Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Snjómokstur yfir hátíðarnar
Fréttir

Snjómokstur yfir hátíðarnar

Búast má við að þjónusta við snjómokstur verði heldur skjögur yfir hátíðarnar en búa þar margþættar ástæður að baki. Eru íbúar sveitarfélagsins beðnir um að sýna skilning og njóta hátíðana eftir fremsta megni. Spár gera ráð fyrir áframhaldandi forsti en lítilli ofankomu næstu daga.
21.12.2023
Friðarganga á Þorláksmessu
Fréttir

Friðarganga á Þorláksmessu

Á Þorláksmessu, 23. desember, kl. 18.00 verður gengið til friðar frá Hólmgarði niður á Pláss. Níundi bekkur selur rafkerti við upphaf göngu í fjáröflunarskyni. Fyrir ári síðan var hefðbundnum kyndlum skipt út fyrir rafkerti og var almenn ánægja með þá breytingu, en rafkertin er hægt að taka með heim og nýta þar. Auk þess selur níundi bekkur heitt súkkulaði á plássinu að lokinni göngu. Þá verður einnig veitt viðurkenning fyrir fallega skreytt hús. Nemendur níunda bekkjar sáu um valið.
21.12.2023
Mynd úr safni
Fréttir

Hátíðartónleikar Tónlistarskóla Stykkishólms

Í dag, þriðjudaginn 19.desember, kl. 18:00 verða haldnir hátíðartónleikar Tónlistarskóla Stykkishólms í Stykkishólmskirkju. Nemendur allra kennara sýna afrakstur annarinnar og efnisskráin því fjölbreytt og jólaleg.
19.12.2023
Sundlaugin í Stykkishólmi
Fréttir

Heitavatnslaust í Stykkishólmi - Sundlaugin lokuð

Veitur sendu frá sér tilkynningu rétt í þessu þar sem fram kemur að vegna rafmagnsleysis hjá Rarik verði heitavatnslaust í Stykkishólmi í dag frá klukkan 11:00 til kukkan 16:00. Á meðan þessi staða er uppi er ekki unnt að hafa sundlaugina opna og verður hún því lokuð á meðan lokað er fyrir heita vatnið.
18.12.2023
Lista- og menningarsjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki
Fréttir

Lista- og menningarsjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í lista- og menningarsjóð Stykkishólms. Samkvæmt reglum um styrkveitingar er hlutverk sjóðsins meðal annars að: Styðja og styrkja lista og menningarstarf í Stykkishólmi og hvetja til nýsköpunar á sviði lista og menningar er tengjast Stykkishólmi. Styðja við útgáfustarfsemi er varðar sögu, menningu og atvinnuhætti bæjarins. Styðja við varðveislu menningarminja.
14.12.2023
Auglýsing um skipulag
Fréttir Skipulagsmál

Auglýsing um skipulag

Opnir kynningarfundir verða í Amtbókasafninu í Stykkishólmi þriðjudaginn 19. desember kl. 17 fyrir Þingskálanes og kl. 18 fyrir Víkurhverfi. Þann 30. nóvember sl. samþykkti bæjarstjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms að auglýsa eftirfarandi skipulagstillögur: Þingskálanes, Gæsatangi og Hamrar - Nýtt deiliskipulag og Víkurhverfi - Breyting á deiliskipulagi.
13.12.2023
20. fundur bæjarstjórnar
Fréttir

20. fundur bæjarstjórnar

20. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms fer fram fimmtudaginn 14. desember kl. 17:00 í bæjarstjórnarsal. Smelltu á hnappinn hér að neðan til að kynna þér dagská fundar.
12.12.2023
Stekkjastaur kom fyrstur
Fréttir

Jólasveinaratleikur 2023

Jólasveinaratleikurinn góði er hafinn. Líkt og í fyrra hefur Þjónustumiðstöðin með Jóni Beck, verkstjóra, í broddi fylkingar sett upp jólasveinaratleik til að stytta börnum og fjölskyldufólki stundir á aðventunni. Um er að ræða skemmtilega viðbót í jólaskreytingar bæjarins þar sem tækifæri gefst til að arka um Stykkishólm og leita að jólasveinunum sem eru í ýmsum erindagjörðum fyrir jólin og munu birtast hér og þar um bæinn, einn af öðrum. Ratleikurinn hefst í dag, þriðjudaginn 12. desember með komu Stekkjastaurs samkvæmt gamalli hefð og endar með komu Kertasníkis á Aðfangadag 24. desember.
12.12.2023
Samtalsfundur vegna fjárhagsáætlunar
Fréttir

Samtalsfundur vegna fjárhagsáætlunar

Boðað er til samtalsfundar mánudaginn 11. desember um fjárhagsáætlun Stykkishólms fyrir tímabilið 2024-2027 þar sem bæjarstjóri mun í samtali við viðstadda gera grein fyrir markmiðum fjárhagsáætlunar og helstu áherslum.
08.12.2023
Boðskort á útskrift FSN 20. desember 2023
Fréttir

Boðskort á útskrift FSN 20. desember 2023

Útskriftarhátíð Fjölbrautaskóla Snæfellinga verður haldin miðvikudaginn 20. desember í hátíðarsal skólans í Grundarfirði. Hátíðin hefst kl.14:00 og að henni lokinni verða kaffiveitingar í boði skólans. Allir velunnarar skólans eru velkomnir.
08.12.2023
Getum við bætt efni síðunnar?