Fréttir Lífið í bænum
Opnunarhátíð Norðurljósa fer fram í kvöld
Menningarhátíðin Norðurljósin verður haldin í áttunda sinn í Stykkishólmi dagana 22.-26. október. Opnunarhátíð fer fram í kvöld, fimmtudagskvöld, en þar mun Stjörnu Sævar fræða viðstadda um almyrkann 2026 sem margir bíða af mikilli eftirvæntingu. Boðið verður upp á glæsileg tónlistaratriði og venju samkvæmt fer fram heiðrun fyrir framlag til lista- og menningarmála í Stykkishólmi.
23.10.2025