Fréttir & tilkynningar

Fréttir
Pottasvæðið opnað að nýju í Sundlaug Stykkishólms
Undanfarið hafa staðið yfir umfangsmiklar framkvæmdir á sundlaugarsvæðinu í Stykkishólmi, sem margir íbúar og gestir hafa eflaust tekið eftir. Stærstur hluti vinnunnar fór fram neðanjarðar, þar sem meðal annars var lagt nýtt snjóbræðslukerfi undir hellulögnina og unnið að endurbótum á lagnakerfum. Aðgengi að sundlaugarsvæðinu hefur verið opnað í áföngum eftir því sem verkinu hefur miðað áfram, en útisvæðið opnaði að nýju 5. júní síðastliðinn. Nú er framkvæmdum við nýju pottana lokið og pottasvæðið opið á ný. Þar má nú finna tvo nýja potta – annars vegar hefðbundinn klórpott og hins vegar pott með hinu einstaka heilsuvatni sem við í Stykkishólmi státum af, en sá pottur er heitari.
05.07.2025

Fréttir Lífið í bænum
Tónlistarhátíðin Heima í Hólmi 2025
Dagana 11 - 12. júlí verður tónlistarhátíðin Heima í Hólmi haldin í annað sinn. Hátíðin er hugarfóstur Hjördísar Pálsdóttur sem sér um undirbúning og skipulag. Á hátíðinni fara fram tónleikar í heimahúsum, heimagörðum eða á óvenjulegum stöðum vísvegar um bæinn. Fjöldi vandaðra listamanna koma fram á hátíðinni og ætti enginn tónlistarunnandi að láta þennan stórskemmtilega viðburð framhjá sér fara. Meðal þeirra sem fram koma á hátíðinni í ár eru Svavar Knútur, Soffía, Snorri Helgason, Katla Njálsdóttir, Hólmararnir Birta og Friðrik Sigþórsbörn, Svenni Davíðs, hljómsveitin Skelbót og hinn eini sanni Herbert Guðmundsson.
27.06.2025

Fréttir Stjórnsýsla
Leitað eftir áhugasömum til samtals um uppbyggingu á lóð R1 í Víkurhverfi
Á 34. fundi bæjarráðs var lagt til að lóðin R1 í Víkurhverfi verði auglýst laus til umsóknar með það að markmiði að umsækjandi sæki til sveitarfélagsins um heimild til uppbyggingar á lóðinni á grunni gr. 4.2. í lóðarreglum sveitarfélagsins með þeirri forsendu að miðað verði við 600 fm2 byggingarmagn, bílastæði snúi að Borgarbraut og íbúðir verði allt að fjórar með bílskúrsheimild. Forgangsröðun úthlutunnar til áhugasamra aðila skuli byggja á gr. 4.2.2. í lóðarreglum sveitarfélagsins.
27.06.2025

Fréttir
Gjaldtaka á hafnarsvæðinu í Stykkishólmi
Gjaldtaka fyrir bílastæði á höfninni í Stykkishólmi hefur verið til umræðu í stjórnsýslu sveitarfélagsins um nokkurt skeið en bæjarstjórn samþykkti samþykkt um bílastæðasjóð Stykkishólms og gjaldskrá bílastæðasjóðs á fundi sínum í júní 2024. Nú hefur verið samið við Parka lausnir ehf. um að sjá um gjaldheimtu fyrir bílastæði á hafnarsvæðinu sem hefst nú í sumar.
27.06.2025
Skipulagsmál

Fréttir Skipulagsmál
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Víkurhverfis
Þann 8. maí síðastliðinn, samþykkti bæjarstjórn Stykkishólms að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Víkurhverfi skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsbreyting nær til lóðar D þar sem íbúðum fjölgar úr 4-6 í 10 íbúðir, byggingarreitur breytist þannig að 10 íbúðir passi betur á reitina og bílastæðum fjölgar úr 7 í 10.
21.05.2025

Fréttir Skipulagsmál
Tillögur að skipulagi fyrir Hamraenda og Kallhamar kynntar
Bæjarstjórn samþykkti á 33. fundi sínum 27. febrúar að kynna vinnslutillögur vegna breytingar á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 og deiliskipulagstillögur fyrir Kallhamar og Hamraenda í samræmi við 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Opið hús vegna vinnslutillagnanna verður haldið á Amtsbókasafninu í Stykkishólmi, þriðjudaginn 25. mars 2025 kl. 16.00-18.00.
28.02.2025

