Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Smelltu á myndina til að stækka hana.
Fréttir

Framkvæmdasvæði í Víkurhverfi

Vakin er athygli á því að framkvæmdir við gatnagerð standa nú yfir í Víkurhverfi. Meðfylgjandi mynd sýnir hvar framkvæmdarsvæðið er og vilja framkvæmdaraðilar beina til fólks að vera ekki inni á framkvæmdarsvæðinu í ljósi þess að þar fara stórar vinnuvélar um sem geta skapað hættu á svæðinu.
08.02.2024
Horft yfir Stykkishólmskirkju, flatirnar og Víkurhverfi
Fréttir

Íbúðarlóðir í nýju hverfi í Stykkishólmi auglýstar til úthlutunar og afsláttur á öðrum

Sveitarfélagið Stykkishólmur auglýsir 12 nýjar íbúðarhúsalóðir til úthlutunar í Víkurhverfi í Stykkishólmi. Gatnagerð á svæðinu verður lokið um miðjan júní 2024. Um er að ræða lóðir í nýju og fjölskylduvænu hverfi í mikilli nánd við náttúruna. Stykkishólmur er ört vaxandi sveitarfélag sem skartar fjölbreyttum atvinnuvegum og iðandi mannlífi. Samkvæmt húsnæðisáætlun er mikil eftirspurn eftir húsnæði í Stykkishólmi. Áform eru jafnframt um umfangsmikla atvinnuuppbyggingu á svæðinu og því mun fylgja aukin eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði. Blómleg ferðaþjónusta býður ótal skemmtilega afþreyingarmöguleika fyrir heimafólk sem og gesti.
07.02.2024
112 dagurinn í Stykkishólmi 2019
Fréttir Lífið í bænum

Slökkviliðið býður til afmælisveislu á 112 daginn

Þann 10. febrúar næstkomandi verða liðin 110 ár síðan stofnað var formlegt slökkvilið í Stykkishólmi. Daginn eftir afmælið, þann 11. febrúar, sem jafnframt er 112 dagurinn, mun slökkviliðið aka hring um bæinn kl. 13:00 og taka að því loknu á móti gestum og gangandi á slökkvistöðinni að Nesvegi 1a. Boðið verður upp á kaffi og kökur auk þess sem búnaður slökkviliðsins verður til sýnis. Börn eru sérskalega boðin velkomin, enda oft áhugasöm um störf og búnað slökkviliðsins.
07.02.2024
Breytingar á stjórnskipulagi og störfum hjá sveitarfélaginu
Fréttir Stjórnsýsla

Breytingar á stjórnskipulagi og störfum hjá sveitarfélaginu

Innra stjórnskipulag hefur verið til umræðu og umfjöllunar í stjórnsýslu sveitarfélagsins um nokkurt skeið. Lagt var upp með það markmið að skýra stjórnskipulag, ábyrgð og verklag hjá sveitarfélaginu og breyta skipulaginu með það fyrir augum að nýta sem best núverandi mannauð. Ráðgjafarsvið KPMG var fengið til aðstoðar við verkefnið og vann það í nánu samráði við sveitarfélagið. Tillaga KPMG að skipulagsbreytingum var lögð fram á bæjarstjórnarfundi í desember sl. og var samþykkt samhljóða.
07.02.2024
Dagur leikskólans 6. febrúar 2024
Fréttir Lífið í bænum

Dagur leikskólans 6. febrúar 2024

Börnin í leikskólanum í Stykkishólmi, sérstaklega á Ási og Nesi eru sérlega áhugasöm um nýjan pappírstætara sem við keyptum síðast liðið haust. Þau byrjuðu á því að koma og sjá þegar ég var að tæta niður pappír, þau lágu á gólfinu og horfðu á hvernig pappírinn varð að strimlum í pappírshólfinu. Seinna fengu þau að prófa að setja pappírinn sjálf í tætarann, undir minni umsjón. Þá er gjarnan eitt barnið sem matar tætarann og önnur sem liggja á gólfinu og horfa á hann koma niður í pappírshólfið.
06.02.2024
Snjómokstur í Stykkishólmi
Fréttir

Helstu fréttir komnar út

Helstu fréttir eru komnar út. Blaðinu er ætlað að bæta upplýsingaflæði frá sveitarfélaginu og ná til þeirra sem ekki nota tölvur. Stór hluti markhópsins er eldra fólk en blaðið liggur frammi á Höfðaborg og Systraskjóli.
05.02.2024
Byggingarfulltrúi / Faglegur leiðtogi framkvæmda og eignaumsýslu
Fréttir Laus störf

Byggingarfulltrúi / Faglegur leiðtogi framkvæmda og eignaumsýslu

Leitað er að kraftmiklum byggingarfulltrúa fyrir Sveitarfélagið Stykkishólm til að halda utan um byggingarmál og verklegar framkvæmdir. Viðkomandi mun jafnframt sinna starfi byggingarfulltrúa hjá sveitarfélaginu Eyja- og Miklaholtshreppi í gegnum þjónustusamning við Sveitarfélagið Stykkishólm. Starf byggingarfulltrúa er lögbundið, sbr. 8. gr. mannvirkjalaga nr. 160/2010.
05.02.2024
Álagning fasteignagjalda
Fréttir

Álagning fasteignagjalda

Álagningarseðlar fasteignagjalda fyrir árið 2024 verða ekki sendir út á pappír, heldur munu þeir verða aðgengilegir rafrænt í gegnum www.island.is Ef óskað er eftir því að fá álagningaseðil sendan, vinsamlega hafið samband við Þór Örn bæjarritara í 433-8100 eða netfangið thor@stykkisholmur.is
05.02.2024
Breyting á deiliskipulagi Reitarvegs tekur gildi
Fréttir Skipulagsmál

Breyting á deiliskipulagi Reitarvegs tekur gildi

Þann 25. janúar sl. samþykkti bæjarstjórn Stykkishólms tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Reitarvegar vegna stækkunar á byggingarreit fyrir sólskála á Sæmundarreit 8. Húsið var reist árið 1906 og stóð áður við Laugaveg 27b í Reykjavík og nýtur samkvæmt því friðunar vegna aldurs sbr. lög um menningarminjar nr. 80/2012. Í því felst að óheimilt er að raska húsinu, spilla því eða breyta, rífa eða flytja úr stað. Leitað var umsagnar Minjastofnunar, sem veitti jákvæða umsögn.
02.02.2024
Árshátíð yngri bekkja Grunnskólans í Stykkishólmi
Fréttir

Árshátíð yngri bekkja Grunnskólans í Stykkishólmi

Árshátíð 1.-6. bekkjar Grunnskólans í Stykkishólmi fer fram fimmtudaginn 1. febrúar nk. kl. 17:00. Undanfarið hafa nemendur æft fjölbreytt og skemmtileg atriði af kappi sem þau sýna svo á sviði í íþróttahúsinu. Er þetta er í fyrsta sinn sem Grunnskólinn nýtir þorrablótssviðið í íþróttahúsinu fyrir sína árshátíð en gera má ráð fyrir að það verði gert til framtíðar, enda mikill lærdómur í því að koma fram á stóru sviði og undirbúa hátíð af þessari stærðargráðu. Miðaverð á árshátíðina er 1000 kr. á gesti en ágóði miðasölu rennur í sjóð menningarferða 5. bekkjar og skíðaferða 7. bekkjar. Ömmur og afar eru velkomin.
31.01.2024
Getum við bætt efni síðunnar?