Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Sumarstörf í Stykkishólmi
Fréttir

Sumarstörf í Stykkishólmi

Vilt þú vinna úti í fallegu umhverfi og góðu veðri? Sveitarfélagið Stykkishólmur auglýsir eftir kraftmiklu fólki í skemmtileg störf sumarið 2024. Nánari upplýsingar um störfin veitir Jón Beck Agnarsson, bæjarverkstjóri í síma 892-1189.
23.04.2024
Fundurinn fer fram á Amtsbókasafninu
Fréttir

24. fundur bæjarstjórnar - Opinn kynningarfundur vegna ársreiknings

24. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms fer fram miðvikudaginn 24. apríl kl. 16:45 á Amtsbókasafninu í Stykkishómi. Síðasti dagskrárliður fundar er Ársreikningur sveitarfélagsins fyrir árið 2023. En sá liður er sérstaklega auglýstur sem kynning fyrir íbúa og hefst kl.17: 30. Að lokinni kynningu á ársreinkning verður bæjarstjórnarfundi slitið og upptöku fundar hætt. Að því loknu gefst íbúum kostur á því að spyrja eða leggja til athugasemdir vegna ársreikningsins.
22.04.2024
Rafmagnsleysi vegna vinnu við dreifikerfið
Fréttir

Rafmagnsleysi vegna vinnu við dreifikerfið

Rafmagnslaust verður hluta af Stykkishólmi í da, 08. apríl 2024 frá kl. 13:00 til kl. 14:00 vegna vinnu við dreifikerfið. Þetta kemur fram á vef Rarik, nánari upplýsingar veitir Stjórnstöð RARIK í síma 528 9000.
08.04.2024
Úthlutun leikskólaplássa fer fram í maí
Fréttir

Úthlutun leikskólaplássa fer fram í maí

Leikskólinn í Stykkishólmi minnir á að umsóknir um leikskólavistun að hausti 2024, þurfa samkvæmt skráningar og innritunarreglum að hafa borist fyrir 1. maí. Umsóknareyðublöð má nálgast í leikskólanum og á íbúagátt Stykkishólms. Úthlutun leikskólaplássa fer fram í maí næstkomandi.
03.04.2024
27. mars 2024
Fréttir

Helstu fréttir komnar út

Helstu fréttir eru komnar út. Blaðinu er ætlað að bæta upplýsingaflæði frá sveitarfélaginu og ná til þeirra sem ekki nota tölvur. Stór hluti markhópsins er eldra fólk en blaðið liggur frammi á Höfðaborg og Systraskjóli.
27.03.2024
Sundlaug Stykkishólms
Fréttir

Sundlaug Stykkishólms - opnunartími yfir páska

Hér að neðan má sjá opnunartíma í sundlaug Stykkishólms yfir páskahátíðina.
27.03.2024
Samkirkjuleg krossferilsbæn
Fréttir

Samkirkjuleg krossferilsbæn

Stykkishólmskirkja og Hl. Franskirkja standa fyrir samkirkjulegri krossferilsbæn á föstudaginn langa, 29. mars næstkomandi. Gengið verður frá Hl. Franskirkju að Stykkishólmskirkju kl. 17:00.
25.03.2024
Jakob Björgvin, Steinunn og Hrafnhildur
Fréttir

Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi

Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi var haldinn 20. mars síðastliðinn í Borgarnesi. Fulltrúar Sveitarfélagsins Stykkishólms  á fundinum voru þau Hrafnhildur Hallvarðsdóttir, Steinunn I. Magnúsdóttir og Jakob Björgvin S. Jakobsson. Aðalfundir voru einnig haldnir í Sorpurðun Vesturlands hf., Heilbrigðiseftirliti Vesturlands, Símenntun og Starfsendurhæfingu Vesturlands. En það er orðin venja að halda alla þessa fundi sama dag. Þannig fæst gott yfirlit yfir starfsemina og góð mæting fulltrúa sveitarfélaganna og annarra sem að standa. Ástand þjóðvega á svæðinu og rýr hlutur Vesturlands í tillögu að samgönguáætlun sem nú er í meðförum Alþingis var ofarlega í umræðum á Aðalfundi SSV.
25.03.2024
Höskuldur Reynir Höskuldsson.
Fréttir

Ráðið í stöðu byggingarfulltrúa

Höskuldur Reynir Höskuldsson hefur verið ráðinn í stöðu byggingarfulltrúa hjá Sveitarfélaginu Stykkishólmi en hann mun einnig sinna verkefnum í Eyja- og Miklaholtshreppi í gegnum þjónustusamning við Sveitarfélagið Stykkishólm. Alls sóttu tíu um stöðuna og var það niðurstaða hæfninefndar og ráðgjafa að Höskuldur Reynir Höskuldsson mæti best umsækjenda þeim kröfum sem gerðar voru og lagði því til að honum yrði boðið starfið. Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum í gær, 21. mars, tillögu hæfninefndar og ráðgjafa um að ráða Höskuld Reyni Höskuldsson í starf byggingarfulltrúa.
22.03.2024
23. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms
Fréttir

23. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms

23. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms fer fram fimmtudaginn 21. mars kl. 17:00 í bæjarstjórnarsal. Smelltu á hnappinn hér að neðan til að kynna þér dagská fundar.
19.03.2024
Getum við bætt efni síðunnar?