Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Grunur um E.coli í neysluvatni í Helgafellssveit
Fréttir

Grunur um E.coli í neysluvatni í Helgafellssveit

Íbúum í Helgafellssveit ofan við Stykkishólm ráðlagt að sjóða neysluvatn í varúðarskyni Íbúum í Helgafellssveit, frá vatnsbólinu í Svelgsárhrauni til og með Gámastöðinni, er ráðlagt að sjóða drykkjarvatn í varúðarskyni vegna vísbendinga um hugsanlega kólígerlamengun frá vatnsbólinu.
11.12.2024
Grýla, Leppalúði og jólakötturinn
Lífið í bænum

Jólasveinaratleikur 2024

Jólasveinaratleikurinn góði hefst í dag. Líkt og í fyrra hefur Þjónustumiðstöðin með Jóni Beck, bæjarverkstjóra, í broddi fylkingar sett upp jólasveinaratleik til að stytta börnum og fjölskyldufólki stundir á aðventunni. Um er að ræða skemmtilega viðbót í jólaskreytingar bæjarins þar sem tækifæri gefst til að arka um Stykkishólm og leita að jólasveinunum sem eru í ýmsum erindagjörðum fyrir jólin og munu birtast hér og þar um bæinn, einn af öðrum. Nú í ár er bætt um betur og ratleikurinn lengdur en hann hefst  nú í dag, miðvikudaginn 11. desember með komu Grýlu og Leppalúða. Ratleikurinn endar svo með komu Kertasníkis á Aðfangadag 24. desember.
11.12.2024
31. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms
Fréttir

31. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms

31. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms fer fram fimmtudaginn 12. desember kl. 17:00 í bæjarstjórnarsal. Smelltu á hnappinn hér að neðan til að kynna þér dagská fundar.
10.12.2024
Afbragðsgóð þátttaka í íþrótta- og tómstundastarfi
Fréttir

Afbragðsgóð þátttaka í íþrótta- og tómstundastarfi

Nú á dögunum bárust niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar sem lögð var fyrir nemendur í grunnskólum landsins vorið 2024. Góð þátttaka grunnskólabarna og ungmenna í íþróttum og tómstundum vakti mikla og jákvæða athygli og ekki síst þátttaka í starfi félagsmiðstöðva.
10.12.2024
Grundarfjörður, mynd:grundarfjordur.is
Fréttir

Alzheimerkaffi í Samkomuhúsinu í Grundarfirði

Fyrsta alzheimerkaffið á Snæfellsnesi verður haldið í Samkomuhúsinu í Grundarfirði sunnudaginn 15. desember kl. 13:00 - 14:30. Boðið verður uppá fræðslu, tónlistaratriði og notarlega samverustund ætlaða fólki með heilabilun og aðstandendum þeirra. Veitingar verða í boði kvenfélagsins Gleym mér ei, kaffi gjald er 500 kr.
10.12.2024
Íbúafundur um fjárhagsáætlun
Fréttir

Íbúafundur um fjárhagsáætlun

Boðað er til íbúafundar miðvikudaginn 11. desember um fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir tímabilið 2025-2028. Á fundinum gerir bæjarstjóri grein fyrir markmiðum fjárhagsáætlunar og helstu áherslum hennar. Fundurinn fer fram á Höfðaborg, Skólastíg 14, og hefst kl. 17:00 þann 11. desember.
09.12.2024
Útskriftarhátíð Fjölbrautaskóla Snæfellinga
Fréttir

Útskriftarhátíð Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Útskriftarhátíð Fjölbrautaskóla Snæfellinga verður haldin föstudaginn 20. desember í hátíðarsal skólans í Grundarfirði. Hátíðin hefst kl.14:00 og að henni lokinni verða kaffiveitingar í boði skólans.
04.12.2024
Einar Falur Ingólfsson kynnir nýja bók sína, Útlit loptsins – Veðurdagbók
Lífið í bænum

Einar Falur Ingólfsson kynnir nýja bók sína, Útlit loptsins – Veðurdagbók

Laugardaginn 30. nóvember, kl. 13 til 16, verður Einar Falur Ingólfsson ljósmyndari í Norska húsinu og kynnir nýja bók sína, Útlit loptsins – Veðurdagbók. Útlit loptsins er í senn myndlistarverk í 366 hlutum, athugun á veðri tveggja ára á ólíkum öldum og dagbók höfundarins. Einar Falur var staðarlistamaður í Vatnasafni í Stykkishólmi þegar hann byrjaði að skrá í ljósmynd veðrið á hádegi dag hvern, hvar sem hann var staddur. Jafnframt bar hann opinbera veðurskráningu þess staðs saman við veðurathugun Árna Thorlaciusar kaupmanns í Stykkishólmi nákvæmlega 170 árum fyrr, á árunum 1852 og 53. Árni reisti og bjó í Norska húsinu, þar sem hann sinnti veðurathugunum sínum áratugum saman. Einar Fal hlakkar því til að kynna verk sitt heima hjá Árna, sem hann átti í samtali við gegnum tímann, og nærri Vatnasafni, þar sem hann vann helming ársins meðan hann skrásetti veðurdagbók sina.
29.11.2024
Jólaljós tendruð í Hólmgarði mánudaginn 2. desember
Fréttir

Jólaljós tendruð í Hólmgarði mánudaginn 2. desember

Mánudaginn 2. desember verða ljósin á jólatrénu í Hólmgarði tendruð við hátíðlega athöfn. Viðburðurinn hefst kl 18:00 og verður með hefðbundnu sniði. Kvenfélagið selur heitt súkkulaði og smákökur, nemendur 1. bekkjar tendra ljósin og hver veit nema nokkrir rauðklæddir láti sjá sig. Nemendur í þriðja bekk grunnskólans fóru nú á dögunum í Sauraskóg og völdu jólatréð í ár í samvinnu við Björn Ásgeir, formann skógræktarfélagsins.
29.11.2024
Aðventudagatalið 2024 komið út
Fréttir

Aðventudagatalið 2024 komið út

Aðventan er viðburðarríkur tími í Stykkishólmi og færist sífellt í aukanna að landsmenn sæki Hólminn heim til að upplifa töfrandi jólastemmninguna með heimamönnun. Líkt og undanfarin ár er hafa helstu viðburðir aðventunar í Stykkishólmi verið teknir saman í aðventudagskrá sem má finna hér að neðan.
28.11.2024
Getum við bætt efni síðunnar?