Fréttir Lífið í bænum
Stykkishólmur cocktail weekend
Kokteilahátíðin Stykkishólmur cocktail weekend verður haldin hátíðleg dagana 5.-8. apríl. Á hátíðinni keppa helstu barir og veitingastaðir bæjarins um að blanda besta kokteilinn. Allir staðirnir sem taka þátt munu bjóða upp á sinn keppnisdrykk yfir helgina á góðu verði, dómnefnd fer svo á milli staða og tilkynnir sigurvegarann á laugardagskvöldinu. Hægt er að taka þátt í happdrætti með því að safna límmiðum sem fást með keyptum drykk á hverjum stað. Dregið verður úr happdrættinu á Fosshótel Stykkishólmi á laugardagskvöldinu.
03.04.2023