Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Svanborg og Gréta voru heiðraðar á opnunarhátíðinni 2024
Fréttir Lífið í bænum

Opnunarhátíð Norðurljósa fer fram í kvöld

Menningarhátíðin Norðurljósin verður haldin í áttunda sinn í Stykkishólmi dagana 22.-26. október. Opnunarhátíð fer fram í kvöld, fimmtudagskvöld, en þar mun Stjörnu Sævar fræða viðstadda um almyrkann 2026 sem margir bíða af mikilli eftirvæntingu. Boðið verður upp á glæsileg tónlistaratriði og venju samkvæmt fer fram heiðrun fyrir framlag til lista- og menningarmála í Stykkishólmi.
23.10.2025
Kvennaverkfall í Stykkishólmi
Fréttir

Kvennaverkfall í Stykkishólmi

Boðað er til kvennaverkfalls föstudaginn 24. október nk. Sem fyrr tekur Sveitarfélagið Stykkishólmur undir þau meginmarkmið kvennaverkfalls að hefðbundin kvennastörf, jafnt launuð sem ólaunuð, skuli meta að verðleikum. Það er jafnframt ekkert launungarmál að starfsemi sveitarfélagsins skerðist verulega án vinnuframlags kvenna. Sveitarfélagið mun ekki draga af launum starfsfólks sem tekur þátt í kvennaverkfallinu í samráði við sinn stjórnanda.
23.10.2025
Opið hús vegna skipulagsauglýsinga
Fréttir

Opið hús vegna skipulagsauglýsinga

Opið hús verður þriðjudaginn 21. október í Ráðhúsinu í Stykkishólmi frá kl. 17:00 – 18:00. Þar verður hægt að kynna sér skipulagstillögur fyrir Hamraenda og Kallhamar og skipulagstillögur vegna Agustsonreitar.
20.10.2025
Félagsmiðstöðin Xið
Fréttir Lífið í bænum

Félagsmiðstöðva- og ungmennahúsavika

Félagsmiðstöðin X-ið tekur þátt í félagsmiðstöðva- og ungmennahúsavikunni með því að bjóða foreldrum, systkinum og íbúum að kíkja við í opnanir. Vikan hefur það að markmiði að varpa ljósi á mikilvægi og virði þessa vettvangs fyrir börn og ungmenni. Foreldrar, forráðamenn, systkini, vinir og aðrir aðstandendur eru hvött til að kynna sér starfsemina.
14.10.2025
Helstu fréttir komnar út
Fréttir

Helstu fréttir komnar út

Helstu fréttir eru komnar út. Tilgangur blaðsins er að bæta aðgengi íbúa að tilkynningum og fréttum frá sveitarfélaginu. Í því samhengi er sérstaklega horft til eldra fólks sem notast ekki við tölvur og liggur blaðið því frammi á Höfðaborg og Systraskjóli.
13.10.2025
Veðurmælingar í 180 ár
Fréttir

Veðurmælingar í 180 ár

Í nóvember 2025 verða 180 ár liðin frá því að Árni Thorlacius hóf samfelldar veðurfarsmælingar í Stykkishólmi sem hafa staðið óslitið síðan. Í tilefni þessa afmælis verður efnt til málþings sem verður haldið í Vatnasafninu í Stykkishólmi 11. október næstkomandi. Hera Guðlaugsdóttir á veg og vanda að viðburðinum en verkefnið er meðal annars styrkt af Safnaráði, Uppbyggingarsjóði Vesturlands og Sveitarfélaginu Stykkishólmi. Malþingið ber tiltilinn Andvarinn í himinsfari og er dagskráin eftirfarandi:
10.10.2025
Formaður Snæfells og bæjarstjóri rita undir samning. Mynd Bence Petö
Fréttir

Ritað undir samstarfssamning milli Sveitarfélagsins Stykkishólms og Snæfells

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms samþykkti í lok janúar nýjan samstarfssamning við aðalstjórn Ungmennafélagsins Snæfells um eflingu íþróttastarfs í sveitarfélaginu, að undangenginni mikilli vinnu og samráði. Samningurinn var undirritaður í hálfleik á fyrsta heimaleik meistaraflokks karla Snæfells á nýju keppnistímabili, fimmtudaginn 9. október, þegar liðið mætti Fylki. Snæfell vann öruggan sigur í gær og voru lokatölur leiksins 90-78.
10.10.2025
Sundlaug lokað snemma á mánudaginn
Fréttir Þjónusta

Sundlaug lokað snemma á mánudaginn

Mánudaginn 6. október lokar Sundlaugin í Stykkishólmi kl. 18:00 vegna viðhalds Veitna á kerfinu. Íbúar í Stykkishólmi hafa fengið tilkynningu frá Veitum um að búast megi við lægri þrýstingi á köldu vatni í Stykkishólmi þann 06.október næstkomandi frá kl. 20:00 til miðnættis. Vakin er sérstaklega athygli á því að lægri þrýstingur á köldu vatni getur valdið því að aðeins renni heitt vatn úr blöndunartækjum sem getur valdið bruna.
03.10.2025
Laust starf í íþróttamiðstöð Stykkishólms
Fréttir Laus störf

Laust starf í íþróttamiðstöð Stykkishólms

Sveitarfélagið Stykkishólmur óskar eftir að ráða í starf í íþróttamiðstöð og við sundlaugavörslu, (karl) í íþróttamiðstöð Stykkishólms. Um er að ræða framtíðarstarf í 100% vaktavinnu. Æskilegt að umsækjandi geti hafið störf í byrjun janúar 2026.
03.10.2025
Opið fyrir styrkumsóknir bæjarstjórnar
Fréttir

Opið fyrir styrkumsóknir bæjarstjórnar

Bæjarstjórn Stykkishólms auglýsir eftir styrkumsóknum frá einstaklingum og fyrirtækjum í samræmi við reglur um styrkveitingar. Markmiðið með styrkjum bæjarstjórnar Stykkishólms er að styðja við sjálfsprottið starf, starfsemi frjálsra félagasamtaka og framtak einstaklinga sem stuðla að farsælli þróun samfélagsins, menningarlífs, lífsgæðum og fjölbreytilegu mannlífi og öflugu íþrótta- og æskulýðsstarfi.
02.10.2025
Getum við bætt efni síðunnar?