Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Skiltinu verður komið fyrir á steininum á myndinni hér að ofan.
Fréttir

Skilti til minningar um vesturfara afhjúpað á höfninni

Nýtt skilti til minningar um vesturfara verður afhjúpað á höfninni í Stykkishólmi sunnudaginn 31. ágúst kl. 14:00. Skiltið er unnið í samvinnu við ættfræðifélagið Icelandic Roots. Félagið hefur það að markmiði að heiðra og halda á lofti sögu vesturfara og hjálpa fólki í Norður-Ameríku, og annars staðar í heiminum, að finna og efla tengsl sín við Ísland.
26.08.2025
Alzheimersamtökin með fræðslu í Stykkishólmi
Fréttir

Alzheimersamtökin með fræðslu í Stykkishólmi

Alzheimersamtökin bjóða til fræðslu í Stykkishólmi miðvikudaginn 27. ágúst kl. 17:00 á Höfðaborg, Skólastíg 14, þar sem starf samtakanna verður kynnt og fjallað um heilabilun, góð samskipti og stuðning við aðstandendur. Fræðslan er opin öllum áhugasömum og aðgangur er ókeypis.
25.08.2025
Leikhópurinn Lotta sýnir Hróa Hött í Hólmgarðinum
Fréttir Lífið í bænum

Leikhópurinn Lotta sýnir Hróa Hött í Hólmgarðinum

Leikhópurinn Lotta sýnir Hróa Hött í Hólmgarðinum í Stykkishólmi kl. 17:00 fimmtudaginn 21. ágúst.  Söguna um Hróa hött þekkja flestir en í útgáfu Leikhópsins Lottu fléttast ævintýrið um Þyrnirós inn í atburðarrásina og úr verður einstaklega fjörugt og skemmtilegt verk.
20.08.2025
Leikhópurinn Lotta í Hólmgarði
Fréttir Lífið í bænum

Leikhópurinn Lotta í Hólmgarði

Söguna um Hróa hött þekkja flestir en í útgáfu Leikhópsins Lottu fléttast ævintýrið um Þyrnirós inn í atburðarrásina og úr verður einstaklega fjörugt og skemmtilegt verk. Leikhópurinn Lotta sýnir Hróa Hött í Hólmgarðinum í Stykkishólmi kl. 17:00 föstudaginn 15. ágúst. Miðasala fer fram á staðnum en einnig er hægt að tryggja sér miða fyrirfram á tix.is. Miðaverð er 3.900 kr., en frítt er fyrir 2ja ára og yngri.
14.08.2025
Ríkisstjórn Íslands í Stykkishólmi
Fréttir

Ríkisstjórn Íslands í Stykkishólmi

Ríkisstjórn Íslands fundar í Stykkishólmi dagana 14.-15. ágúst og heldur sinn árlega sumarfund á Höfðaborg í Stykkishólmi. Meðal annars verður fundað með Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi en aðaláherslumál fundarins eru atvinnumál og mun sérstök umræða fara fram um fyrirhugaða atvinnustefnu. Þá mun ríkisstjórnin eiga ýmis óformlegri samtöl en að loknum ríkisstjórnarfundi, um kl. 10:30 föstudaginn 15. ágúst, býður ríkisstjórnin félagsmönnum Aftanskins og öðru eldra fólki í sveitarfélaginu til kaffisamsætis á Höfðaborg. Þar gefst gestum tækifæri til að eiga samtal við forsætisráðherra og aðra ráðherra ríkisstjórnarinnar um málefni líðandi stundar.
12.08.2025
Mynd af svæðinu
Fréttir Skipulagsmál

Mögulegt samstarf um uppbyggingu íbúðahverfis í Stykkishólmi

Sveitarfélagið Stykkishólmur leitar eftir áhugasömum aðila eða aðilum til frekari viðræðna um samstarf um skipulag og uppbyggingu íbúðarsvæðis vestan Borgarbrautar í Víkurhverfi í Stykkishólmi. Áhugasamir aðilar eru vinsamlegast beðnir um að senda umsókn í samræmi við ofangreint til Sveitarfélagsins Stykkishólms á netfangið stykkisholmur@stykkisholmur.is eigi síðar en fyrir lok dags þann 25. ágúst 2025.
11.08.2025
Viðvera atvinnu- og menningarráðgjafa SSV
Fréttir

Viðvera atvinnu- og menningarráðgjafa SSV

Helga Guðjónsdóttir, atvinnuráðgjafi SSV, og Sigursteinn Sigurðsson, menningarráðgjafi SSV, verða í Ráðhúsinu í Stykkishólmi þriðjudaginn 12. ágúst frá kl. 13:00 - 15:00. Verkefni atvinnuráðgjafa felast í að vera einstaklingum, fyrirtækjum og sveitarstjórnum til aðstoðar á sviði atvinnumála. m.a. er veitt:
11.08.2025
Ráðstefnan fer frá á Reykjum í Hrútafirði.
Fréttir

Ungmennaráðstefnan: Ungt fólk og lýðheilsa - fyrir ungmenni af öllu landinum

Ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðheilsa fer fram dagana 12. - 14. september 2025 á Reykjum í Hrútafirði. Umfjöllunarefni ráðstefnunnar í ár eru félagslegir töfrar. Ráðstefnan hefur það markmið að hvetja ungt fólk til þátttöku í félagsstarfi íþrótta- og ungmennafélagshreyfingarinnar á nýjan hátt, ekki aðeins með því að mæta á hefðbundar íþróttaæfingar.
08.08.2025
Sýningin Bergmál/Ekko opnar í Norska húsinu
Fréttir Lífið í bænum

Sýningin Bergmál/Ekko opnar í Norska húsinu

Sýningin Bergmál Ekko opnar í Byggðasafni Snæfellinga og Hnappdæla laugardaginn 9. ágúst kl. 14:00. Allir velkomnir og léttar veitingar í boði.
07.08.2025
Ráðhúsið lokað 1. ágúst
Fréttir Þjónusta

Ráðhúsið lokað 1. ágúst

Ráðhúsið í Stykkishólmi verður lokað föstudaginn 1. ágúst vegna sumarleyfa. 
30.07.2025
Getum við bætt efni síðunnar?