Fréttir & tilkynningar

Fréttir
Samtalsfundur vegna fjárhagsáætlunar
Boðað er til samtalsfundar mánudaginn 11. desember um fjárhagsáætlun Stykkishólms fyrir tímabilið 2024-2027 þar sem bæjarstjóri mun í samtali við viðstadda gera grein fyrir markmiðum fjárhagsáætlunar og helstu áherslum.
08.12.2023

Fréttir
Boðskort á útskrift FSN 20. desember 2023
Útskriftarhátíð Fjölbrautaskóla Snæfellinga verður haldin miðvikudaginn 20. desember í hátíðarsal skólans í Grundarfirði. Hátíðin hefst kl.14:00 og að henni lokinni verða kaffiveitingar í boði skólans. Allir velunnarar skólans eru velkomnir.
08.12.2023

Fréttir
Ritað undir verksamning vegna Víkurhverfis
Miðvikudaginn 27. september síðastliðinn var verksamningur vegna Víkurhverfis undirritaður. Samningsaðilar eru Sveitarfélagið Stykkishólmur, Veitur ofh., Míla hf., Rarik ohf. sem saman eru verkkaupar og kaupa vinnu af BB og Synir ehf. en BB var eina fyrirtækið sem bauð í verkið. Fyrsta tilboði var þó hafnað þar sem tilboðið var 30,5% yfir kostnaðaráætlun. Á grundvelli viðræðna lagði BB fram endurskoðað tilboð, sem var 15,7% yfir kostnaðaráætlun en því var jafnframt hafnað. Frekari viðræður aðila leiddu til þess að BB lagði fram nýtt tilboð sem var 5,4% yfir kostnaðaráætlun og var gengist við því.
04.12.2023

Fréttir
Opin skrifstofa SSV í Stykkishólmi
Helga atvinnuráðgjafi og Sigursteinn menningarfulltrúi verða með opnar skrifstofurí Stykkishólmi og Grundarfirði 12. desember næstkomandi á eftirfarandi tímum: Sögumiðstöðin í Grundarfirði kl. 10:00 - 14:00, Ráðhúsið í Stykkishólmi kl. 10:00 - 15:00.
01.12.2023
Láttu hólminn heilla þig
Stykkishólmur er staðsettur á Snæfellsnesi og er tilvalinn stökkpallur og bækistöð fyrir þig og fjölskylduna á ferðalagi.
Njóttu þess að dvelja í Stykkishólmi og fara jafnvel í ævintýralegar dagsferðir um Vesturlandið.

Hvað er í Stykkishólmi

Sundlaugin
Glæsileg sundlaugaraðstaða var tekin í notkun árið 1999. Innilaug, 25 metra útilaug með vatnsrennibraut ásamt vaðlaug og heitum pottum.

Súgandisey
Súgandisey er órjúfanlegur partur af ásýnd hafnarsvæðisins og er án efa eitt af þekktustu kennileitum Stykkishólms.

Stykkishólmskirkja
Kirkjan er eitt af kennileitum Stykkishólms og önnur tveggja kirkja í Stykkishólmi í eigu Stykkishólmssafnaðar.

Leikvellir
Í Stykkishólmi er alltaf stutt í næsta leikvöll. Þeir stærstu eru leikvellirnir við grunnskólann og leikskólann, þar að auki eru vel búnir leikvellir við Skúlagötu og Lágholt sem henta öllum aldurshópum. Á Garðaflöt er nýjasti völlurinn í leikflóru Stykkishólms sem hentar vel fyrir yngstu börnin.

Gömlu húsin
Oft er vísað til miðbæjar Stykkishólms sem safns gamalla húsa en húsin í bænum gefa Stykkishólmi sérstakt yfirbragð þar sem tekist hefur að varðveita gömlu bæjarmyndina.

Amtsbókasafn og Ljósmyndasafn Stykkishólms
Á bókasafninu má m.a. nálgast bækur og tímarit til útláns eða til aflestrar á safninu, fá kaffisopa og aðgang að þráðlausu neti.

Norska húsið
Byggðasafn Snæfellinga, sem nefnist Norska húsið, er staðsett í Stykkishólmi og þangað er bæði skemmtilegt og fróðlegt að koma.

Vatnasafn
Vatnasafnið - Library of Water er rekið í samstarfi við breska listafyrirtækið Artangel og er innsetningarverk bandarísku listakonunnar Roni Horn.

Klifurveggur
Íþróttamiðstöðin í Stykkishólmi skartar 8 metra háum klifurvegg sem er frábær afþreying. Á veggnum eru margar miserfiðar klifurleiðir og hentar hann því bæði byrjendum og lengra komnum en klifurleiðirnar eru skilgreindar eftir litum á gripunum. Áhugasömum klifrurum er bent á að hægt er að kaupa aðgang að íþróttasalnum og spreyta sig á veggnum.

Stykkishólmshöfn
Stykkishólmshöfn veitir þjónustu við allar stærðir báta og skipa upp að 130 m. lengd.
Hafnarstjóri: Jakob Björgvin Jakobsson
Hafnarvörður, lóðs-, og vigtarmaður: Kjartan Karvelsson, hs. 438-1657
Verndarfulltrúi: Kjartan Karvelsson hs. 438-1657
Til vara Símon Már Sturluson, hs. 438-1474.