Fréttir & tilkynningar
Fréttir
Viðvera atvinnu- og menningarráðgjafa SSV
Helga Guðjónsdóttir, atvinnuráðgjafi SSV, og Sigursteinn Sigurðsson, menningarráðgjafi SSV, verða til viðtals á Amtsbókasafninu í Stykkishólmi þriðjudaginn 17. september frá kl. 15:00 - 17:00.
17.09.2024
Fréttir
Nýir göngustígar við Grensás
Mikill kraftur hefur verið í Skógræktarfélagi Stykkishólms undanfarið en nú í sumar hefur göngustígakerfi í Nýræktinni vaxið mikið. Sveitarfélagið hefur síðastliðin ár unnið með félaginu að uppbyggingu á skógræktarsvæðinu við Grensás með það að markmiði að auka útivistarmöguleika í og við Stykkishólm. Í sumar tók til hendinni sjálfboðaliðahópur frá Skógræktarfélagi Íslands auk þess sem samfélagsflokkurinn lét til sín taka á svæðinu. Samfélagsflokkurinn samanstóð af nokkrum kraftmiklum og hraustum ungmennum úr eldri bekkjum grunnskólans og flokkstjóra þeirra, Páli Margeiri Sveinssyni. Að sögn drengjanna var vinnan við göngustígagerðina erfið en gefandi. Þá höfðu þeir orð á því að í skóginum væri alltaf skjól og gott veður og útiveran afar skemmtileg.
11.09.2024
Fréttir
Gulur dagur 10. september
Átakið gulur september stendur nú yfir en um er að ræða samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Á síðastliðnu ári var í fyrsta skipti heill mánuður tileinkaður þessu brýna málefni á Íslandi. Markmiðið er að auka meðvitund fólks um mikilvægi geðræktar og sjálfsvígsforvarna.
09.09.2024
Fréttir Laus störf
Laus staða leikskólakennara
Leikskólinn í Stykkishólmi auglýsir lausa 100% stöðu leikskólakennara. Gerð er krafa um góða tölvu-og íslensku kunnáttu, færni í samskiptum er nauðsynleg og metnaður fyrir leikskólakennslu. Vakin er athygli á því að ef ekki fást leikskólakennarar til starfa, munu aðrar umsóknir koma til greina. Reynsla og menntun af uppeldis-og kennslustörfum með ungum börnum er æskileg og viðkomandi þarf að geta unnið undir miklu álagi.
03.09.2024
Skipulagsmál
Fréttir Skipulagsmál
Íbúafundur um breytingu á aðalskipulagi Helgafellssveitar og deiliskipulag fyrir Vigraholt
Þann 24. apríl 2024, samþykkti bæjarstjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 og tillögu að deiliskipulagi fyrir Vigraholt í samræmi við 1. mgr. 31. gr. og 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni yfirferð Skipulagsstofnunar fyrir auglýsingu.
24.07.2024
Fréttir Skipulagsmál
Breyting á deiliskipulagi fyrir Víkurhverfi
Þann 30. nóvember 2023, samþykkti bæjarstjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms tillögu að breytingu á deiliskipulaginu „Víkurhverfi“ í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þó án skipulagslýsingar og kynningar vinnslutillögu sbr. 3. og 4. mgr. 40. gr. laganna. Tillagan var auglýst 13. desember 2023 með athugasemdafresti til 26. janúar 2024. Þann 29. febrúar 2024 staðfesti bæjarstjórn svör skipulagsnefndar við athugasemdum sem bárust í samræmi við 3. mgr. 41. gr. laganna. Skipulagsstofnun gerði ekki efnislegar athugasemdir við tillöguna og hefur þeim sem gerðu athugasemdir verið send svör sveitarfélagsins ásamt upplýsingum um málskotsrétt.
14.06.2024
Fréttir Skipulagsmál
Vinnslutillaga deiliskipulags fyrir Vigraholt
Þann 24. apríl sl samþykkti bæjarstjórn Stykkishólms að auglýsa vinnslutillögu deiliskipulags á Saurum 9 (Vigraholti), sem er spilda úr landi Saura í Helgafellssveit, í samræmi við 4. mgr. 40. gr. laganna.
