Fréttir
Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi
Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi var haldinn 20. mars síðastliðinn í Borgarnesi. Fulltrúar Sveitarfélagsins Stykkishólms á fundinum voru þau Hrafnhildur Hallvarðsdóttir, Steinunn I. Magnúsdóttir og Jakob Björgvin S. Jakobsson. Aðalfundir voru einnig haldnir í Sorpurðun Vesturlands hf., Heilbrigðiseftirliti Vesturlands, Símenntun og Starfsendurhæfingu Vesturlands. En það er orðin venja að halda alla þessa fundi sama dag. Þannig fæst gott yfirlit yfir starfsemina og góð mæting fulltrúa sveitarfélaganna og annarra sem að standa. Ástand þjóðvega á svæðinu og rýr hlutur Vesturlands í tillögu að samgönguáætlun sem nú er í meðförum Alþingis var ofarlega í umræðum á Aðalfundi SSV.
25.03.2024