Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Unnið er að viðgerð á götulýsingu við Borgarbraut
Fréttir

Unnið er að viðgerð á götulýsingu við Borgarbraut

Unnið er að viðgerð á götulýsingu við Borgarbraut. Minniháttar framkvæmdir stóðu yfir við gangbraut á Borgarbrautinni í gær þegar strengur fór í sundur sem olli því að rafmagn fór af hluta ljósastaura á svæðinu.
12.01.2024
Íbúakönnun landshlutanna - óskað eftir þátttöku íbúa
Fréttir

Íbúakönnun landshlutanna - óskað eftir þátttöku íbúa

Vakin er athygli á íbúakönnun landshlutanna og íbúar jafnframt hvattir til að taka þátt í könnuninni. Íbúakönnun landshlutanna er á vegum allra landshlutasamtaka á landsbyggðinni, atvinnuþróunarfélaga og Byggðastofnunar. Hún er ætluð öllum íbúum sem náð hafa 18 ára aldri. Markmiðið er að kanna hver staða íbúanna er á vinnumarkaði, mat þeirra á búsetuskilyrðum, framtíðarvæntingar og almennri líðan – allt til að geta gert gott samfélag enn betra.
11.01.2024
Lys op for stop
Fréttir

Lys op for stop

Nú þegar snjórinn hefur bráðnað niður er myrkrið í morgunsárið enn meira en áður. Erfitt getur verið að sjá gangandi og hjólandi vegfarendur þrátt fyrir götulýsingu og ökuljós bifreiða. Nú er því rétti tíminn til að draga upp endurskinsmerkin ef þau eru enn ofan í skúffu, jafnt börn sem fullorðnir. Með því að gera sig sýnilega með endurskinsmerkum auka vegfarendur eigið öryggi. Ökumenn sjá vegfarendur fyrr og eru því líklegri til að stoppa þegar þörf er á, eða eins og daninn segir gjarnan Lys op for stop! Raunar er það strætisvagnafyrirtækið Sydtrafik sem kastaði þessum frasa fram til að hvetja viðskiptavini sína til að láta meira á sér bera við stoppistöðvar. En dönsk skólabörn gripu frasan á lofti og nota óspart til að hvetja til notkunar endurskinsmerkja almennt.
08.01.2024
Helstu fréttir komnar út
Fréttir

Helstu fréttir komnar út

Fyrsta tölublað Helstu frétta er komið út. Blaðinu er ætlað að bæta upplýsingaflæði frá sveitarfélaginu og ná til þeirra sem ekki nota tölvur. Stór hluti markhópsins eru eldra fólk en blaðið liggur frammi á Höfðaborg og Systraskjóli.
05.01.2024
Opinn kynningarfundur um breytingu á deiliskipulagi Víkurhverfis
Fréttir Skipulagsmál

Opinn kynningarfundur um breytingu á deiliskipulagi Víkurhverfis

Haldinn verður opinn kynningarfundur um breytingu á deiliskipulagi Víkurhverfis í Amtsbókasafninu í Stykkishólmi fimmtudaginn 11. janúar kl. 17:00. Áður var haldinn fundur um sama efni 19. desember síðastliðinn en svo óheppilega vildi til að fundurinn var á sama tíma og hátíðartónleikar Tónlistarskólans. Í ljósi þessa var ákveðið að halda annan fund og gefa þannig þeim sem ekki komust síðast kost á því að mæta nú og kynna sér breytinguna.
03.01.2024
Starfsmenn Þjónustumiðstöðvar hirða upp jólatré
Fréttir

Starfsmenn Þjónustumiðstöðvar hirða upp jólatré

Þegar lifandi jólatré hafa þjónað sínu hlutverki er mikilvægt að koma þeim í réttan farveg. Starfsmenn Þjónustumiðstöðvar munu hirða upp jólatré sem sett hafa verið út að lóðarmörkum dagana 7.-12. janúar 2024.
28.12.2023
Mynd frá þrettándanum 2023.
Fréttir

Þrettándabrenna laugardaginn 6. janúar

Líkt og undanfarin ár verður ekki haldin áramótabrenna í Stykkishólmi en þess í stað þeim mun veglegri brenna á þrettándanum. Hefur þessi hefð mæst vel fyrir í Hólminum síðustu ár. Kveikt verður í þrettándabrennu við Vatnsás fyrir innan tjaldsvæðið laugardaginn 6. janúar um kl. 17:00. Fólk er hvatt til að koma saman og kveðja jólahátíðina með söng og gleði. Gott er að rifja upp gömlu góðu þrettándalögin og hafa textana klára á símanum. Hægt er að nálgast textana hér að neðan.
27.12.2023
Snjómokstur yfir hátíðarnar
Fréttir

Snjómokstur yfir hátíðarnar

Búast má við að þjónusta við snjómokstur verði heldur skjögur yfir hátíðarnar en búa þar margþættar ástæður að baki. Eru íbúar sveitarfélagsins beðnir um að sýna skilning og njóta hátíðana eftir fremsta megni. Spár gera ráð fyrir áframhaldandi forsti en lítilli ofankomu næstu daga.
21.12.2023
Friðarganga á Þorláksmessu
Fréttir

Friðarganga á Þorláksmessu

Á Þorláksmessu, 23. desember, kl. 18.00 verður gengið til friðar frá Hólmgarði niður á Pláss. Níundi bekkur selur rafkerti við upphaf göngu í fjáröflunarskyni. Fyrir ári síðan var hefðbundnum kyndlum skipt út fyrir rafkerti og var almenn ánægja með þá breytingu, en rafkertin er hægt að taka með heim og nýta þar. Auk þess selur níundi bekkur heitt súkkulaði á plássinu að lokinni göngu. Þá verður einnig veitt viðurkenning fyrir fallega skreytt hús. Nemendur níunda bekkjar sáu um valið.
21.12.2023
Mynd úr safni
Fréttir

Hátíðartónleikar Tónlistarskóla Stykkishólms

Í dag, þriðjudaginn 19.desember, kl. 18:00 verða haldnir hátíðartónleikar Tónlistarskóla Stykkishólms í Stykkishólmskirkju. Nemendur allra kennara sýna afrakstur annarinnar og efnisskráin því fjölbreytt og jólaleg.
19.12.2023
Getum við bætt efni síðunnar?