Fréttir & tilkynningar
Fréttir
Berserkir leita að fundargerðabók
Aðalfundur Björgunarsveitarinnar Berserkja verður haldinn þriðjudaginn 11. nóvember 2025 kl. 20:00 í húsi Félagsins á Nesvegi 1. Meðal dagskrárliða á fundinum er skrásetning sögu félagsins en björgunarveitin vinnur nú að því að skrásetja sögu Berserkja með skipulögðum hætti. Fyrsta fundargerðabók björgunarsveitarinnar hefur ekki komið í leitirnar ennþá og biðlar sveitin því til þeirra sem eitthvað kunna að vita um afdirf hennar að hafa samband.
Þá eru allar upplýsingar frá tímabilinu 1972 til 1976 vel þegnar. Þeir sem geta sagt frá störfum sveitarinnar frá þessum tíma, vinsamlegast hafið samband við Svanborgu í síma 860 8843 eða á netfangið svansig50@gmail.com
10.11.2025
Fréttir
Lys op for stop
Þá vekur skammdegið jafnan athygli á þeim ljósastaurum sem sinna ekki tilgangi sínum sem skildi en sveitarfélagið hefur fengið nokkrar ábendingar um ljóslausa staura hér og þar í bænum. Sveitarfélagið tók við umsjón ljósastaura af Rarik árið 2019 og var fljótlega byrjað að skipta út gömlum lömpum og LED lampar settir í staðinn. Þetta bætir lýsingu og sparar rekstrakostnað á götulýsingu í Stykkishólmi umtalsvert. Búið er að LED-væða víða í bænum en það verkefni er enn í gangi. Eins og sjá má á myndinni hér til hliðar er nú unnið að því að lagfæra þá staura sem er ljóslausir.
07.11.2025
Fréttir
Hrekkjavaka í Hólminum
Í ljósi þess að veðurspá fyrir föstudag er afar slæm hefur foreldrafélag grunnskólans ákveðið að flýta göngunni í ár og hvetur fjölskyldur og vini til að ganga í hús á eigin forsendum milli kl. 17:30 og 19:30 fimmtudaginn 30. október, þar sem börn safna sér sælgæti. Eins og áður verður gengið út frá þeirri reglu að banka megi uppá þar sem hús hafa verið merkt eða skreytt við eða á hurðina með skýrum hætti í tilefni Hrekkjavökunnar.
29.10.2025
Skipulagsmál
Fréttir Skipulagsmál
Auglýsing um skipulag - Agustsonreitur
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms samþykkti á 36. fundi sínum 8. maí 2025 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 vegna breytinga á landnotkun á svokölluðum Agustsonreit, við Aðalgötu 1, Austurgötu 1 og 2. Breytingin felur í sér að landnotkun breytist úr athafnasvæði í verslun- og þjónustu og íbúðarsvæði. (Mál nr. 40/2024)
24.09.2025
Fréttir Skipulagsmál
Auglýsing um skipulag - Hamraendi & Kallhamar
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms samþykkti á 35. fundi sínum 28. apríl 2025 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 vegna stækkunar athafnasvæðis við Hamraenda og grænna iðngarða við Kallhamar, ásamt breytingu á flugvelli. Breyting felur í sér að stækka núverandi athafnasvæði (A1) við Hamraenda norðvestan flugvallarins, að skilgreina stækkun á athafnasvæði A3 við Kallhamar, suðvestur af flugvellinum í Stykkishólmi, inn á svæði sem nú er skilgreint óbyggt svæði í aðalskipulagi, og gera ráð fyrir nýrri hafnaraðstöðu (H3). Þar byggist upp grænn iðngarður með áherslu á sjálfbæra nýtingu auðlinda í og við Breiðafjörð, haftengda starfsemi og nýsköpun og að endurskoða og breyta lengd flugbrautar og helgunarsvæði hennar í samráði við ISAVIA og aðlaga að aðliggjandi landnotkun. Ekki eru reglulegar flugsamgöngur við Stykkishólm, en flugbrautin nýtist m.a. fyrir sjúkraflug. (Mál nr. 1027/2024)
24.09.2025
Fréttir Skipulagsmál
Mögulegt samstarf um uppbyggingu íbúðahverfis í Stykkishólmi
Sveitarfélagið Stykkishólmur leitar eftir áhugasömum aðila eða aðilum til frekari viðræðna um samstarf um skipulag og uppbyggingu íbúðarsvæðis vestan Borgarbrautar í Víkurhverfi í Stykkishólmi. Áhugasamir aðilar eru vinsamlegast beðnir um að senda umsókn í samræmi við ofangreint til Sveitarfélagsins Stykkishólms á netfangið stykkisholmur@stykkisholmur.is eigi síðar en fyrir lok dags þann 25. ágúst 2025.
