Lífið í bænum
Jólaratleikurinn 2025
Jólasveinaratleikurinn góði hefst í dag. Starfsmenn í áhaldahúsi hafa sett upp jólasveinaratleik til að stytta börnum og fjölskyldufólki stundir á aðventunni. Um er að ræða skemmtilega viðbót í jólaskreytingar bæjarins þar sem tækifæri gefst til að arka um Stykkishólm og leita að jólasveinunum sem eru í ýmsum erindagjörðum fyrir jólin og munu birtast hér og þar um bæinn, einn af öðrum. Í fyrra bættust þau Grýla og Leppalúði við og hefst leikurinn því í dag, fimmtudaginn 11. desember með komu Grýlu og Leppalúða. Ratleikurinn endar svo með komu Kertasníkis á Aðfangadag 24. desember.
11.12.2025