Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Horft yfir Stykkishólmskirkju, flatirnar og Víkurhverfi
Fréttir

Íbúðarlóðir í nýju hverfi í Stykkishólmi auglýstar til úthlutunar og afsláttur á öðrum

Sveitarfélagið Stykkishólmur auglýsir 12 nýjar íbúðarhúsalóðir til úthlutunar í Víkurhverfi í Stykkishólmi. Gatnagerð á svæðinu verður lokið um miðjan júní 2024. Um er að ræða lóðir í nýju og fjölskylduvænu hverfi í mikilli nánd við náttúruna. Stykkishólmur er ört vaxandi sveitarfélag sem skartar fjölbreyttum atvinnuvegum og iðandi mannlífi. Samkvæmt húsnæðisáætlun er mikil eftirspurn eftir húsnæði í Stykkishólmi. Áform eru jafnframt um umfangsmikla atvinnuuppbyggingu á svæðinu og því mun fylgja aukin eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði. Blómleg ferðaþjónusta býður ótal skemmtilega afþreyingarmöguleika fyrir heimafólk sem og gesti.
07.02.2024
Opið fyrir styrkumsóknir bæjarstjórnar
Fréttir

Opið fyrir styrkumsóknir bæjarstjórnar

Bæjarstjórn Stykkishólms auglýsir eftir styrkumsóknum frá einstaklingum og fyrirtækjum í samræmi við reglur um styrkveitingar. Markmiðið með styrkjum bæjarstjórnar Stykkishólms er að styðja við sjálfsprottið starf, starfsemi frjálsra félagasamtaka og framtak einstaklinga sem stuðla að farsælli þróun samfélagsins, menningarlífs, lífsgæðum og fjölbreytilegu mannlífi og öflugu íþrótta- og æskulýðsstarfi. Almennar styrkveitingar skv. 3. gr. fara fram tvisvar á ári, á fundum bæjarstjórnar í mars/apríl og október/nóvember.
27.02.2024
22. fundur bæjarstjórnar
Fréttir Stjórnsýsla

22. fundur bæjarstjórnar

22. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms fer fram fimmtudaginn 29. febrúar kl. 17:00 í bæjarstjórnarsal. Smelltu á hnappinn hér að neðan til að kynna þér dagská fundar.
27.02.2024
Sinfóníuhljómsveit Íslands
Fréttir Lífið í bænum

Sinfóníuhljómsveit Íslands í Stykkishólmi

Sinfóníuhljómsveit Íslands kemur í Stykkishólm og heldur glæsilega tónleika í íþróttahúsinu fimmtudagskvöldið 7. mars kl. 19.30. Dagskrá tónleikanna skartar þremur verkum eftir höfuðtónskáld klassíska tímans en auk þess hljóma þrjú hugljúf íslensk lög í flutningi hljómsveitarinnar og sameinaðra kóra á Snæfellsnesi. Kórinn skipa um 80 söngvarar úr Kirkjukór Ólafsvíkurkirkju, Kirkjukór Grundarfjarðarkirkju, Karlakórnum Kára, Kirkjukór Ingjaldshólskirkju, Karlakórnum Heiðbjörtu, Kvennasveitinni Skaða og Kirkjukór Stykkishólmskirkju. Á tónleikunum hljómar einnig hinn ljúfi og glaðlegi C-dúr sellókonsert Josephs Haydn þar sem Steiney Sigurðardóttir fer með einleikshlutverkið og að lokum flytur hljómsveitin 7. sinfóníu Beethovens sem er full af fegurð, lífsgleði og krafti. Stjórnandi er aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Eva Ollikainen. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og eru öll velkomin.
26.02.2024
Hræðileg helgi í Hólminum
Fréttir

Hræðileg helgi í Hólminum

Í dag hefst Hræðileg helgi í Hólminum, sem haldin er nú í annað sinn 15.-17. febrúar. Félag atvinnulífs í Stykkishólmi stendur fyrir hátíðinni en dagskráin er þétt og fjöldi spennandi viðburða í boði. Leikar hefjast með hræðilegum ratleik fyrir börn í Amtsbókasafninu frá kl. 14-17. Í kvöld kl. 20:00 opnar dularfulla ljósmyndasýningin Andaðu eftir Jónu Þorvaldsdóttur í Norska húsinu. Í framhaldinu mun Ragnhildur Sigurðardóttir segja hræðilegar sögur af Snæfellssnesi kl. 21:00 á Narfeyrarstofu.
15.02.2024
Birkilundur - Skipulagslýsing
Fréttir Skipulagsmál

Birkilundur - Skipulagslýsing

Þann 25. janúar sl. samþykkti bæjarstjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms að auglýsa skipulagslýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 í samræmi við 1. mgr. 36. gr. með vísun í 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
14.02.2024
Frá öskudeginum 2023
Fréttir Lífið í bænum

Öskudagur í Stykkishólmi

Í dag er öskudagur. Dagskráin af því tilefni verður með hefðbundnum hætti í Stykkishólmi. Öskudagsganga fer frá Tónlistarskólanum kl. 14:00. Kristjón Daðason og Hafþór Guðmundsson munu leiða gönguna um bæinn.
14.02.2024
Slökkviliðið leitar að liðsauka
Fréttir

Slökkviliðið leitar að liðsauka

Slökkvilið Brunavarna Stykkishólms og nágrennis óskar eftir öflugum einstaklingum á aldrinum 20 til 35 ára af öllum kynjum til að ganga í liðið. Viðkomandi einstaklingar þurfa að hafa góða líkamsburði og vera lausir við lofthræðslu og innilokunarkennd, aukin ökuréttindi eru kostur.
13.02.2024
Slökkviliðið í Stykkishólmi hélt upp á 110 ára afmæli
Fréttir

Slökkviliðið í Stykkishólmi hélt upp á 110 ára afmæli

Þann 10. febrúar síðastliðinn voru liðin 110 ár síðan stofnað var formlegt slökkvilið í Stykkishólmi en reglugerð um slökkvilið var sett þann dag árið 1914. Haldið var upp á þennan merka áfanga í húsnæði slökkviliðsins í Stykkishólmi á 112 daginn 11. febrúar síðastliðinn. Buðu þá slökkviliðsmenn og aðrir viðbragðsaðilar gestum að koma og skoða bíla og búnað á svæðinu og þiggja afmælisköku í tilefni dagsins.
13.02.2024
Viðvera atvinnuráðgjafa og menningarfulltrúa SSV
Fréttir

Viðvera atvinnuráðgjafa og menningarfulltrúa SSV

Atvinnuráðgjafi og menningarfulltrúi SSV verða með viðveru í Grundarfirði og í Stykkishólmi þriðjudaginn 13. febrúar 2024 þar sem boðið verður upp á opna viðtalstíma.
12.02.2024
Getum við bætt efni síðunnar?