Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Formaður Snæfells og bæjarstjóri rita undir samning. Mynd Bence Petö
Fréttir

Ritað undir samstarfssamning milli Sveitarfélagsins Stykkishólms og Snæfells

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms samþykkti í lok janúar nýjan samstarfssamning við aðalstjórn Ungmennafélagsins Snæfells um eflingu íþróttastarfs í sveitarfélaginu, að undangenginni mikilli vinnu og samráði. Samningurinn var undirritaður í hálfleik á fyrsta heimaleik meistaraflokks karla Snæfells á nýju keppnistímabili, fimmtudaginn 9. október, þegar liðið mætti Fylki. Snæfell vann öruggan sigur í gær og voru lokatölur leiksins 90-78.
10.10.2025
Sundlaug lokað snemma á mánudaginn
Fréttir Þjónusta

Sundlaug lokað snemma á mánudaginn

Mánudaginn 6. október lokar Sundlaugin í Stykkishólmi kl. 18:00 vegna viðhalds Veitna á kerfinu. Íbúar í Stykkishólmi hafa fengið tilkynningu frá Veitum um að búast megi við lægri þrýstingi á köldu vatni í Stykkishólmi þann 06.október næstkomandi frá kl. 20:00 til miðnættis. Vakin er sérstaklega athygli á því að lægri þrýstingur á köldu vatni getur valdið því að aðeins renni heitt vatn úr blöndunartækjum sem getur valdið bruna.
03.10.2025
Laust starf í íþróttamiðstöð Stykkishólms
Fréttir Laus störf

Laust starf í íþróttamiðstöð Stykkishólms

Sveitarfélagið Stykkishólmur óskar eftir að ráða í starf í íþróttamiðstöð og við sundlaugavörslu, (karl) í íþróttamiðstöð Stykkishólms. Um er að ræða framtíðarstarf í 100% vaktavinnu. Æskilegt að umsækjandi geti hafið störf í byrjun janúar 2026.
03.10.2025
Opið fyrir styrkumsóknir bæjarstjórnar
Fréttir

Opið fyrir styrkumsóknir bæjarstjórnar

Bæjarstjórn Stykkishólms auglýsir eftir styrkumsóknum frá einstaklingum og fyrirtækjum í samræmi við reglur um styrkveitingar. Markmiðið með styrkjum bæjarstjórnar Stykkishólms er að styðja við sjálfsprottið starf, starfsemi frjálsra félagasamtaka og framtak einstaklinga sem stuðla að farsælli þróun samfélagsins, menningarlífs, lífsgæðum og fjölbreytilegu mannlífi og öflugu íþrótta- og æskulýðsstarfi.
02.10.2025
Starfamessa í Fjölbrautaskóla Snæfellinga
Fréttir

Starfamessa í Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Starfamessa er viðburður þar sem fyrirtæki, stofnanir og menntastofnanir kynna störf, starfsgreinar og menntunartækifæri fyrir nemendum grunn- og framhaldsskóla og öðrum áhugasömum. Slíkar messur hafa verið vinsælar meðal grunn- og framhaldsskólanema sem vilja kynna sér framtíðarmöguleika betur, bæði varðandi nám og störf.  Starfamessa verður haldin í Fjölbrautaskóla Snæfellinga þriðjudaginn 30. september. Almenninguri er boðin velkomin á viðburðinn frá 12:00 - 13:30.
29.09.2025
Snæfellsnes er fyrsti UNESCO vistvangurinn á Íslandi
Fréttir

Snæfellsnes er fyrsti UNESCO vistvangurinn á Íslandi

Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) staðfesti í dag, laugardaginn 27. september 2025, umsókn Íslands um að gera Snæfellsnes að vistvangi. Er þetta fyrsta svæðið á Íslandi sem hlýtur þessa alþjóðlegu viðurkenningu.
27.09.2025
Auglýsing um skipulag - Agustsonreitur
Fréttir Skipulagsmál

Auglýsing um skipulag - Agustsonreitur

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms samþykkti á 36. fundi sínum 8. maí 2025 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 vegna breytinga á landnotkun á svokölluðum Agustsonreit, við Aðalgötu 1, Austurgötu 1 og 2. Breytingin felur í sér að landnotkun breytist úr athafnasvæði í verslun- og þjónustu og íbúðarsvæði. (Mál nr. 40/2024)
24.09.2025
Auglýsing um skipulag - Hamraendi & Kallhamar
Fréttir Skipulagsmál

Auglýsing um skipulag - Hamraendi & Kallhamar

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms samþykkti á 35. fundi sínum 28. apríl 2025 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 vegna stækkunar athafnasvæðis við Hamraenda og grænna iðngarða við Kallhamar, ásamt breytingu á flugvelli. Breyting felur í sér að stækka núverandi athafnasvæði (A1) við Hamraenda norðvestan flugvallarins, að skilgreina stækkun á athafnasvæði A3 við Kallhamar, suðvestur af flugvellinum í Stykkishólmi, inn á svæði sem nú er skilgreint óbyggt svæði í aðalskipulagi, og gera ráð fyrir nýrri hafnaraðstöðu (H3). Þar byggist upp grænn iðngarður með áherslu á sjálfbæra nýtingu auðlinda í og við Breiðafjörð, haftengda starfsemi og nýsköpun og að endurskoða og breyta lengd flugbrautar og helgunarsvæði hennar í samráði við ISAVIA og aðlaga að aðliggjandi landnotkun. Ekki eru reglulegar flugsamgöngur við Stykkishólm, en flugbrautin nýtist m.a. fyrir sjúkraflug. (Mál nr. 1027/2024)
24.09.2025
40. fundur bæjarstjórnar
Fréttir Stjórnsýsla

40. fundur bæjarstjórnar

40. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms fer fram fimmtudaginn 25. september 2025 kl. 17:00 í bæjarstjórnarsal. Smelltu á hnappinn hér að neðan til að kynna þér dagská fundar.
23.09.2025
Heilsudagar í Hólminum 2025
Fréttir Lífið í bænum

Heilsudagar í Hólminum 2025

Heilsudagar í Hólminum eru haldnir dagana 22. - 30. september í tilefni af íþróttaviku Evrópu. Markmið vikunnar er að kynna íþróttir og hreyfingu fyrir almenningi sem getur hentað öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi og sporna þannig við auknu hreyfingarleysi meðal almennings. Meginmarkmið sveitarfélagsins með heilsudögum er að kynna allt það góða starf sem nú þegar er í boði í Stykkishólmi og jafnframt vekja athygli á öðrum möguleikum til hreyfingar á svæðinu.
19.09.2025
Getum við bætt efni síðunnar?