Fréttir & tilkynningar

Fréttir
35. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms
35. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms fer fram mánudaginn 28. apríl kl. 13:00 í bæjarstjórnarsal. Smelltu á hnappinn hér að neðan til að kynna þér dagská fundar.
26.04.2025

Fréttir
Stóri plokkdagurinn í Stykkishólmi
Stóri plokkdagurinn verður haldinn um land allt sunnudaginn 27. apríl og eru íbúar hvattir til að plokka og fegra nærumhverfi sitt í tilefni dagsins. Umhverfis- og náttúruverndarnefnd samþykkti á 5. fundi sínum að halda utan um og skipuleggja stóra plokkdaginn 2025 í sveitarfélaginu og tryggja þannig þátttöku sveitarfélagsins í þessu mikilvæga verkefni.
25.04.2025

Fréttir
Sumardagurinn fyrsti í Stykkishólmi
Sumardagurinn fyrsti verður haldin hátíðlegur um land allt fimmtudaginn 24. apríl. Verðurspá fyrir Stykkishólm gerir ráð fyrir 11 stiga hita, sól og mildri austangolu. Foreldrafélag Grunnskólans í Stykkishólmi stendur fyrir fjölskylduskemmtun af tilefni dagsins. Fjörið hefst kl. 11:00 á íþróttavellinum þar sem byrjað verður á léttu hlaupi áður en farið verður í leiki. Þá mun formaður foreldrafélagsins grilla pylsur fyrir börnin og leika um leið sínar alkunnu listir á grillspaðann.
22.04.2025

Fréttir
Grunnskólinn stækkar og meira til
Eins og kunnugt er festi sveitarfélagið nýverið kaup á færanlegum húseiningum. Húseiningarnar voru seldar á uppboði frá Reykjavíkurborg og stóðu áður við Dalskóla. Einingarnar eru um 480 fermetrar að stærð, en þar af er 178 fermetra einingahús úr timbri sem nýtt verður sem tvær kennslustofur, sérkennslurými og opið rými til kennslu. Þar að auki er salerni í húsinu. Búið er að undirbúa fyrir komu húsanna en flutningur hófst á mánudagskvöldið 14. apríl. Hluti húsanna er nú þegar kominn í Hólminn en beðið er betra veðurs til að flytja rest.
16.04.2025
Skipulagsmál

Fréttir Skipulagsmál
Tillögur að skipulagi fyrir Hamraenda og Kallhamar kynntar
Bæjarstjórn samþykkti á 33. fundi sínum 27. febrúar að kynna vinnslutillögur vegna breytingar á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 og deiliskipulagstillögur fyrir Kallhamar og Hamraenda í samræmi við 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Opið hús vegna vinnslutillagnanna verður haldið á Amtsbókasafninu í Stykkishólmi, þriðjudaginn 25. mars 2025 kl. 16.00-18.00.
28.02.2025

Fréttir Skipulagsmál
Vinnslutillögur fyrir Agustsonreit kynntar
Bæjarráð samþykkti á 24. fundi sínum 14. ágúst 2024 að kynna vinnslutillögur vegna breytingar á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 og nýs deiliskipulags fyrir Agustsonreit í samræmi við 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með minniháttar uppfærslum í samræmi við umræður á fundinum.
Vinnslutillögurnar eru nú til kynningar með athugasemdafresti til og með 7. mars 2025. Eingöngu verður tekið við athugasemdum í gegnum Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar.
Opið hús vegna vinnslutillagnanna verður haldið í Amtbókasafninu í Stykkishólmi, miðvikudaginn 26. febrúar 2025 kl.16.00- 18.00.
Skipulagshönnuður verður með kynningu kl. 16:30.
07.02.2025

Fréttir Skipulagsmál
Auglýsing - Tillaga að endurskoðuðu aðalskipulagi
Sveitarfélagið Stykkishólmur hefur haft til meðferðar tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012 – 2024 . Bæjarstjórn Stykkishólms samþykkti á fundi sínum þann 24.04.2024, að auglýsa tillögu að breytingu aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 í samræmi við ákvæði skipulagslaga nr. 123/2010.
19.12.2024

