Fréttir
Ritað undir samstarfssamning milli Sveitarfélagsins Stykkishólms og Snæfells
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms samþykkti í lok janúar nýjan samstarfssamning við aðalstjórn Ungmennafélagsins Snæfells um eflingu íþróttastarfs í sveitarfélaginu, að undangenginni mikilli vinnu og samráði. Samningurinn var undirritaður í hálfleik á fyrsta heimaleik meistaraflokks karla Snæfells á nýju keppnistímabili, fimmtudaginn 9. október, þegar liðið mætti Fylki. Snæfell vann öruggan sigur í gær og voru lokatölur leiksins 90-78.
10.10.2025