Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Opin skrifstofa SSV í Stykkishólmi
Fréttir

Opin skrifstofa SSV í Stykkishólmi

Helga atvinnuráðgjafi og Sigursteinn menningarfulltrúi verða með opnar skrifstofur á Snæfellsnesi í nóvember.
07.11.2023
Sálfræðingur óskast til starfa hjá Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga
Fréttir Laus störf

Sálfræðingur óskast til starfa hjá Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga bs., auglýsir 100 % stöðugildi sálfræðings skóla- og félagsþjónustu en einnig kæmi til greina 2 x 50% stöðugildi 2ja sálfræðinga er hefðu með sér samvinnu um framkvæmd starfs.
06.11.2023
Nemendahópurinn kíkti í Ráðhúsið og gerði grein fyrir verkefninu
Fréttir

Nemendur á miðstig Grunnskólans vinna góðverk

Hluti nemenda í Grunnskóla Stykkishólms á miðstigi, þ.e. 5.-7. bekkur, hafa valið sér áfanga sem hefur það að markmiði að vinna góðverk fyrir samborgara sína. Þessi föngulegi hópur klæðir sig vel upp og heldur út hvernig sem viðrar alla mánudaga,þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 8:10 til 9:30 næstu tvær vikurnar. Hópurinn hefur það markmið eitt að vinna góðverk svo sem eins og að skafa forst af bílrúðum, salta bílaplön og stéttir fyrir eldri borgara, fara út með rusl, viðra hunda og annað slíkt. Hópurinn óskar nú eftir aðstoð við að finna verkefni en þeir sem luma á verkefnum sem gætu hentað hópnum eru hvattir til að hafa samband við Siggu Lóu, kennara hópsins
06.11.2023
Norska húsið tjargað í mildur veðri í október
Fréttir

Helstu fréttir komnar út

Á vefsíðu sveitarfélagsins Stykkishólms má lesa helstu fréttir sem snúa að rekstri sveitarfélagsins, viðburðum og öðru tengdu sveitarfélaginu. Fréttunum er svo deilt á facebooksíðu Stykkishólms til að ná athygli sem flestra. Fréttaritið Helstu fréttir er samantekt af því sem hæst ber í fréttum frá sveitarfélaginu. Blaðinu er ætlað að bæta upplýsingaflæði frá sveitarfélaginu og ná til þeirra sem ekki nota tölvur, sér í lagi eldra fólks. Blaðið liggur því frammi á Miðstöð öldrunarþjónustu, Skólastíg 14 Stykkishólmi. Áhugasömum er bent á að næla sér í eintak þar. Sjöunda tölublað kom út í dag, 2. nóvember.
02.11.2023
Pálína Þorvarðardóttir heiðruð fyrir nafnatillöguna sem þótti best.
Fréttir

Miðstöð öldrunarþjónustu fær nafnið Höfðaborg

Sunnudaginn 8. október sl. var formleg opnun á Miðstöð öldrunarþjónustu og bauð miðstöð öldrunarþjónustu í því tilefni til grillveislu að Skólastíg 14. Veislan heppnaðist vel og var margt um manninn. Í veislunni var nafnasamkeppni fyrir miðstöðina sett í loftið sem stóð opin í viku og gafst þá fólki kostur á því að leggja fram tillögur að nöfnum. Í kjölfarið tók þar til gerð nefnd við boltanum og valdi úr fimm álitlegustu tillögurnar og efndi til kosninga þeirra á milli.
01.11.2023
18. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms
Fréttir

18. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms

18. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms fer fram fimmtudaginn 2. nóvember kl. 17:00 í bæjarstjórnarsal. Smelltu á hnappinn hér að neðan til að kynna þér dagská fundar.
31.10.2023
Draugur við Norska húsið.
Fréttir

Grikk eða gott?

Hrekkjavakan verður haldin víðsvegar um heim þriðjudaginn 31. október en hátíðin fer sífellt vaxandi hér á landi. Á hrekkjavöku er hefð fyrir því að börn klæði sig upp í búning og gangi í hús í leit að sælgæti. Foreldrafélag Grunnskólans í Stykkishólmi stendur fyrir hrekkjavökugöngu í Hólminum og hvetur fjölskyldur og vini til að ganga í hús á milli kl. 17:30 og 19:30 þriðjudaginn 31. október og safna sér sælgæti. Gegnið verður út frá þeirri reglu að börn megi banka upp á þar sem hús hafa verið skreytt eða merkt í tilefni af hrekkjavökunni.
30.10.2023
Tveir ungir Hólmarar skipulögðu taflmót
Fréttir

Tveir ungir Hólmarar skipulögðu taflmót

Vikuna 16.-20. október var hin árlega félagsmiðstöðva- og ungmennahúsavika Samfés hladin víðsvegar um land. Af þessu tilefni  skipulögðu tveir ungir skákáhugamenn taflmót fyrir bæði miðstig og efsta stig Grunnskólans og sáum þér alfarið um að safna vinningum og stýra mótinu. Þetta voru þeir Hjalti Jóhann Helgason, nemandi í 10. bekk, og Stefán Karvel Kjartansson, nemandi í 9. bekk. Eru þeim færðar þakkir fyrir þeirra framlag til viðburðahalds fyrir ungmenni sem sækja félagsmiðstöðina. Jafnframt var foreldrum boðið að fylgjast með og buðu ungmennin upp á heitar vöfflur og kakó.
27.10.2023
Óskahelgi í Hólminum
Fréttir

Óskahelgi í Hólminum

Dagana 26 .- 29. október fer fram óskahelgi í Stykkishólmi en þá bjóða Hólmarar til veislu fyrir öll skilningarvit. Meðal þess sem finna má á dagskrá helgarinnar er miðnætursund, flot, hugleiðsla, tónheilun, jóga, sýningar, sjósund, hlaup, matur og náttúruupplifanir. Það er félag atvinnulífs í Stykkishólmi sem stendur fyrir óskahelginni. Hér að neðan má sjá dagskránna:
26.10.2023
Grendargámar við Búðanes.
Fréttir

Grenndargámar við Skúlagötu, Lágholt og Búðanes

Grenndargámar hafa nú verið settir upp á þremur stöðum í Stykkishólmi. Í gámana má skila málmi, gler og textíl til endurvinnslu en gámarnir eru staðsettir við Skúlagötu, Lágholt og Búðanes. 
26.10.2023
Getum við bætt efni síðunnar?