Fréttir Skipulagsmál
Skipulagsauglýsing - Birkilundur í Helgafellssveit
Þann 14. ágúst 2024 samþykkti bæjarráð Sveitarfélagsins Stykkishólms, í umboði bæjarstjórnar, að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. laganna og nýtt deiliskipulag fyrir Birkilund í Helgafellssveit í samræmi við 1. og 2. mgr. 41. gr. laganna.
02.10.2024
Láttu hólminn heilla þig
Stykkishólmur er staðsettur á Snæfellsnesi og er tilvalinn stökkpallur og bækistöð fyrir þig og fjölskylduna á ferðalagi.
Njóttu þess að dvelja í Stykkishólmi og fara jafnvel í ævintýralegar dagsferðir um Vesturlandið.

Hvað er í Stykkishólmi

Sundlaugin
Glæsileg sundlaugaraðstaða var tekin í notkun árið 1999. Innilaug, 25 metra útilaug með vatnsrennibraut ásamt vaðlaug og heitum pottum.

Súgandisey
Súgandisey er órjúfanlegur partur af ásýnd hafnarsvæðisins og er án efa eitt af þekktustu kennileitum Stykkishólms.

Hólmgarður
Hólmgarður er gróðurríkt og fallegt svæði í miðju Stykkishólms sem setur sinn svip á bæinn. Garðurinn er nýttur fyrir samkomur á hátíðisdögum.

Stykkishólmskirkja
Kirkjan er eitt af kennileitum Stykkishólms og önnur tveggja kirkja í Stykkishólmi í eigu Stykkishólmssafnaðar.

Leikvellir
Í Stykkishólmi er alltaf stutt í næsta leikvöll. Þeir stærstu eru leikvellirnir við grunnskólann og leikskólann, þar að auki eru vel búnir leikvellir við Skúlagötu og Lágholt sem henta öllum aldurshópum. Á Garðaflöt er nýjasti völlurinn í leikflóru Stykkishólms sem hentar vel fyrir yngstu börnin.

Gömlu húsin
Oft er vísað til miðbæjar Stykkishólms sem safns gamalla húsa en húsin í bænum gefa Stykkishólmi sérstakt yfirbragð þar sem tekist hefur að varðveita gömlu bæjarmyndina.

Amtsbókasafn og Ljósmyndasafn Stykkishólms
Á bókasafninu má m.a. nálgast bækur og tímarit til útláns eða til aflestrar á safninu, fá kaffisopa og aðgang að þráðlausu neti.

Norska húsið
Byggðasafn Snæfellinga, sem nefnist Norska húsið, er staðsett í Stykkishólmi og þangað er bæði skemmtilegt og fróðlegt að koma.

Vatnasafn
Vatnasafnið - Library of Water er rekið í samstarfi við breska listafyrirtækið Artangel og er innsetningarverk bandarísku listakonunnar Roni Horn.

Klifurveggur
Íþróttamiðstöðin í Stykkishólmi skartar 8 metra háum klifurvegg sem er frábær afþreying. Á veggnum eru margar miserfiðar klifurleiðir og hentar hann því bæði byrjendum og lengra komnum en klifurleiðirnar eru skilgreindar eftir litum á gripunum. Áhugasömum klifrurum er bent á að hægt er að kaupa aðgang að íþróttasalnum og spreyta sig á veggnum.

Stykkishólmshöfn
Stykkishólmshöfn veitir þjónustu við allar stærðir báta og skipa upp að 130 m. lengd.
Hafnarstjóri: Jakob Björgvin Jakobsson
Hafnarvörður, lóðs-, og vigtarmaður: Kjartan Karvelsson, hs. 438-1657
Verndarfulltrúi: Kjartan Karvelsson hs. 438-1657
Til vara Símon Már Sturluson, hs. 438-1474.