Fréttir Skipulagsmál
Vinnslutillögur fyrir Agustsonreit kynntar
Bæjarráð samþykkti á 24. fundi sínum 14. ágúst 2024 að kynna vinnslutillögur vegna breytingar á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 og nýs deiliskipulags fyrir Agustsonreit í samræmi við 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með minniháttar uppfærslum í samræmi við umræður á fundinum.
Vinnslutillögurnar eru nú til kynningar með athugasemdafresti til og með 7. mars 2025. Eingöngu verður tekið við athugasemdum í gegnum Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar.
Opið hús vegna vinnslutillagnanna verður haldið í Amtbókasafninu í Stykkishólmi, miðvikudaginn 26. febrúar 2025 kl.16.00- 18.00.
Skipulagshönnuður verður með kynningu kl. 16:30.
07.02.2025

Fréttir Skipulagsmál
Auglýsing - Tillaga að endurskoðuðu aðalskipulagi
Sveitarfélagið Stykkishólmur hefur haft til meðferðar tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012 – 2024 . Bæjarstjórn Stykkishólms samþykkti á fundi sínum þann 24.04.2024, að auglýsa tillögu að breytingu aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 í samræmi við ákvæði skipulagslaga nr. 123/2010.
19.12.2024
Láttu hólminn heilla þig
Stykkishólmur er staðsettur á Snæfellsnesi og er tilvalinn stökkpallur og bækistöð fyrir þig og fjölskylduna á ferðalagi.
Njóttu þess að dvelja í Stykkishólmi og fara jafnvel í ævintýralegar dagsferðir um Vesturlandið.

Hvað er í Stykkishólmi

Sundlaugin
Glæsileg sundlaugaraðstaða var tekin í notkun árið 1999. Innilaug, 25 metra útilaug með vatnsrennibraut ásamt vaðlaug og heitum pottum.

Súgandisey
Súgandisey er órjúfanlegur partur af ásýnd hafnarsvæðisins og er án efa eitt af þekktustu kennileitum Stykkishólms.

Hólmgarður
Hólmgarður er gróðurríkt og fallegt svæði í miðju Stykkishólms sem setur sinn svip á bæinn. Garðurinn er nýttur fyrir samkomur á hátíðisdögum.

Stykkishólmskirkja
Kirkjan er eitt af kennileitum Stykkishólms og önnur tveggja kirkja í Stykkishólmi í eigu Stykkishólmssafnaðar.

Leikvellir
Í Stykkishólmi er alltaf stutt í næsta leikvöll. Þeir stærstu eru leikvellirnir við grunnskólann og leikskólann, þar að auki eru vel búnir leikvellir við Skúlagötu og Lágholt sem henta öllum aldurshópum. Á Garðaflöt er nýjasti völlurinn í leikflóru Stykkishólms sem hentar vel fyrir yngstu börnin.

Gömlu húsin
Oft er vísað til miðbæjar Stykkishólms sem safns gamalla húsa en húsin í bænum gefa Stykkishólmi sérstakt yfirbragð þar sem tekist hefur að varðveita gömlu bæjarmyndina.

Amtsbókasafn og Ljósmyndasafn Stykkishólms
Á bókasafninu má m.a. nálgast bækur og tímarit til útláns eða til aflestrar á safninu, fá kaffisopa og aðgang að þráðlausu neti.

Norska húsið
Byggðasafn Snæfellinga, sem nefnist Norska húsið, er staðsett í Stykkishólmi og þangað er bæði skemmtilegt og fróðlegt að koma.

Vatnasafn
Vatnasafnið - Library of Water er rekið í samstarfi við breska listafyrirtækið Artangel og er innsetningarverk bandarísku listakonunnar Roni Horn.

Klifurveggur
Íþróttamiðstöðin í Stykkishólmi skartar 8 metra háum klifurvegg sem er frábær afþreying. Á veggnum eru margar miserfiðar klifurleiðir og hentar hann því bæði byrjendum og lengra komnum en klifurleiðirnar eru skilgreindar eftir litum á gripunum. Áhugasömum klifrurum er bent á að hægt er að kaupa aðgang að íþróttasalnum og spreyta sig á veggnum.

Stykkishólmshöfn
Stykkishólmshöfn veitir þjónustu við allar stærðir báta og skipa upp að 130 m. lengd.
Hafnarstjóri: Jakob Björgvin Jakobsson
Hafnarvörður, lóðs-, og vigtarmaður: Kjartan Karvelsson, hs. 438-1657
Verndarfulltrúi: Kjartan Karvelsson hs. 438-1657
Til vara Símon Már Sturluson, hs. 438-1474.