Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
42. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms
Fréttir Stjórnsýsla

42. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms

42. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms fer fram fimmtudaginn 27. nóvember 2025 kl. 17:00 í bæjarstjórnarsal. Smelltu á hnappinn hér að neðan til að kynna þér dagská fundar.
25.11.2025
Hundahreinsun í Stykkishólmi
Fréttir

Hundahreinsun í Stykkishólmi

Undanfarin ár hefur hundahreinsun farið fram með nýju sniði í Stykkishólmi. Fyrirkomulagið hefur mælst vel fyrir og verður hreinsunin því með sama sniði í ár. Í stað þess að boða alla hunda í hreinsun sama dag býður Dýralæknamiðstöð Vesturlands eigendum skráðra hunda að bóka stuttan tíma. Auk hundahreinsunar er boðið upp á snögga heilsufarsskoðun og hundaeigendum gefst tækifæri til að spyrja spurninga og fá ráðgjöf varðandi sína hunda ef þörf er á.
24.11.2025
Jólaljósin tenduð í Hólmgarði
Fréttir

Jólaljósin tenduð í Hólmgarði

Mánudaginn 24. nóvember verða ljósin á jólatrénu í Hólmgarði tendruð við hátíðlega athöfn. Viðburðurinn hefst kl. 18:00 og verður með hefðbundnu sniði. Kvenfélagið selur heitt súkkulaði og smákökur, nemendur 1. bekkjar tendra ljósin og hver veit nema nokkrir rauðklæddir láti sjá sig. Nemendur í þriðja bekk grunnskólans fóru nú á dögunum í Sauraskóg og völdu jólatréð í ár í samvinnu við Björn Ásgeir, formann skógræktarfélagsins
19.11.2025
Óskað eftir ábendingum og tillögum við gerð fjárhagsáætlunnar
Fréttir

Óskað eftir ábendingum og tillögum við gerð fjárhagsáætlunnar

Nú er tækifæri til að koma á framfæri ábendingum varðandi ný verkefni, nýjar fjárfestingar eða áhersluverkefni í starfsemi sveitarfélagsins, t.d. varðandi leikvelli, opin svæði, göngustíga, bæjarhátíðir, skipulagsmál, söfn, menningarviðburði, húsnæði og eignir sveitarfélagsins eða annað sem íbúar hafa skoðanir á. Vinna við gerð fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins stendur nú yfir og er íbúum gefin kostur á að skila inn ábendingum og tillögum vegna þessa og hafa með því móti tækifæri til að hafa áhrif á aðgerðir bæjarstjórnar.
19.11.2025
Stykkishólmskirkja
Fréttir Lífið í bænum

Kirkjuskóli í Stykkishólmskirkju

Sveitarfélagið vekur athygli á kirkjuskólanum í Stykkishólmskirkju. Miðvikudaginn 19. nóvember kl. 16:30 verður kirkjuskólinn í fyrsta sinn í umsjá Hildu Maríu Sigurðardóttur, sem er nýráðin prestur í Stykkishólmsprestakalli. Verið öll velkomin.
18.11.2025
Hausttónleikar lúðrasveitarinnar
Fréttir

Hausttónleikar lúðrasveitarinnar

Þriðjudaginn 18. nóvember fara hausttónleikar lúðrasveitarinnar fram í Stykkishólmskirkju. Tónleikarnir hefjast kl. 18:00 og eru öllum opnir. Fram koma Litla Lúðró, Gemlingasveitin, Stóra Lúðró og Víkingasveitin. Ekki láta þetta framhjá þér fara. Enginn aðgangseyrir.
17.11.2025
Viðvera atvinnu- og menningarráðgjafa
Fréttir

Viðvera atvinnu- og menningarráðgjafa

Helga Guðjónsdóttir, atvinnuráðgjafi SSV, og Sigursteinn Sigurðsson, menningarráðgjafi SSV, verða Ráðhúsinu í Stykkishólmi mánudaginn 17. nóvember frá kl. 13:00 - 15:00. Verkefni atvinnuráðgjafa felast í að vera einstaklingum, fyrirtækjum og sveitarstjórnum til aðstoðar á sviði atvinnumála. m.a. er veitt:
14.11.2025
Vilt þú niðurfelld leikskólagjöld í desember?
Fréttir

Vilt þú niðurfelld leikskólagjöld í desember?

Nú í ár verður leikskólanum lokað frá 23. desember til 4. janúar 2025, þetta eru samtals fjórir vinnudagar sem er hluti af betri vinnutíma sem er orðinn samningsbundinn réttur hjá KÍ og BSRB félögum. Þá gefist foreldrum færi á því að fá leikskólagjöld fyrir desembermánuð felld niður gegn því að velja aðra af tveim leiðum hér að neðan:
14.11.2025
Helgileikur á Spító 1995
Fréttir

Aðventudagskrá í vinnslu

Aðventan er viðburðaríkur tími í Stykkishólmi og færist sífellt í aukanna að landsmenn sæki Hólminn heim til að upplifa töfrandi jólastemmninguna með heimamönnun. Víða eru Hólmarar farnir að hengja upp skreytingar fyrir jólatíðina og fyrirtæki byrjuð að auglýsa jólahlaðborð og fleira. Líkt og undanfarin ár er nú unnið að því að setja saman viðburðardagskrá fyrir aðventuna í Hólminum sem gerð verður aðgengileg fyrir íbúa og gesti.
13.11.2025
Berserkir leita að fundargerðabók
Fréttir

Berserkir leita að fundargerðabók

Aðalfundur Björgunarsveitarinnar Berserkja verður haldinn þriðjudaginn 11. nóvember 2025 kl. 20:00 í húsi Félagsins á Nesvegi 1. Meðal dagskrárliða á fundinum er skrásetning sögu félagsins en björgunarveitin vinnur nú að því að skrásetja sögu Berserkja með skipulögðum hætti. Fyrsta fundargerðabók björgunarsveitarinnar hefur ekki komið í leitirnar ennþá og biðlar sveitin því til þeirra sem eitthvað kunna að vita um afdirf hennar að hafa samband.  Þá eru allar upplýsingar frá tímabilinu 1972 til 1976 vel þegnar. Þeir sem geta sagt frá störfum sveitarinnar frá þessum tíma, vinsamlegast hafið samband við Svanborgu í síma 860 8843 eða á netfangið svansig50@gmail.com
10.11.2025
Getum við bætt efni síðunnar?