Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Ívar Sindir Karvelsson, annar upphafsmaður SCW
Fréttir Lífið í bænum

Stykkishólmur cocktail weekend

Kokteilahátíðin Stykkishólmur cocktail weekend verður haldin hátíðleg dagana 5.-8. apríl. Á hátíðinni keppa helstu barir og veitingastaðir bæjarins um að blanda besta kokteilinn. Allir staðirnir sem taka þátt munu bjóða upp á sinn keppnisdrykk yfir helgina á góðu verði, dómnefnd fer svo á milli staða og tilkynnir sigurvegarann á laugardagskvöldinu. Hægt er að taka þátt í happdrætti með því að safna límmiðum sem fást með keyptum drykk á hverjum stað. Dregið verður úr happdrættinu á Fosshótel Stykkishólmi á laugardagskvöldinu.
03.04.2023
Atli frá römpum upp Ísland og Jakob Björgvin.
Fréttir

Rampað upp í Hólminum

Verkefnið römpum upp Ísland er nú í fullum gangi. Nú á dögunum kom Atli Freyr Guðmundsson í Stykkishólm til að kanna þörf á römpum hjá einkafyrirtækjum í bænum. Í ferð sinni átti hann einnig fund með bæjarstjóra og fóru þeir félagar saman yfir aðgengismál hér í bæ. Að lokinni heimsókn Atla verða gerðar teikningar af þeim römpum sem fyrirhugaðir eru á svæðinu.
03.04.2023
Helstu fréttir gefnar út mánaðarlega
Fréttir

Helstu fréttir gefnar út mánaðarlega

Á vefsíðu sveitarfélagsins Stykkishólms má lesa helstu fréttir sem snúa að rekstri sveitarfélagsins, viðburðum og öðru tengdu sveitarfélaginu. Fréttunum er svo deilt á facebooksíðu Stykkishólms til að ná athygli sem flestra. Nú hefur verið sett á fót tilraunaverkefni til að ná til þeirra sem nota ekki tölvur. Fram hefur komið ákall um að bæta þurfi upplýsingaflæði til þessa hóps. Margir upplifi sig ómeðvitaða um hvað er í gangi í samfélaginu og því full þörf á að bregðast við.
03.04.2023
Viðvera atvinnuráðgjafa og menningarfulltrúa SSV
Fréttir Þjónusta

Viðvera atvinnuráðgjafa og menningarfulltrúa SSV

Atvinnuráðgjafi og menningarfulltrúi SSV verða með viðveru á Ráðhúsloftinu í Stykkishólmi kl. 10:00-12:00 þriðjudaginn 4. apríl þar sem boðið verður upp á opna viðtalstíma.
03.04.2023
Karlakór Akureyrar - Geysir á ferð um Snæfellsnes
Fréttir

Karlakór Akureyrar - Geysir á ferð um Snæfellsnes

Karlakór Akureyrar - Geysir verður með tónleika í Stykkishólmskirkju sunnudaginn 2. apríl kl. 15:00. Kórinn kemur einnig fram í Ólafsvíkurkirkju kl. 14:00 og Grundarfjarðarkirkju kl. 17:00 laugardaginn 1. apríl. Efnisskrá er blönduð einsöngur og tvísöngur. Sjórnandi er Valmar Valjaots. Miðasala fer fram við inngang, aðgangseyrir kr. 3000.
31.03.2023
Sælkerabíll um Snæfellsnes
Fréttir

Sælkerabíll um Snæfellsnes

Sælkerabíll verður við sparkvöllinn í Stykkishólmi laugardaginn 1. apríl kl. 12:30-14:00. Helgina 1.- 2. apríl verður ekið um Snæfellsnes með sælkeravörur úr héraði. Öll hvött til að gera góð kaup og styrkja heimafólk.
31.03.2023
Leikskólinn í Stykkishólmi
Fréttir

Leikskólinn minnir á umsóknir um leikskólavistun

Leikskólinn í Stykkishólmi minnir á að umsóknir um leikskólavistun að hausti 2023 þurfa samkvæmt skráningar- og innritunarreglum að hafa borist fyrir 1. maí. Umsóknareyðublöð má nálgast á íbúagátt Stykkishólms. Úthlutun leikskólaplássa fer fram í maí.
30.03.2023
11. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms
Fréttir

11. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms

11. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms fer fram fimmtudaginn 30. mars kl. 17:00 í bæjarstjórnarsal.
28.03.2023
Íslenskunámskeið í Stykkishólmi
Fréttir

Íslenskunámskeið í Stykkishólmi

Íslenskunámskeið fer fram í Stykkishólmi á vegum Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands. Námskeiðið hefst 27. mars og er ætlað fullorðum einstaklingum sem eru að byrja að læra íslensku sem annað tungumál.
27.03.2023
Sturla tekur við viðurkenningu frá Grétu.
Fréttir Lífið í bænum

Júlíana - hátíð sögu og bóka tíu ára

Júlíana - hátíð sögu og bóka var sett við formlega opnunarhátíð í Stykkishólmskirkju í gær en hátíðin er nú haldin í tíunda sinn. Frá því hátíðin hófst árið 2013 hefur Hólmari verið heiðraður fyrir framlag til menningar- og framfaramála. Á opnunarhátíðinni í gær var Sturla Böðvarsson heiðraður fyrir framlag sitt til minjaverndar, skipulags- og samgöngumála í Stykkishólmi.
24.03.2023
Getum við bætt efni síðunnar?