Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Ásbyrgi í Stykkishólmi.
Fréttir Laus störf

Kona óskast til starfa í Ásbyrgi

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga auglýsir laust til umsóknar starf í Ásbyrgi, vinnu- og hæfingarstöð fatlaðs fólks í Stykkishólmi. Konur eru sérstaklega hvattar til að sækja um starfið þar sem hallar á jöfnun kynjahlutalls í starfsliði Ásbyrgis.
16.10.2023
Hundahreinsun í Stykkishólmi
Fréttir

Hundahreinsun í Stykkishólmi

Á síðasta ári fór hundahreinsun fram með nýju sniði í fyrsta sinn í Stykkishólmi. Fyrirkomulagið gekk vel og verður hreinsunin því með sama sniði í ár. Í stað þess að boða alla hunda í hreinsun sama dag mun Dýralæknamiðstöð Vesturlands hafa samband við eigendur skráðra hunda og bjóða þeim að bóka stuttan tíma. Auk hundahreinsunar yrði þá boðið upp á snögga heilsufarsskoðun og hundaeigendum gefst tækifæri til að spyrja spurninga og fá ráðgjöf varðandi sína hunda ef þess þarf.
11.10.2023
Starfsfólk óskast til starfa í Öldrunarmiðstöð Skólastíg 14
Fréttir Laus störf

Starfsfólk óskast til starfa í Öldrunarmiðstöð Skólastíg 14

Öldrunarmiðstöð er ný þjónustu- og félagsmiðstöð í Stykkishólmi sem hefur að markmiði að sameina öldrunar- og velferðarþjónustu sveitarfélagsins undir einn hatt á einum stað. Leitað er eftir starfsfólki í heimaþjónustu, heimilisþrif og félagslega stuðningsþjónustu. Einnig vantar starfsfólk til starfa við þrif á sameign, í þvottahús, ígrip í eldhúsi ofl.
10.10.2023
Frá opnunarhátíð. Mynd: Guðrún Ákadóttir
Fréttir

Nafnasamkeppni fyrir Miðstöð öldrunarþjónustu

Síðastliðinn sunnudag bauð Miðstöð öldrunarþjónustu til grillveislu að Skólastíg 14. Veislan heppnaðist vel og var margt um manninn. Í veislunni var nafnasamkeppni fyrir miðstöðina sett í loftið sem stendur opin til og með næsta sunnudags, 15. október. Hvað viljum við kalla þjónustu- og félagsmiðstöðina sem hér verður mótuð og starfrækt í þeim tilgangi að gott sé að eldast í sveitarfélaginu Stykkishólmi?
10.10.2023
Opin skirfstofa SSV í Stykkishólmi
Fréttir

Opin skirfstofa SSV í Stykkishólmi

Helga Guðjónsdóttir, atvinnuráðgjafi, og Sigursteinn Sigurðsson, menningarfulltrúi, verða með opnar skrifstofur á Snæfellsnesi 12. október næstkomandi. Áhugasömum er bent á að nýta sér þjónustu þeirra en þau verða á eftirfarandi stöðum: Ráðhúsið í Stykkishólmi kl. 10:00 - 12:00 Ráðhúsið í Grundarfirði kl. 13:00 - 15:00 Röstin Hellissandi kl. 15:30 - 17:30
09.10.2023
Deiliskipulag fyrir hafnarsvæðið við Skipavík tekur gildi
Fréttir Skipulagsmál

Deiliskipulag fyrir hafnarsvæðið við Skipavík tekur gildi

Deiliskipulag fyrir hafnarsvæðið við Skipavík tók gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda 2. október. Deiliskipulagið hefur hlotið meðferð í samræmi við 41. gr. og 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms samþykkti þann 18. apríl 2023 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og var hún auglýst 26. apríl 2023 með athugasemdafrest til og með 9. júní 2023. Opinn kynningarfundur var haldinn í Amtbókasafni Stykkishólms 24. maí. Með afgreiðslubréfi þann 17. ágúst sl., gerði Skipulagsstofnun minniháttar athugasemdir við skipulagstillöguna og var hún uppfært í samræmi við það. Stofnunin afgreiddi skipulagstillöguna án frekari athugasemda þann 22. september sl.
02.10.2023
Helstu fréttir komnar út
Fréttir

Helstu fréttir komnar út

Á vefsíðu sveitarfélagsins Stykkishólms má lesa helstu fréttir sem snúa að rekstri sveitarfélagsins, viðburðum og öðru tengdu sveitarfélaginu. Fréttunum er svo deilt á facebooksíðu Stykkishólms til að ná athygli sem flestra. Fréttaritið Helstu fréttir er samantekt af því sem hæst ber í fréttum frá sveitarfélaginu. Blaðinu er ætlað að bæta upplýsingaflæði frá sveitarfélaginu og ná til þeirra sem ekki nota tölvur, sér í lagi eldra fólks. Blaðið liggur því frammi á Miðstöð öldrunarþjónustu, Skólastíg 14 Stykkishólmi. Áhugasömum er bent á að næla sér í eintak þar.
02.10.2023
Grillveisla á Skólastíg 14
Fréttir

Grillveisla á Skólastíg 14

Sunnudaginn 8. október býður Miðstöð öldrunarþjónustu til grillveislu að Skólastíg 14. Veislan stendur frá kl. 12 - 17 og eru allir hjartanlega velkomnir. Boðið verður uppá skemmtiatriði auk þess sem nafnasamkeppni fyrir miðstöð öldrunarþjónustu verður sett í loftið.  Athugið að nauðsynlegt er að skrá sig á skráningarblaði á Skólastíg 14 eða á link hér að neðan í síðasta lagi mánudaginn 2. október
29.09.2023
17. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms
Fréttir

17. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms

17. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms fer fram fimmtudaginn 28. september kl. 17:00 í bæjarstjórnarsal. Smelltu á hnappinn hér að neðan til að kynna þér dagská fundar.
26.09.2023
Niðurstöður kosninga í dreifbýlisráð
Fréttir

Niðurstöður kosninga í dreifbýlisráð

Úrslit úr kosningum í dreifbýlisráð liggja fyrir. Aðalmenn eru Lára Björg Björgvinsdóttir og Álfgeir Marinósson, varamenn eru Guðrún K. Reynisdóttir og Guðmundur Hjartarson. Þá hefur jafnframt verið greint frá því að Ragnar Ingi Sigurðsson verði fulltrúi bæjarstjórnar í dreifbýlisráði.
25.09.2023
Getum við bætt efni síðunnar?