Fréttir
Högni Bæringsson kjörinn heiðursborgari Stykkishólms
Bæjarstjórn Stykkishólms samþykkti einróma á fundi sínum þann 31. október síðastliðinn kjör á Högna Friðriki Bæringssyni sem heiðursborgara Stykkishólms. Tilkynnt var um kjörið á tónleikum í Stykkishólmskirkju sem haldnir voru í tilefni af 80 ára afmæli kórs kirkjunnar í dag, 9. nóvember. Fjöldi fólks sótti viðburðinn og fylgdist með þegar tilkynnt var um kjörið. Jakob Björgvin S. Jakobsson, bæjarstjóri ávarpaði salinn og fór stuttlega yfir ævi Högna og þann sterka svip sem hann hefur sett á samfélagið hér í Hólminum.
09.11.2024