Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Ívar Sindir Karvelsson, annar upphafsmaður SCW
Fréttir Lífið í bænum

Hanastélspáskar í Stykkishólmi

Undanfarin ár hefur kokteilahátíðin Stykkishólmur cocktail weekend verið haldin hátíðleg í kringum páskana. Þetta árið verður hinsvegar breyting þar á og verður hátíðin að vikulöngum viðburði sem haldin verður 16.-21. júní. Á hátíðinni keppa helstu barir og veitingastaðir bæjarins um að blanda bestu kokteilana. Skipuleggjendur hátíðarinnar lofa glæsilegri hátíð í sumar, þeirri stærstu og metnaðarfyllstu hingað til.
16.04.2025
Grunnskólinn í Stykkishólmi
Fréttir Laus störf

Staða ritara í Grunnskólanum í Stykkishólmi laus

Ritari vinnur náið með stjórnendateymi skólans og er virkur þátttakandi í skólastarfinu. Starf hans er fjölbreytt. Um er að ræða almenn skrifstofustörf en einnig samskipti við nemendur og foreldra ásamt nánu samstarfi við allt starfsfólk skólans. Ritari ber ábyrgð á að vel sé tekið á móti erindum á skrifstofu skólans og að reynt sé að greiða götu þeirra sem þangað leita. Hann tekur virkan þátt í því að vinna að velferð og vellíðan nemenda.
16.04.2025
Stykkishólmur og Landey
Fréttir

Tímabundinn 90% afsláttur af gatnagerðagjöldum

Bæjarstjórn samþykkti á 34. fundi sínum, 27. mars, tillögu bæjarstjóra um að veita tímabundinn 90% afslátt á gatnagerðargjöldum af byggingum íbúðarhúsnæðis m.v. gjaldskrá 2025 á tilteknum lóðum í Stykkishólmi og að lækkunarheimildin taki gildi eftir samþykkt bæjarstjórnar til og með 31. desember 2025. Skal umsækjandi greiða 100.000 kr. staðfestingargjald fyrir hverja lóð sem sótt er um og er staðfestingargjald óafturkræft verði umsækjanda úthlutað viðkomandi lóð.
14.04.2025
Sumarið í Stykkishólmi er engu líkt!
Fréttir Laus störf

Sumarstörf í Stykkishólmi

Vilt þú vinna úti í fallegu umhverfi og góðu veðri? Sveitarfélagið Stykkishólmur auglýsir eftir kraftmiklu fólki í skemmtileg störf sumarið 2025.
11.04.2025
Mynd: Bæring Nói Dagsson
Fréttir

Oddaleikur í Hveragerði

Snæfell mætti Hamar í fjórða leik liðanna í baráttu um sæti í undanúrslitum 1. deildar karla í körfuknattleik miðvikudaginn 9. apríl. Leikurinn fór fram í íþróttamiðstöðinni í Stykkishólmi. Stúkan var full og mikil stemmning í húsinu. Fyrir leikinn hafði Snæfell unnið einn leik en Hamar tvo og því um mikilvægan leik að ræða, en til að tryggja sér sæti í undanúrslitum þarf að sigra þrjá leiki. Lokatölur voru Snæfell 100 - Hamar 88, en heimamenn héldu forystu allan leikinn.
11.04.2025
Amtsbókasafnið í Stykkishólmi
Fréttir

Lokað á Amtsbókasafni

Amtsbókasafnið í Stykkishólmi verður lokaðí dymbilviku og opnar aftur eftir páska.
11.04.2025
Guðni Sumarliðason og Jón Beck Agnarsson
Fréttir

Guðni Sumarliðason ráðinn í stöðu verkstjóra í áhaldahúsi

Guðni Sumarliðason hefur verið ráðinn í starf verkstjóra í áhaldahúsi Stykkishólms sem auglýst var 7. mars sl. Guðni lauk sveinsprófi í bifvélavirkjun árið 2014 frá Borgarholtsskóla. Hann hefur starfað við alhliða bílaviðgerðir hjá Dekk og smur frá árinu 2018, en hann starfaði hjá Toyota á árunum 2016 til 2018. Guðni starfaði hjá Golfklúbbi Akureyrar frá 2015 til 2016 við almennt viðhald golfvalla, sá um umgangi og viðhald ýmissa tækja á golfvellinum. Guðni starfaði sem sumarstarfsmaður hjá Golfklúbbi Reykjavíkur á árunum 2008 til 2014 við almennt viðhald golfvalla, notkun og umgengi tækja.
11.04.2025
Leikskólinn í Stykkishólmi
Fréttir Laus störf

Staða deildarstjóra í Leikskólanum í Stykkishólmi laus til umsóknar

Leikskólinn í Stykkishólmi auglýsir lausa 100% stöðu deildarstjóra. Einkunarorð skólans eru: Virðing – gleði – kærleikur. Staðan deildarstjóra við Leikskólann í Stykkishólmi er laus frá 1. ágúst 2025.
10.04.2025
Helstu fréttir komnar út
Fréttir

Helstu fréttir komnar út

Helstu fréttir eru komnar út. Tilgangur blaðsins er að bæta aðgengi íbúa að tilkynningum og fréttum frá sveitarfélaginu. Í því samhengi er sérstaklega horft til eldra fólks sem notast ekki við tölvur og liggur blaðið því frammi á Höfðaborg og Systraskjóli.
10.04.2025
Frá síðasa heimaleik. Mynd: Bæring Nói Dagsson
Fréttir

Fjórði leikur fer fram í Stykkishólmi

Snæfell fær Hamar í heimsókn í fjórða leik liðanna í 8 liða úrslitum 1. deildar, miðvikudaginn 9. apríl. Leikurinn fer fram í íþróttamiðstöð Stykkishólms kl. 19:15. Hamborgarasala hefst kl. 18:45 og því tilvalið fyrir alla fjölskylduna að taka kvöldverðinn í stúkunni. Stúkan var full á síðasta heimaleik Snæfells og mikil stemmning í húsinu.
08.04.2025
Getum við bætt efni síðunnar?