Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Flokkstjórinn
Fréttir

Leiksýningin Flokkstjórinn

Leiksýningin Flokkstjórinn verður sýnd í Hólmgarðinum mánudaginn 14. ágúst kl. 15:00 í boði Sveitarfélagsins Stykkishólms. Sýningin er opin öllum en höfðar sérstaklega til unglinga á vinnuskólaaldri og foreldra/forráðamanna þeirra. Leiksýningin „Flokkstjórinn“ byggir á reynslu Hólmfríðar Hafliðadóttur sem flokkstjóri í unglingavinnu en starfið veitti innsýn í samskipti unglinga, eineltismenningu og hve grimm mannskepnan getur verið þegar hún þráir ekkert heitar en að tilheyra hópnum. Er til slæmt fólk? Eða einungis slæm hegðun? Þarf virkilega alltaf að stíga í spor karlmanna til að öðlast virðingu? Jafnvel óvæntasta fólk getur brotið þig niður, sama hversu mikil völd þú ert með í rýminu.
14.08.2023
Samráðsfundur um styrkingu Leikskólans í Stykkishólmi
Fréttir

Samráðsfundur um styrkingu Leikskólans í Stykkishólmi

Þann 15. ágúst nk. verður efnt til fundar um styrkingu leikskólastarfs í Stykkishólmi. Fundurinn er opinn og öllum frjálst að skrá sig og taka þátt í vinnunni. Athugið að nauðsynlegt er að skrá sig til þátttöku.
06.07.2023
Tónleikar í Vatnasafni
Fréttir Lífið í bænum

Tónleikar í Vatnasafni

Þann 14. júlí nk. kl. 17 verða tónleikar í Vatnasafninu á vegum þýsk-íslenska víóludúósins Duo Borealis. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröðinni Hljóðheimur víólunnar sem dúóið ræðst í í sumar í tilefni af 20 ára starfsafmæli. 
06.07.2023
Danskir dagar í Stykkishólmi 2023
Fréttir

Helstu fréttir komnar út

Á vefsíðu sveitarfélagsins Stykkishólms má lesa helstu fréttir sem snúa að rekstri sveitarfélagsins, viðburðum og öðru tengdu sveitarfélaginu. Fréttunum er svo deilt á facebooksíðu Stykkishólms til að ná athygli sem flestra. Í byrjun aprílmánaðar kom fréttaritið Helstu fréttir út í fyrsta sinn. Blaðinu er ætlað að bæta upplýsingaflæði frá sveitarfélaginu og ná til þeirra sem ekki nota tölvur. Stór hluti markhópsins eru eldri borgarar, blaðið liggur því frammi á Dvalarheimili aldraðra í Stykkishólmi og í andyrri búseturéttaríbúða á Skólastíg. Einnig má nálgast blaðið í Ráðhúsinu í Stykkishólmi.
03.07.2023
15. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms
Fréttir

15. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms

15. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms fer fram fimmtudaginn 29. júní kl. 17:00 í bæjarstjórnarsal. Smelltu á hnappinn hér að neðan til að kynna þér dagská fundar.
27.06.2023
Keppt í langstökki
Fréttir

Frábær stemning í Stykkishólmi síðastliðna helgi

Landsmót UMFÍ 50+ var haldið í Stykkishólmi dagana 23.-25. júní síðastliðna. Að sögn Gunnhildar Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóra HSH, gekk framkvæmd móts og undirbúningur þess frábærlega. „Svona mót er ekki haldið nema með öflugum sjálfboðaliðum sem skiluðu sínu mjög vel. Fjöldi þátttakenda var yfirmeðallagi í ár, eða um 350 manns“ – segir Gunnhildur.
27.06.2023
Mynd af vef UMFÍ
Fréttir

Ungir sem aldnir geta tekið þátt á landsmóti 50+

Landsmót 50+ er hafið í Stykkishólmi og fjöldi fólks mætt í bæinn. Þótt mótið sé að grunni hugsað fyrir fimmtuga og eldri geta allir 18 ára og eldri, sem áhuga hafa á keppnisíþróttum og vilja prófa nýjar greinar, keypt þátttökuarmband.
23.06.2023
Sól og blíða í Hólminum
Fréttir Lífið í bænum

Danskir dagar og Landsmót UMFÍ 50+ framundan

Viðburðarík helgi er framundan í Stykkishólmi og óhætt að gera ráð fyrir að margt verði um manninn þar sem Danskir dagar verða haldnir samhliða Landsmóti UMFÍ 50+ komandi helgi. Veðurspá er góð fyrir helgina og má því ætla að margir sæki tjaldsvæðið í Stykkishólmi heim næstu daga. Undanfarið hefur ýmis undirbúningur staðið yfir fyrir helgina og má þar á meðal nefna endurbætur og fjölgun á rafmagnstenglum á tjaldsvæðinu.
19.06.2023
Jan, Ingvar, Gísli, Jakob Björgvin og Jón Beck
Fréttir

Hundagarðurinn Stellulundur opinn

Unnið hefur verið að undirbúningi hundagerðis í Stykkishólmi undanfarin ár af hálfu sveitarfélagsins. Umræður um hundagerði voru til að mynda áberandi í umhverfisgöngum bæjarstjóra árin 2019 og 2021 og ljóst að mikill áhugi íbúa var fyrir slíku gerði. Í kjölfar samráðs við íbúa samþykkti bæjarstjórn staðsetningu fyrir hundagerði í Stellulundi, við aðkomuna að Arnarborg. Eftir að staðsetning og stærð lá fyrir var ljóst að ekki var um hefðbundið hundagerði að ræða heldur gróinn og myndarlegan hundagarð þar sem menn og hundar geta komið saman og notið góðra stunda saman í fallegu umhverfi.  Undanfarið hafa svo starfsmenn Þjónustumiðstöðvar unnið baki brotnu að því að girða fyrir hundagarðnn.  Svæðum fyrir lausagöngu hunda fer fjölgandi víða um land og þykir í dag sjálfsögð þjónusta við hundaeigendur í sveitarfélögum sem þar sem lausaganga hunda er óheimil. Með tilkomu svæðisins geta hundaeigendur í sveitarfélaginu og gestir sleppt hundum sínum lausum á öruggu svæði til að hitta aðra hunda og leika lausum hala. Hundagarðurinn Stellulundur er ríflega 3500 fermetrar að stærð og líklega sá stærsti á Vesturlandi og með þeim stærstu á landinu.
16.06.2023
Gámastöðin lokuð á 17. júní
Fréttir

Gámastöðin lokuð á 17. júní

Vakin er athygli á því að Gámastöðin Snoppa verður lokuð laugardaginn 17. júní.
16.06.2023
Getum við bætt efni síðunnar?