunnudag

Nú þegar tekur að hausta fara sauðfjárbændur landsins að huga að fé sínu og smala niður af fjöllum. Fyrri leit er að þessu sinni laugardaginn 20.september og réttað í Arnarhólsrétt sunnudaginn 21.september, kl. 11:00. Kvenfélagið Björk verður með réttarkaffi í félagsheimilinu. Seinni leit verður laugardaginn 4. október og réttað sama dag.
16.09.2025
Gamlar filmur sýndar í Stykkishólmi
Fréttir Lífið í bænum

Gamlar filmur sýndar í Stykkishólmi

Kvikmyndasafn Íslands kemur í heimsókn föstudaginn 19. september og verður með sýningu á myndefni frá Stykkishólmi í samstarfi við Amtsbókasafnið. Í myndefninu kennir ýmissa grasa, meðal annars sjást forsetaheimsóknir, ferming, sjómannadagur og fiskvinnsla í bænum um og eftir miðja síðustu öld. Sýnt verður í Setrinu á Höfðaborg kl. 15:00 og á Amtsbókasafninu kl. 17:00. Sýningin stendur í um 30 mínútur. Myndefnið er yfirleitt ekki með hljóði en mun Gunnar Kristófersson, frá Kvikmyndasafni Íslands, segja stuttlega frá efninu. Einnig verður gaman að sjá hvort viðstaddir þekki staðhætti og fólk á myndefninu.
16.09.2025
Ráðhúsið lokar kl. 12 á föstudag
Fréttir

Ráðhúsið lokar kl. 12 á föstudag

Ráðhúsið í Stykkishólmi lokar kl. 12:00 föstudaginn 12. september vegna jarðarfarar.
11.09.2025
Getum við bætt efni síðunnar?