Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Sigurbjörg Ottesen og Jakob Björgvon S. Jakobsson rita undir samninga.
Fréttir

Skrifað undir samninga um skólaþjónustu í Stykkishólmi

Í febrúarmánuði óskaði sveitarstjórn Eyja- og Miklaholtshrepps eftir formlegum viðræðum við Sveitarfélagið Stykkishólm um að veita börnum með lögheimili í Eyja- og Miklaholtshreppi skólaþjónustu, þ.e. leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla, í ljósi þess að til stæði að loka Laugagerðisskóla sökum þess hve þungur rekstrarkostaður væri. Í dag, miðvikudaginn 10. maí, rituðu Jakob Björgvin Sigríðarson Jakobsson, bæjarstjóri Stykkishólms, og Sigurbjörg Ottesen, oddviti Eyja- og Miklaholtshrepps, undir þjónustusamninga um skólastarf.
10.05.2023
Málþing um menningarstefnu Vesturlands í Vatnasafni
Fréttir

Málþing um menningarstefnu Vesturlands í Vatnasafni

Menningarstefna Vesturlands var formlega samþykkt í byrjun árs 2021 og er hún í gildi til 2024. Er stefnan áhersluverkefni Sóknaráætlunnar Vesturlands. Að stefnunni komu fulltrúar níu sveitarfélaga á Vesturlandi auk fjögurra aðila starfandi í menningartengdum atvinnugreinum í landshlutanum. Stefnan er endurskoðun eldri menningarstefnu Vesturlands, en að þessu sinni var gerð að megináherslu að efla menningartengdar atvinnugreinar auk þess sem sérstök áhersla var lögð á menningu innflytjenda á Vesturlandi.
10.05.2023
Háskólalestin í Stykkishólmi 13. maí
Fréttir

Háskólalestin í Stykkishólmi 13. maí

Háskólalest Háskóla Íslands verður í íþróttamiðstöðinni í Stykkishólmi laugardaginn 13. maí næstkomandi frá kl. 11 - 15. Megináherslan Háskólalestarinnar er að kynna vísindi á lifandi og fjölbreyttan hátt fyrir ungu fólki, styðja við starf grunnskólanna og efla tengsl við landsmenn á öllum aldri. Til viðbótar við námskeiðahald í skólum er efnt til mikillar vísindaveislu með sýnitilraunum, óvæntum uppgötvunum og uppákomum. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.
08.05.2023
Hallgerður og rest
Fréttir

Hallgerður og rest í beinni útsendingu frá Laugardalshöll

Laugardaginn 6. maí fer fram Söngkeppni Samfés 2023. Hólmarar eiga glæsilega fulltrúa í keppninni í ár en hljómsveitin Hallgerður og rest keppir fyrir hönd félagsmiðstöðvarinnar X-ið. Hljómsveitin flytur lagið Skyfall eftir Adele en alls stíga 30 atriði á stokk í Laugardalshöllinni. RÚV sýnir frá söngkeppninni í beinni útsendingu sem hefst kl. 13:00 laugardaginn 6. maí.
05.05.2023
Munum leiðina - Vitundarvakning Alzheimer samtakanna
Fréttir

Munum leiðina - Vitundarvakning Alzheimer samtakanna

Fjólublár bekkur hefur verið settur niður fyrir utan Ráðhúsið í Stykkishólmi í tengslum við vitundarvakningu Alzheimer samtakanna, Munum leiðina. Fjólublár er alþjóðlegur litur Alzheimer sjúkdómsins og annarra heilabilunarsjúkdóma. Sambærilegir bekkir hafa verið settir niður víða um land í þeim tilgangi að vekja athygli á og auka umræðu og fræðslu um heilabilun í stað þess að fela umræðuna. Á bekkjunum er QR kóði sem hægt er að skanna og styrkja um leið samtökin. Sveitarfélagið hvetur fólk til að taka fallegar og skemmtilegar myndir af sér á bekknum fagra eða bara að setjast niður og njóta útsýnisins yfir höfnina.
03.05.2023
Högni Bæringsson segir þeim til.
Fréttir

Framkvæmdir fyrir utan Ráðhúsið

Framkvæmdir hafa staðið yfir fyrir utan Ráðhúsið í Stykkishólmi undanfarið. Til að byrja með var ráðist í viðgerðir á fráveitukerfi Ráðhússins. Framkvæmdir undu fljótt upp á sig þegar neysluvatnslögn hússins fór í sundur. Við nánari athugun kom í ljós að um var að ræða gamalt stálrör sem var orðið ónýtt og ekki hægt að bjarga með viðgerð. Óumflýjanlegt var því að rífa upp malbikið og skipta rörinu út. Veitur sáu um þá framkvæmd en frágangur á svæðinu er nú langt kominn.
03.05.2023
13. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms
Fréttir

13. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms

13. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms fer fram fimmtudaginn 4. maí kl. 17:00 í bæjarstjórnarsal. Smelltu á hnappinn hér að neðan til að kynna þér dagská fundar.
02.05.2023
Kvöldsólin í Stykkishólmi 1. maí 2023
Fréttir

Helstu fréttir komnar út

Á vefsíðu sveitarfélagsins Stykkishólms má lesa helstu fréttir sem snúa að rekstri sveitarfélagsins, viðburðum og öðru tengdu sveitarfélaginu. Fréttunum er svo deilt á facebooksíðu Stykkishólms til að ná athygli sem flestra. Í byrjun aprílmánaðar kom fréttaritið Helstu fréttir út í fyrsta sinn. Blaðinu er ætlað að bæta upplýsingaflæði frá sveitarfélaginu og ná til þeirra sem ekki nota tölvur.
02.05.2023
Hjólað í vinnuna 2023 hefst 3. maí
Fréttir

Hjólað í vinnuna 2023 hefst 3. maí

Nú styttist í að vinnustaðakeppnin Hjólað í vinnuna 2023 hefjist í tuttugasta og fyrsta sinn en að þessu sinni fer keppnin fram frá 3. - 23. maí. Opnað var fyrir skráningu þann 19. apríl og eru allir hvattir til að skrá sig  til leiks. Hægt er að skrá sig allan tímann á meðan keppni stendur yfir eða fram til 23. maí. Hjólað í vinnuna er fyrir marga vorboðinn ljúfi og ávalt mikilvægat að huga vel að heilsunni og sinni daglegu hreyfingu. Fyrirtæki og stofnanir eru nú hvött til drífa í því að skrá vinnustaðinn til leiks og hvetja þannig allt starfsfólk til að vera með. Nauðsynlegt er fyrir vinnustaði landsins að huga vel að starfsandanum og er verkefnið góð leið til þess að hressa upp á stemninguna og þjappa hópnum saman.
28.04.2023
Ásbyrgi
Fréttir Laus störf

Laus staða forstöðumanns Ásbyrgis í Sveitarfélaginu Stykkishólmi

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga auglýsir laust til umsóknar starf forstöðumanns í „Ásbyrgi“, vinnu- og hæfingarstöð fólks með skerta starfsgetu.U msóknarfrestur er til 20. maí 2023.
28.04.2023
Getum við bætt efni síðunnar?