Fréttir & tilkynningar
Fréttir
Grunur um E.coli í neysluvatni í Helgafellssveit
Íbúum í Helgafellssveit ofan við Stykkishólm ráðlagt að sjóða neysluvatn í varúðarskyni
Íbúum í Helgafellssveit, frá vatnsbólinu í Svelgsárhrauni til og með Gámastöðinni, er ráðlagt að sjóða drykkjarvatn í varúðarskyni vegna vísbendinga um hugsanlega kólígerlamengun frá vatnsbólinu.
11.12.2024
Lífið í bænum
Jólasveinaratleikur 2024
Jólasveinaratleikurinn góði hefst í dag. Líkt og í fyrra hefur Þjónustumiðstöðin með Jóni Beck, bæjarverkstjóra, í broddi fylkingar sett upp jólasveinaratleik til að stytta börnum og fjölskyldufólki stundir á aðventunni. Um er að ræða skemmtilega viðbót í jólaskreytingar bæjarins þar sem tækifæri gefst til að arka um Stykkishólm og leita að jólasveinunum sem eru í ýmsum erindagjörðum fyrir jólin og munu birtast hér og þar um bæinn, einn af öðrum. Nú í ár er bætt um betur og ratleikurinn lengdur en hann hefst nú í dag, miðvikudaginn 11. desember með komu Grýlu og Leppalúða. Ratleikurinn endar svo með komu Kertasníkis á Aðfangadag 24. desember.
11.12.2024
Fréttir
31. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms
31. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms fer fram fimmtudaginn 12. desember kl. 17:00 í bæjarstjórnarsal. Smelltu á hnappinn hér að neðan til að kynna þér dagská fundar.
10.12.2024
Fréttir
Afbragðsgóð þátttaka í íþrótta- og tómstundastarfi
Nú á dögunum bárust niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar sem lögð var fyrir nemendur í grunnskólum landsins vorið 2024. Góð þátttaka grunnskólabarna og ungmenna í íþróttum og tómstundum vakti mikla og jákvæða athygli og ekki síst þátttaka í starfi félagsmiðstöðva.
10.12.2024
Skipulagsmál
Fréttir Skipulagsmál
Skipulagsauglýsing - Birkilundur í Helgafellssveit
Þann 14. ágúst 2024 samþykkti bæjarráð Sveitarfélagsins Stykkishólms, í umboði bæjarstjórnar, að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. laganna og nýtt deiliskipulag fyrir Birkilund í Helgafellssveit í samræmi við 1. og 2. mgr. 41. gr. laganna.
02.10.2024
Fréttir Skipulagsmál
Íbúafundur um breytingu á aðalskipulagi Helgafellssveitar og deiliskipulag fyrir Vigraholt
Þann 24. apríl 2024, samþykkti bæjarstjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 og tillögu að deiliskipulagi fyrir Vigraholt í samræmi við 1. mgr. 31. gr. og 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni yfirferð Skipulagsstofnunar fyrir auglýsingu.
24.07.2024
Fréttir Skipulagsmál
Breyting á deiliskipulagi fyrir Víkurhverfi
Þann 30. nóvember 2023, samþykkti bæjarstjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms tillögu að breytingu á deiliskipulaginu „Víkurhverfi“ í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þó án skipulagslýsingar og kynningar vinnslutillögu sbr. 3. og 4. mgr. 40. gr. laganna. Tillagan var auglýst 13. desember 2023 með athugasemdafresti til 26. janúar 2024. Þann 29. febrúar 2024 staðfesti bæjarstjórn svör skipulagsnefndar við athugasemdum sem bárust í samræmi við 3. mgr. 41. gr. laganna. Skipulagsstofnun gerði ekki efnislegar athugasemdir við tillöguna og hefur þeim sem gerðu athugasemdir verið send svör sveitarfélagsins ásamt upplýsingum um málskotsrétt.
14.06.2024
Láttu hólminn heilla þig
Stykkishólmur er staðsettur á Snæfellsnesi og er tilvalinn stökkpallur og bækistöð fyrir þig og fjölskylduna á ferðalagi.
Njóttu þess að dvelja í Stykkishólmi og fara jafnvel í ævintýralegar dagsferðir um Vesturlandið.
Hvað er í Stykkishólmi
Sundlaugin
Glæsileg sundlaugaraðstaða var tekin í notkun árið 1999. Innilaug, 25 metra útilaug með vatnsrennibraut ásamt vaðlaug og heitum pottum.
Súgandisey
Súgandisey er órjúfanlegur partur af ásýnd hafnarsvæðisins og er án efa eitt af þekktustu kennileitum Stykkishólms.
Stykkishólmskirkja
Kirkjan er eitt af kennileitum Stykkishólms og önnur tveggja kirkja í Stykkishólmi í eigu Stykkishólmssafnaðar.
Leikvellir
Í Stykkishólmi er alltaf stutt í næsta leikvöll. Þeir stærstu eru leikvellirnir við grunnskólann og leikskólann, þar að auki eru vel búnir leikvellir við Skúlagötu og Lágholt sem henta öllum aldurshópum. Á Garðaflöt er nýjasti völlurinn í leikflóru Stykkishólms sem hentar vel fyrir yngstu börnin.
Gömlu húsin
Oft er vísað til miðbæjar Stykkishólms sem safns gamalla húsa en húsin í bænum gefa Stykkishólmi sérstakt yfirbragð þar sem tekist hefur að varðveita gömlu bæjarmyndina.
Amtsbókasafn og Ljósmyndasafn Stykkishólms
Á bókasafninu má m.a. nálgast bækur og tímarit til útláns eða til aflestrar á safninu, fá kaffisopa og aðgang að þráðlausu neti.
Norska húsið
Byggðasafn Snæfellinga, sem nefnist Norska húsið, er staðsett í Stykkishólmi og þangað er bæði skemmtilegt og fróðlegt að koma.
Vatnasafn
Vatnasafnið - Library of Water er rekið í samstarfi við breska listafyrirtækið Artangel og er innsetningarverk bandarísku listakonunnar Roni Horn.
Klifurveggur
Íþróttamiðstöðin í Stykkishólmi skartar 8 metra háum klifurvegg sem er frábær afþreying. Á veggnum eru margar miserfiðar klifurleiðir og hentar hann því bæði byrjendum og lengra komnum en klifurleiðirnar eru skilgreindar eftir litum á gripunum. Áhugasömum klifrurum er bent á að hægt er að kaupa aðgang að íþróttasalnum og spreyta sig á veggnum.
Stykkishólmshöfn
Stykkishólmshöfn veitir þjónustu við allar stærðir báta og skipa upp að 130 m. lengd.
Hafnarstjóri: Jakob Björgvin Jakobsson
Hafnarvörður, lóðs-, og vigtarmaður: Kjartan Karvelsson, hs. 438-1657
Verndarfulltrúi: Kjartan Karvelsson hs. 438-1657
Til vara Símon Már Sturluson, hs. 438-1474.