Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Framkvæmdir við potta í fullum gangi
Fréttir

Sundlaugin opin

Fimmtudaginn 5. júní opnaði útisvæðið við Sundlaug Stykkishólms á ný eftir lokun vegna framkvæmda. Búið er að leggja nýtt snjóbræðsukerfi undir hellulögn, frá klefum að vaðlaug en unnið er nú að þvi að standsetja nýju heitu pottana. Sem fyrr er allt kapp lagt á að klára framkvæmdina sem fyrst.
06.06.2025
Nesvegur 12
Fréttir

Lóðin Nesvegur 12 laus til umsóknar

Lóðin Nesvegur 12 er hér með auglýst til úthlutunar í samræmi við reglur sveitarfélagsins um úthlutun á lóðum fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði og bætist þar með á úthlutunarlista yfir lausar lóðir í Stykkishólmi. Umsóknarfrestur er til og með 20. júní 2025.
05.06.2025
Sigurður Grétar hjálpsamur að vanda.
Fréttir Lífið í bænum

Sátan hefst í dag

Sátan er þriggja daga rokkhátíð sem haldin er í íþróttamiðstöðinni í Stykkishólmi dagana 5. - 7. júní. Hátíðin var fyrst haldin í fyrrasumar og tókst vel til. Hátíðin leggur áherslu á að bjóða upp á fjölbreytt úrval af fremstu rokkhljómsveitum Íslands. Tónleikar hefjast í íþróttamiðstöðinni kl. 16:00 dagana þrjá og standa fram yfir miðnætti. Óhætt er því að gera ráð fyrir blómlegu mannlífi í Stykkishólmi næstu daga. Meðal hljómsveita sem koma fram á hátíðinni í ár eru Sororicide, Brain Police, The vintage caravan og Skálmöld.
05.06.2025
Kynningarfundur fer fram á Amtsbókasafni
Fréttir

Kynningarfundur vegna breytingar á deiliskipulagi Víkurhverfis

Kynningarfundur vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Víkurhverfi verður haldin miðvikudaginn 4. júní, kl. 16:30 - 17:30, á Amtsbókasafninu í Stykkishólmi. Skipulagsbreyting nær til lóðar D þar sem íbúðum fjölgar úr 4-6 í 10 íbúðir, byggingarreitur breytist þannig að 10 íbúðir passi betur á reitina og bílastæðum fjölgar úr 7 í 10.
03.06.2025
Jákvæð afkoma Sveitarfélagsins Stykkishólms samkvæmt ársreikningi 2024
Fréttir

Jákvæð afkoma Sveitarfélagsins Stykkishólms samkvæmt ársreikningi 2024

Rekstur Sveitarfélagsins Stykkishólms skilar hagnaði samkvæmt ársreikningi 2024 sem tekin var til fyrri umræðu á bæjarstjórnarfundi þann 28. apríl sl. og jákvæðri rekstrarafkomu en áætlanir gerðu ráð fyrir. Endurspeglar ársreikningurinn að reksturinn sé að ná jafnvægi eftir krefjandi rekstrarumhverfi síðustu ár. Rekstrarniðurstaða fyrir afskriftir og fjármagnsliði var jákvæð um 286 millj. kr. og rekstrarniðurstaða án fjármunatekna og fjármagnsgjalda var jákvæð um 180 millj. kr. Rekstrarniðurstaða A og B hluta var jákvæð um 22 millj. kr. en fjárhagsáætlun með viðaukum hafði gert ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu að fjárhæð 11 millj. kr.
31.05.2025
Lotta sýnir Hróa Hött á sjómannadaginn
Fréttir Lífið í bænum

Leikhópurinn Lotta í Hólmgarði á sjómannadaginn

Leikhópurinn Lotta sýnir Hróa Hött í Hólmgarðinum í Stykkishólmi sunnudaginn 1. júní kl. 16:30. Sýningin er klukkutími að lengd og fer fram utandyra. Við hvetjum gesti til að klæða sig eftir veðri, koma með nesti, teppi og góðan ævintýraanda. Það er líka gott að hafa símann vel hlaðinn því eftir sýningu gefst áhorfendum kostur á að fá mynd af sér með sinni uppáhalds ævintýrapersónu.
28.05.2025
Jakob Bro, Óskar Guðjónsson og Skúli Sverrisson
Fréttir Lífið í bænum

Tónleikar í Vatnasafni

Jakob Bro, Óskar Guðjónsson og Skúli Sverrisson halda tónleika í Vatnasafninu sunnudaginn 25. maí kl. 18:00, aðgangur ókeypis.
23.05.2025
Snæfell, 11. flokkur
Fréttir

Íslandsmeistarar í 2. deild

Strákarnir okkar í 11.flokki gerðu sér lítið fyrir og urðu Íslandsmeistarar í 2.deild í körfuknattleik í gærkvöldi. Snæfell spilaði gegn Stjörnunni/KFG í Umhyggjuhöllinni í gærkvöldi og endaði leikurinn 75-107. Þetta er afar glæsilegur árangur ekki síst fyrir þær sakir að Snæfell vann sig upp úr 3.deildinni í fyrra.
23.05.2025
Grunnskólinn í Stykkishólmi
Fréttir Laus störf

Lausar stöður kennara við Grunnskólann í Stykkishólmi

Grunnskólinn í Stykkishólmi er lifandi og skemmtilegur vinnustaður. Í skólanum starfa u.þ.b. 180 börn og 50 fullorðnir. Í skólanum er lögð áhersla á leiðsagnarnám, teymiskennslu og unnið er m.a. með byrjendalæsi og útikennslu á yngsta stigi og samþættingu námsgreina á mið- og unglingstigi. Einkunnarorð skólans eru gleði - samvinna - sjálfstæði
23.05.2025
Hólmfríður nýr deildarstjóri á Nesi
Fréttir

Hólmfríður nýr deildarstjóri á Nesi

Hólmfríður Þórðardóttir, leikskólakennari, hefur verið ráðin í stöðu deildarstjóra á Nesi við Leikskólann í Stykkishólmi. 100% staða deildarstjóra var auglýst laus til umsóknar snemma í apríl og hefur nú verið gengið frá ráðningu en tvær umsóknir um stöðuna bárust. Hólmfríður hefur störf 1. september næstkomandi.
21.05.2025
Getum við bætt efni síðunnar?