Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Útskriftarhátíð Fjölbrautaskóla Snæfellinga
Fréttir

Útskriftarhátíð Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Útskriftarhátíð Fjölbrautaskóla Snæfellinga verður haldin föstudaginn 20. desember í hátíðarsal skólans í Grundarfirði. Hátíðin hefst kl.14:00 og að henni lokinni verða kaffiveitingar í boði skólans.
04.12.2024
Einar Falur Ingólfsson kynnir nýja bók sína, Útlit loptsins – Veðurdagbók
Lífið í bænum

Einar Falur Ingólfsson kynnir nýja bók sína, Útlit loptsins – Veðurdagbók

Laugardaginn 30. nóvember, kl. 13 til 16, verður Einar Falur Ingólfsson ljósmyndari í Norska húsinu og kynnir nýja bók sína, Útlit loptsins – Veðurdagbók. Útlit loptsins er í senn myndlistarverk í 366 hlutum, athugun á veðri tveggja ára á ólíkum öldum og dagbók höfundarins. Einar Falur var staðarlistamaður í Vatnasafni í Stykkishólmi þegar hann byrjaði að skrá í ljósmynd veðrið á hádegi dag hvern, hvar sem hann var staddur. Jafnframt bar hann opinbera veðurskráningu þess staðs saman við veðurathugun Árna Thorlaciusar kaupmanns í Stykkishólmi nákvæmlega 170 árum fyrr, á árunum 1852 og 53. Árni reisti og bjó í Norska húsinu, þar sem hann sinnti veðurathugunum sínum áratugum saman. Einar Fal hlakkar því til að kynna verk sitt heima hjá Árna, sem hann átti í samtali við gegnum tímann, og nærri Vatnasafni, þar sem hann vann helming ársins meðan hann skrásetti veðurdagbók sina.
29.11.2024
Jólaljós tendruð í Hólmgarði mánudaginn 2. desember
Fréttir

Jólaljós tendruð í Hólmgarði mánudaginn 2. desember

Mánudaginn 2. desember verða ljósin á jólatrénu í Hólmgarði tendruð við hátíðlega athöfn. Viðburðurinn hefst kl 18:00 og verður með hefðbundnu sniði. Kvenfélagið selur heitt súkkulaði og smákökur, nemendur 1. bekkjar tendra ljósin og hver veit nema nokkrir rauðklæddir láti sjá sig. Nemendur í þriðja bekk grunnskólans fóru nú á dögunum í Sauraskóg og völdu jólatréð í ár í samvinnu við Björn Ásgeir, formann skógræktarfélagsins.
29.11.2024
Aðventudagatalið 2024 komið út
Fréttir

Aðventudagatalið 2024 komið út

Aðventan er viðburðarríkur tími í Stykkishólmi og færist sífellt í aukanna að landsmenn sæki Hólminn heim til að upplifa töfrandi jólastemmninguna með heimamönnun. Líkt og undanfarin ár er hafa helstu viðburðir aðventunar í Stykkishólmi verið teknir saman í aðventudagskrá sem má finna hér að neðan.
28.11.2024
30. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms
Fréttir Stjórnsýsla

30. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms

30. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms fer fram fimmtudaginn 28. nóvember kl. 17:00 í bæjarstjórnarsal. Smelltu á hnappinn hér að neðan til að kynna þér dagská fundar.
26.11.2024
Tilsjónaraðilar óskast
Fréttir Laus störf

Tilsjónaraðilar óskast

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga auglýsir eftir starfsfólki í tilsjón á heimilum á Snæfellsnesi. Tilsjónaraðili leiðbeinir og styður foreldra við að sinna forsjár- og uppeldisskyldu sinni. Stuðningurinn fer fram á heimili fjölskyldunnar þar sem foreldri fær persónulegan stuðning og leiðbeiningar í uppeldi og umönnun barna sinna.
21.11.2024
Aðventudagskrá í smíðum
Fréttir Lífið í bænum

Aðventudagskrá í smíðum

Aðventan er viðburðarríkur tími í Stykkishólmi og færist sífellt í aukanna að landsmenn sæki Hólminn heim til að upplifa töfrandi jólastemmninguna með heimamönnun. Líkt og undanfarin ár er nú unnið að því að setja saman viðburðardagskrá fyrir aðventuna í Hólminum sem gerð verður aðgengileg fyrir íbúa og gesti.
20.11.2024
Grunnskólinn í Stykkishólmi
Fréttir

Alþingiskosningar 2024

Kjörfundur í Sveitarfélaginu Stykkishólmi vegna alþingiskosninga þann 30.nóvember n.k. verður í Grunnskólanum að Borgarbraut 6 frá kl. 10 til kl. 22. Kjörstjórn
19.11.2024
Stykkishólmur
Fréttir Laus störf

Starf skipulags- og umhverfisfulltrúa laust til umsóknar

Leitað er að kraftmiklum skipulags- og umhverfisfulltrúa til að leiða þróun skipulags- og umhverfismála hjá Sveitarfélaginu Stykkishólmi. Viðkomandi mun jafnframt sinna starfi skipulags- og umhverfisfulltrúa hjá sveitarfélaginu Eyja- og Miklaholtshreppi í gegnum þjónustusamning við Sveitarfélagið Stykkishólm.
15.11.2024
Sorphirðu flýtt um einn dag
Fréttir

Sorphirðu flýtt um einn dag

Samkvæmt sorphirðudagatali ætti losun á blönduðum úrgang og matarleifum, almennu og brúnu tunnunni, að hefjast á morgun. Losun verður flýtt um einn dag að þessu sinni og hefst í dag. Almenna og brúna unnan verða því losaðar í dag og á morgun.
12.11.2024
Getum við bætt efni síðunnar?