Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Mynd úr safni
Fréttir Lífið í bænum

Góð þátttaka í sumarnámskeiðum

Foreldrar og forráðamenn eru minntir á að ganga frá skráningu fyrir leikjanámskeið næstu viku fyrir hádegi föstudags, 20. júní. Skráning í leikjanámskeið fyrir 1.-3. bekk (árg. 2016 - 2018) er í netfangið klaudia@stykk.is. Þá er einnig minnt á að námskeiðum fyrir 4.- 6. bekk er lokið.
19.06.2025
Ívar Sindir Karvelsson, annar upphafsmaður SCW
Fréttir Lífið í bænum

Stykkishólmur cocktail week stendur nú yfir

Undanfarin ár hefur kokteilahátíðin Stykkishólmur cocktail weekend verið haldin hátíðleg í kringum páskana. Þetta árið er hinsvegar breyting þar á og verður hátíðin að vikulöngum viðburði sem stendur nú yfir, dagana 16.-21. júní.
18.06.2025
Golfvöllurinn í Stykkishólmi
Fréttir Lífið í bænum

Golfdagurinn í Stykkishólmi 22. júní

Golfsamband Íslands heldur upp á Golfdaginn í Stykkishólmi sunnudaginn 22. júní, kl. 13:00-15:00 í húsnæði Golfklúbbsins Mostra. Boðið verður upp á skemmtilega kynningu á grunnatriðum golfíþróttarinnar undir handleiðslu PGA golfkennara, ásamt leikjum og grillveislu fyrir þátttakendur. Golfdagurinn er fyrir alla fjölskylduna og er frábært tækifæri til að kynnast golfíþróttinni.
18.06.2025
Guðrún Magnea, fjallkonan árið 2018
Fréttir Lífið í bænum

Þjóðhátíðardagurinn í Stykkishólmi

Þjóðhátíðardagur okkar íslendinga verður haldinn hátíðlegur um land allt þriðjudaginn 17. júní. Hátíðardagskráin í Stykkishólmi er ekki af verri endanum frekar en vanalega en hægt er að kynna sér viðburðarríka dagskrá hér að neðan. Þjóðhátíðarnefndin hvetur fólk til að klæðast þjóðbúningum eða vera með stúdentshúfur eða önnur höfuðföt í tilefni dagsins.
13.06.2025
Vinnuskólinn hefst mánudaginn 16. júní
Fréttir Lífið í bænum

Vinnuskólinn hefst mánudaginn 16. júní

Sveitarfélagið Stykkishólmur býður nemendum í 7. - 10. bekk með lögheimili í Stykkishólmi sumarvinnu í vinnuskólanum. Vinnuskólinn er oftast fyrsta launaða vinna unglinganna og því mikilvægur grunnur til að byggja á. Vinnuskólinn hefst mánudaginn 16. júní næstkomandi en nú þegar hafa nokkrir sumarstarfsmenn tekið til starfa í Þjónustumiðstöð sem vinna nú að því að slá og snyrta bæinn.
13.06.2025
Víkurhverfi, júní 2025
Fréttir

Helstu fréttir komnar út

Helstu fréttir eru komnar út. Tilgangur blaðsins er að bæta aðgengi íbúa að tilkynningum og fréttum frá sveitarfélaginu. Í því samhengi er sérstaklega horft til eldra fólks sem notast ekki við tölvur og liggur blaðið því frammi á Höfðaborg og Systraskjóli.
12.06.2025
Mynd frá 2024
Fréttir

Sumarnámskeið fyrir börn

Foreldrar og forráðamenn eru minntir á að ganga frá skráningu fyrir námskeið næstu viku fyrir hádegi á föstudags, 13. júní. Skráning í leikjanámskeið fyrir 1.-3. bekk er í netfangið klaudia@stykk.is. Skráning í námskeið fyrir 4.-6. bekk er í netfangið ragnaringi@stykk.is
12.06.2025
Stór hópur stendur að baki hátíðarinnar. Mynd af fb-síðu Sátunnar.
Fréttir Lífið í bænum

Sátan heppnaðist vel

Tónlistarhátíðin Sátan fór fram dagana 5.-7. júní í Stykkishólmi og setti hún sannarlega svip sinn á bæinn. Hátíðin var fyrst haldin í fyrrasumar og tókst vel til en sama má segja um hátíðina nú í ár sem fór friðsamlega og vel fram.
11.06.2025
Mynd frá Vestfjarðarvíkingnum árið 2020
Fréttir Lífið í bænum

Aflraunakeppnin Fjallkonan í Stykkishólmi

Aflraunakeppnin Fjallkonan fer fram 14. og 15. júní næstkomandi. Um er að ræða kraftakeppni kvenna sem fram fer í Snæfellsbæ og Stykkishólmi. Seinni keppnisdagur fer fram í Stykkishólmi þann 15. júní og hefst keppni kl. 12:00 við Stykkishólmskirkju. Þrjár greinar verða á dagská í Stykkishólmi en sú fyrsta fer fram við Stykkishólmskirkju, önnur á túninu við Hótel Egilsen og sú þriðja uppi í Súgandisey.
10.06.2025
Sundlaugin lokuð 9. júní
Fréttir

Sundlaugin lokuð 9. júní

Sundlaug Stykkishólms verður lokuð mánudaginn 9. júní vegna námskeiðs sem starfsfólk sækir, sama gildir um líkamsræktarstöðina Átak. Opnað verður aftur þriðjudaginn 10. júní kl. 07:00, með vaska endurþjálfaða starfsmenn.
08.06.2025
Getum við bætt efni síðunnar?