Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Stykkishólmskirkja
Fréttir Lífið í bænum

Kirkjuskóli í Stykkishólmskirkju

Sveitarfélagið vekur athygli á kirkjuskólanum í Stykkishólmskirkju. Miðvikudaginn 19. nóvember kl. 16:30 verður kirkjuskólinn í fyrsta sinn í umsjá Hildu Maríu Sigurðardóttur, sem er nýráðin prestur í Stykkishólmsprestakalli. Verið öll velkomin.
18.11.2025
Hausttónleikar lúðrasveitarinnar
Fréttir

Hausttónleikar lúðrasveitarinnar

Þriðjudaginn 18. nóvember fara hausttónleikar lúðrasveitarinnar fram í Stykkishólmskirkju. Tónleikarnir hefjast kl. 18:00 og eru öllum opnir. Fram koma Litla Lúðró, Gemlingasveitin, Stóra Lúðró og Víkingasveitin. Ekki láta þetta framhjá þér fara. Enginn aðgangseyrir.
17.11.2025
Viðvera atvinnu- og menningarráðgjafa
Fréttir

Viðvera atvinnu- og menningarráðgjafa

Helga Guðjónsdóttir, atvinnuráðgjafi SSV, og Sigursteinn Sigurðsson, menningarráðgjafi SSV, verða Ráðhúsinu í Stykkishólmi mánudaginn 17. nóvember frá kl. 13:00 - 15:00. Verkefni atvinnuráðgjafa felast í að vera einstaklingum, fyrirtækjum og sveitarstjórnum til aðstoðar á sviði atvinnumála. m.a. er veitt:
14.11.2025
Vilt þú niðurfelld leikskólagjöld í desember?
Fréttir

Vilt þú niðurfelld leikskólagjöld í desember?

Nú í ár verður leikskólanum lokað frá 23. desember til 4. janúar 2025, þetta eru samtals fjórir vinnudagar sem er hluti af betri vinnutíma sem er orðinn samningsbundinn réttur hjá KÍ og BSRB félögum. Þá gefist foreldrum færi á því að fá leikskólagjöld fyrir desembermánuð felld niður gegn því að velja aðra af tveim leiðum hér að neðan:
14.11.2025
Helgileikur á Spító 1995
Fréttir

Aðventudagskrá í vinnslu

Aðventan er viðburðaríkur tími í Stykkishólmi og færist sífellt í aukanna að landsmenn sæki Hólminn heim til að upplifa töfrandi jólastemmninguna með heimamönnun. Víða eru Hólmarar farnir að hengja upp skreytingar fyrir jólatíðina og fyrirtæki byrjuð að auglýsa jólahlaðborð og fleira. Líkt og undanfarin ár er nú unnið að því að setja saman viðburðardagskrá fyrir aðventuna í Hólminum sem gerð verður aðgengileg fyrir íbúa og gesti.
13.11.2025
Berserkir leita að fundargerðabók
Fréttir

Berserkir leita að fundargerðabók

Aðalfundur Björgunarsveitarinnar Berserkja verður haldinn þriðjudaginn 11. nóvember 2025 kl. 20:00 í húsi Félagsins á Nesvegi 1. Meðal dagskrárliða á fundinum er skrásetning sögu félagsins en björgunarveitin vinnur nú að því að skrásetja sögu Berserkja með skipulögðum hætti. Fyrsta fundargerðabók björgunarsveitarinnar hefur ekki komið í leitirnar ennþá og biðlar sveitin því til þeirra sem eitthvað kunna að vita um afdirf hennar að hafa samband.  Þá eru allar upplýsingar frá tímabilinu 1972 til 1976 vel þegnar. Þeir sem geta sagt frá störfum sveitarinnar frá þessum tíma, vinsamlegast hafið samband við Svanborgu í síma 860 8843 eða á netfangið svansig50@gmail.com
10.11.2025
Hilmar rafvirki lýsir upp skammdegið
Fréttir

Lys op for stop

Þá vekur skammdegið jafnan athygli á þeim ljósastaurum sem sinna ekki tilgangi sínum sem skildi en sveitarfélagið hefur fengið nokkrar ábendingar um ljóslausa staura hér og þar í bænum. Sveitarfélagið tók við umsjón ljósastaura af Rarik árið 2019 og var fljótlega byrjað að skipta út gömlum lömpum og LED lampar settir í staðinn. Þetta bætir lýsingu og sparar rekstrakostnað á götulýsingu í Stykkishólmi umtalsvert. Búið er að LED-væða víða í bænum en það verkefni er enn í gangi. Eins og sjá má á myndinni hér til hliðar er nú unnið að því að lagfæra þá staura sem er ljóslausir.
07.11.2025
Hrekkjavaka í Hólminum
Fréttir

Hrekkjavaka í Hólminum

Í ljósi þess að veðurspá fyrir föstudag er afar slæm hefur foreldrafélag grunnskólans ákveðið að flýta göngunni í ár og hvetur fjölskyldur og vini til að ganga í hús á eigin forsendum milli kl. 17:30 og 19:30 fimmtudaginn 30. október, þar sem börn safna sér sælgæti. Eins og áður verður gengið út frá þeirri reglu að banka megi uppá þar sem hús hafa verið merkt eða skreytt við eða á hurðina með skýrum hætti í tilefni Hrekkjavökunnar.
29.10.2025
41. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms
Fréttir Stjórnsýsla

41. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms

41. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms fer fram fimmtudaginn 30. október 2025 kl. 17:00 í bæjarstjórnarsal. Smelltu á hnappinn hér að neðan til að kynna þér dagská fundar.
28.10.2025
Eyberg og Guðlaug voru heiðruð á opnunarhátíð Norðurljósa 2025
Fréttir Lífið í bænum

Eyberg og Guðlaug heiðruð á opnunarhátíð Norðurljósa

Menningarhátíðin Norðurljósin er haldin í áttunda sinn í Stykkishólmi nú um helgina. Opnun hátíðarinnar fór fram í Stykkishólmskirkju í gær, fimmtudag, og var það Hrafnhildur Hallvarðsdóttir, forseti bæjarstjórnar setti hátíðina og flutti ávarp.
24.10.2025
Getum við bætt efni síðunnar?