Fréttir
Skilti til minningar um vesturfara afhjúpað á höfninni
Nýtt skilti til minningar um vesturfara verður afhjúpað á höfninni í Stykkishólmi sunnudaginn 31. ágúst kl. 14:00. Skiltið er unnið í samvinnu við ættfræðifélagið Icelandic Roots. Félagið hefur það að markmiði að heiðra og halda á lofti sögu vesturfara og hjálpa fólki í Norður-Ameríku, og annars staðar í heiminum, að finna og efla tengsl sín við Ísland.
26.08.2025