05.06.2024
Fréttir Skipulagsmál
Skipulagslýsing fyrir Hóla 5A
Þann 24. apríl sl samþykkti bæjarstjórn Stykkishólms að auglýsa sameiginlega skipulagslýsingu fyrir Hóla 5a vegna breytingar á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með vísun í 1. mgr. 30 gr. laganna og nýtt deiliskipulag í samræmi við 40. gr. laganna. Hólar 5a er 3,2 ha spilda úr landi Hóla sem í dag er skilgreind sem landbúnaðarland. Fyrirhuguð skipulagsgerð felst í breytingu á landnotkun Hóla 5a úr landbúnaði í frístundabyggð með heimild fyrir þrjú frístundahús og eitt íbúðarhús.
05.06.2024
Láttu hólminn heilla þig
Stykkishólmur er staðsettur á Snæfellsnesi og er tilvalinn stökkpallur og bækistöð fyrir þig og fjölskylduna á ferðalagi.
Njóttu þess að dvelja í Stykkishólmi og fara jafnvel í ævintýralegar dagsferðir um Vesturlandið.
Hvað er í Stykkishólmi
Sundlaugin
Glæsileg sundlaugaraðstaða var tekin í notkun árið 1999. Innilaug, 25 metra útilaug með vatnsrennibraut ásamt vaðlaug og heitum pottum.
Súgandisey
Súgandisey er órjúfanlegur partur af ásýnd hafnarsvæðisins og er án efa eitt af þekktustu kennileitum Stykkishólms.
Stykkishólmskirkja
Kirkjan er eitt af kennileitum Stykkishólms og önnur tveggja kirkja í Stykkishólmi í eigu Stykkishólmssafnaðar.
Leikvellir
Í Stykkishólmi er alltaf stutt í næsta leikvöll. Þeir stærstu eru leikvellirnir við grunnskólann og leikskólann, þar að auki eru vel búnir leikvellir við Skúlagötu og Lágholt sem henta öllum aldurshópum. Á Garðaflöt er nýjasti völlurinn í leikflóru Stykkishólms sem hentar vel fyrir yngstu börnin.
Gömlu húsin
Oft er vísað til miðbæjar Stykkishólms sem safns gamalla húsa en húsin í bænum gefa Stykkishólmi sérstakt yfirbragð þar sem tekist hefur að varðveita gömlu bæjarmyndina.
Amtsbókasafn og Ljósmyndasafn Stykkishólms
Á bókasafninu má m.a. nálgast bækur og tímarit til útláns eða til aflestrar á safninu, fá kaffisopa og aðgang að þráðlausu neti.
Norska húsið
Byggðasafn Snæfellinga, sem nefnist Norska húsið, er staðsett í Stykkishólmi og þangað er bæði skemmtilegt og fróðlegt að koma.
Vatnasafn
Vatnasafnið - Library of Water er rekið í samstarfi við breska listafyrirtækið Artangel og er innsetningarverk bandarísku listakonunnar Roni Horn.
Klifurveggur
Íþróttamiðstöðin í Stykkishólmi skartar 8 metra háum klifurvegg sem er frábær afþreying. Á veggnum eru margar miserfiðar klifurleiðir og hentar hann því bæði byrjendum og lengra komnum en klifurleiðirnar eru skilgreindar eftir litum á gripunum. Áhugasömum klifrurum er bent á að hægt er að kaupa aðgang að íþróttasalnum og spreyta sig á veggnum.
Stykkishólmshöfn
Stykkishólmshöfn veitir þjónustu við allar stærðir báta og skipa upp að 130 m. lengd.
Hafnarstjóri: Jakob Björgvin Jakobsson
Hafnarvörður, lóðs-, og vigtarmaður: Kjartan Karvelsson, hs. 438-1657
Verndarfulltrúi: Kjartan Karvelsson hs. 438-1657
Til vara Símon Már Sturluson, hs. 438-1474.