Fréttir
Íbúafundur um fjárhagsáætlun og aðalskipulag
Boðað er til íbúafundar mánudaginn 8. desember um fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir tímabilið 2026-2029 og vinnu við nýtt aðalskipulag sveitarfélagsins. Fundurinn fer fram á Höfðaborg, Skólastíg 14, og hefst kl. 17:00 þann 8. desember. Á fundinum gerir bæjarstjóri grein fyrir markmiðum fjárhagsáætlunar og helstu áherslum hennar. Þá kynna fulltrúar Alta einnig vinnu við nýtt aðalskiplag, það fyrsta fyrir sameinað sveitarfélag. Í aðalskipulaginu er mörkuð stefna fyrir framþróun sveitarfélagsins. Íbúar eru hvattir til að mæta á fundinn og kynna sér fjárhagsáætlun sveitarfélagsins og skipulagsmál.
04.12.2025