11.08.2025
Fréttir Skipulagsmál
Breyting á Aðalskipulagi Helgafellssveitar og nýtt deiliskipulag fyrir Hóla 5a
Þann 28. apríl síðastliðinn, samþykkti bæjarstjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Hóla 5a samanber 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
16.07.2025
Láttu hólminn heilla þig
Stykkishólmur er staðsettur á Snæfellsnesi og er tilvalinn stökkpallur og bækistöð fyrir þig og fjölskylduna á ferðalagi.
Njóttu þess að dvelja í Stykkishólmi og fara jafnvel í ævintýralegar dagsferðir um Vesturlandið.
Hvað er í Stykkishólmi
Sundlaugin
Glæsileg sundlaugaraðstaða var tekin í notkun árið 1999. Innilaug, 25 metra útilaug með vatnsrennibraut ásamt vaðlaug og heitum pottum.
Súgandisey
Súgandisey er órjúfanlegur partur af ásýnd hafnarsvæðisins og er án efa eitt af þekktustu kennileitum Stykkishólms.
Hólmgarður
Hólmgarður er gróðurríkt og fallegt svæði í miðju Stykkishólms sem setur sinn svip á bæinn. Garðurinn er nýttur fyrir samkomur á hátíðisdögum.
Stykkishólmskirkja
Kirkjan er eitt af kennileitum Stykkishólms og önnur tveggja kirkja í Stykkishólmi í eigu Stykkishólmssafnaðar.
Leikvellir
Í Stykkishólmi er alltaf stutt í næsta leikvöll. Þeir stærstu eru leikvellirnir við grunnskólann og leikskólann, þar að auki eru vel búnir leikvellir við Skúlagötu og Lágholt sem henta öllum aldurshópum. Á Garðaflöt er nýjasti völlurinn í leikflóru Stykkishólms sem hentar vel fyrir yngstu börnin.
Gömlu húsin
Oft er vísað til miðbæjar Stykkishólms sem safns gamalla húsa en húsin í bænum gefa Stykkishólmi sérstakt yfirbragð þar sem tekist hefur að varðveita gömlu bæjarmyndina.
Amtsbókasafn og Ljósmyndasafn Stykkishólms
Á bókasafninu má m.a. nálgast bækur og tímarit til útláns eða til aflestrar á safninu, fá kaffisopa og aðgang að þráðlausu neti.
Norska húsið
Byggðasafn Snæfellinga, sem nefnist Norska húsið, er staðsett í Stykkishólmi og þangað er bæði skemmtilegt og fróðlegt að koma.
Vatnasafn
Vatnasafnið - Library of Water er rekið í samstarfi við breska listafyrirtækið Artangel og er innsetningarverk bandarísku listakonunnar Roni Horn.
Klifurveggur
Íþróttamiðstöðin í Stykkishólmi skartar 8 metra háum klifurvegg sem er frábær afþreying. Á veggnum eru margar miserfiðar klifurleiðir og hentar hann því bæði byrjendum og lengra komnum en klifurleiðirnar eru skilgreindar eftir litum á gripunum. Áhugasömum klifrurum er bent á að hægt er að kaupa aðgang að íþróttasalnum og spreyta sig á veggnum.
Stykkishólmshöfn
Stykkishólmshöfn veitir þjónustu við allar stærðir báta og skipa upp að 130 m. lengd.
Hafnarstjóri: Jakob Björgvin Jakobsson
Hafnarvörður, lóðs-, og vigtarmaður: Kjartan Karvelsson, hs. 438-1657
Verndarfulltrúi: Kjartan Karvelsson hs. 438-1657
Til vara Símon Már Sturluson, hs. 438-1474.